10.8.2009 | 15:25
Óábyrg stjórnarandstaða að draga stjórnarflokkana á asnaeyrunum.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætla ekki að samþykkja eitt eða neitt. Þeir ætla að keyra þetta mál út í horn í þeirri von að það felli ríkisstjórnina. Það gæti vel verið að þeim takist það því mér finnast sumir stjórnarliðar ekki höndla þetta mál.
Fjárlaganefnd hefur nú haft málið vikum saman og það er nákvæmlega sama hljóðið í stjórnarandstöðunni eins og var í upphafi.
Nú er kominn tími til að höggva á þennan hnút og ef er einhver dugur í ríkisstjórnarflokknum þá hætta þeir að láta hrunflokkana draga sig á asnaeyrunum.
Þeir stunda blekkingastjórnmál þar sem þeir þykjast til í málamiðlanir og samstarf en það eina sem þeim gengur til er að þjóna flokkshagmunum því þá langar svo sannarlega til að komast til valda á ný til að geta stýrt atburðarásinni sem er farin að valda þeim verulegum vanda og áhyggjum.
Efast um alvöru þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki rétt munað hjá mér, Jón er ekki meirihlutastjórn við völd, hvað ertu að láta stjórnarandstöðuna angra þig ?
Ágúst J. (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 15:30
Er ekki Æsseif málið hjá ríkisstjórninni?
Sigurður Þórðarson, 10.8.2009 kl. 15:57
Nei... í fjárlaganefnd.
Veit það ekki Ágúst.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2009 kl. 17:00
ríkisstjórnin er í meirihluta í fjárlaganefnd eins og í öllum öðrum fastanefndum þingsins - það hlýtur því að vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar hve illa gengur að finna samhljóm hjá þeim? annars þá hef ég ekki séð annað að það sé verið að reyna til þrautar að koma með raunverulegar sameiginlegar lausnir - þær stranda bara alltaf á formanni og varaformanni nefndarinnar sem þynna út allar tillögurnar út ,svo ekkert er eftir af þeirri góðu vinnu sem hið þverpólitíska bandalag hefur unnið af mikilli samviskusemi saman... þetta er því afar ósanngjörn færsla - bæði Borgarahreyfingin og Framsókn hafa sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að það verði ekki gerð atlaga að stjórninni þó icesave falli...
Birgitta Jónsdóttir, 10.8.2009 kl. 18:01
Birgitta... ég reikna með að stjórnarliðar ætli sér ekki að afgreiða frá nefndinni átlit sem fellir samninginn og setur málið allt á byrjunarreit. Það er það sem hin óábyrga stjórnarandstaða er að leggja til....
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2009 kl. 18:49
Er enginn samhljómur í þingmönnum Bhr? Einn segir þetta á ábyrgð ríkisstjórnarinnar en annar að málið sé þverpólitískt.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 20:04
Það er alveg drepfyndið að kenna stjórnarandstöðunni um ef stjórnin er búin að gera upp á bak en það er svo sem eftir Samfylkingunni, hún hefur aldrei fundið til ábyrgðar. Annars var Jóhanna að gefa í skyn að Sjálfsstæðisflokkurinn væri kostur í stöðunni ef VG væri með múður. Það kemur manni ekkert á óvart lengur.
Víðir Benediktsson, 10.8.2009 kl. 20:21
Víðir... þú verður að fara að fægja kristalkúluna þína, skyggnið er að verða lélegt.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2009 kl. 20:33
Ég ætla að bætast í þann hóp þeirra manna sem spyr, hversvegna fer Jóhanna ekki út og talar beint við Gordon Brown ?
Ég orðinn mjög þreyttur því að Jóhanna er alltaf að gefa það í skyn að stjórnarslit verði ef þetta verði ekki svona eða hinsegin
Ef ríkisábyrgð á Icesave verður ekki samþykkt er það eingöngu vegna sundrungar hjá stjórnarflokkunum - það er klárt mál
Óðinn Þórisson, 10.8.2009 kl. 20:36
Hvað veist þú um nema hún hafi þegar gert það..? Reikna varla með að það væri tilkynnt meðan málið er í þinglegri meðferð og ekki komið til baka til framkvæmdavaldsins.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2009 kl. 20:39
Það er allt svo mikið leyndó núna hjá þessari "norrænu velferðarstjórn".
Víðir Benediktsson, 10.8.2009 kl. 21:29
Ég er nú farinn að efast um að það séu " velferðarkratar " við stjórn landsins í dag. Frekar að þeir líkist frekar " frjálshyggjukrötum" ekki norrænum að vísu.
Ágúst J. (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.