8.8.2009 | 19:51
Maðkaveita í boði Framsóknarflokksins.
Þá gæti farið að hilla undir að málefni Giftar verði tekin til rannsóknar. Það er undarlegt að ekkert skuli hafa gerst í því máli fyrr en nú. Milljarðatugir króna hverfa og eftir standa milljarðatugir í skuld.
Persónur og leikendur í þessu drama eru fyrrum ráðherrar Framsóknarflokksins, kaupfélagsstjórar með sterkar tengingar inn í Framsóknarflokkinn og síðan ýmskonar félög og fyrrum félög sem Framsóknarflokkurinn var tengdur nánum hagsmunaböndum.
Að lokum sameinast þessir Framsóknarþræðir í Kaupþingi banka þar sem ýmislegt virðst hafa viðgengist og þrifist í skjóli spillingar og hagsmunatengsla.
Vonandi fer þetta mál í vandlega rannókn og við fáum að sjá niðurstöðu í þessu máli sem lyktar ákaflega illa og margt bendir til að sé hreinn þjófnaður og eignaupptaka.
Undarlegt hvað mörg nöfn dúkka upp aftur og aftur þegar rykið sest í aðdraganda og ástæðum þess hrikalega hruns sem yfir okkur hefur gengið.
Gæti farið svo að við verðum að byggja sérstakt hvítflibbafangelsi með hraði eða munu þessi mál gufa upp í kunningja og hagsmunasamfélaginu ???
Nú mun á það reyna.
Undirbúa málsókn á hendur Gift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er Finnur Ingólfs innanborðs og Ólafur líka ? Ekki að undra að Sigmundur vilji engar rannsóknir eða frystingar
Finnur Bárðarson, 8.8.2009 kl. 20:07
Fyrr frýs í helvíti ....en að illa fengnar eigur hvítflibba verði frystar.!!
Björn.
Bon Scott (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 20:25
Ég fagna því að málefni Giftar og aðrar "kúnstir" Finns Ingólfssonar og félaga verði rannsakaðar. Það er okkur núverandi framsóknarmönnum nausynlegt jafn sem öðrum. Hagsmunir framsóknar nútímans er fólgin í því að sortera út skemmdu eplin. Ég vona að þú beitir þér fyrir því að spilltu einstaklingar í Samfylkingunni verði settir til hliðar. Allir verða að taka til í sínum garði. Fyrst þá getum við farið að takast á um alvöru stjórnmál dagsins en ekki sitja fastir í hjólförum gærdagsins.
Jón Arvid Tynes, 8.8.2009 kl. 21:41
Ef einhverjir stjórnmálamenn úr stjórnarandstöðunni eru meðsekir Framsóknar og Sjálfstæðisflokki í þeirri atburðarás sem átti sér stað á árunum frá 1995 - 2007 þá mun þeim örugglega ekki verða hlíft frekar en öðrum sem að þessum málum komu. Meginatburðarásin var hönnuð á árunum 1998 að einkavæðingu bankanna 2003.
Þungaviktarmenn voru Finnur Ingólfsson ásamt næsta viðskiptaráðherra sem var Valgerður Sverrisdóttir...sem tók við af Finni þegar hann fór í Seðlabankann.
Allt þetta var bakkað upp af Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni sem voru guðfeður einkavæðingarinnar og tilfærslu eigna ríkisins til flokkshollra Framsóknar og Sjálfstæðismanna... þetta vissu svo sem allir en nú fara mál að skýrast nánar.
Ég viðurkenni að þetta var verra en manni datt nokkurntíman í hug á þessum árum.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 21:55
Sem betur fer hefur þessu liði verið kastað út í ystu myrkur af Framsóknarflokknum. Betur færi ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sæju sóma sinn í að gera slíkt hið sama við slúbbertana sem enn þrífast þar innan dyra.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 22:07
Allt sem Finnur Ingólfs snertir verður kámugt. Hann er græna ófreskjan.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.8.2009 kl. 22:57
Nú um stundir hef ég þær áhyggjur mestar, að Vg sjái ekki ljósið. Með því leiði þeir þessa flokka aftur til valda.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 22:58
Sigurður... ég er hræddur um að einhverjir ónefndir séu enn við kjötkatlana í Framsókn þó þeir séu ekki í fremstu víglínu.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 23:41
Gísli... ég veit ekki hvort þeir þingmenn VG sem sýna ótvíræða veikleika á erfiðum tímum standast þá raun. Það á eftir að koma í ljós...
En það er ljóst að til að koma þjóðinni í gegnum brimskaflana þarf styrk og þor. Mér sýnist að nokkrir þingmenn VG hafi ekki þann pólistíska styrkleika að takast á við málin af festu og ábyrgð. Ef það bilar hafa þeir jafnvel leitt til valda þá flokka á ný sem eiga þessa atburðarás skuldlausa... og ég veit ekki hvort þjóðin muni þakka þeim það þegar frá líður.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 23:46
Jón Ingi, ætlar þú þá ekki að nefna þá, eða lætur þú dylgjurnar duga?
Sigurður (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 01:53
Það var Alþýðuflokkurinn (lesist Samfylking) sem kom Sjálfsstæðisflokknum til valda 1991 og var upphafið að hinum langa ferli Davíðs Oddssonar, hafið þökk fyrir það kratar. Árið 2007 þegar stjórn Framsóknar og Sjálfsstæðislokks sama sem féll var það aftur Samfylkingin sem kom Sjálfsstæðisflokknum til hjálpar og tryggði honum áframhaldandi völd. Þið hafið efni á að hnýta í VG eða hitt þó heldur. Kratar hafa í gegnum tíðina verið duglegri en nokkur annar flokkur að halda Sjálfsstæðisflokknum við völd.
Víðir Benediktsson, 9.8.2009 kl. 01:57
Víðir... flottur
Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2009 kl. 10:50
Sigurður... þarð að nafngreina þá.. ?
Allir sem fylgjast sæmilega með fréttum hafa séð hvaða þingmenn ganga ekki í takt við stjórnarsamstarfið og tala gegn stjórnarsáttmálanum í sumum málum.
Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2009 kl. 10:55
Jón Ingi, ég er að tala um dylgjur þínar um ónefnda menn við kjötkatlana í Framsókn!
Sigurður (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 11:12
Skoðaðu hvaða félög og nöfn eru þarna, Lára Hanna er með fína umfjöllun og svo skaltu bera nöfn saman við flokksskránnar.
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/
Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2009 kl. 16:19
Ekki hef ég aðgang að flokksskrám Framsóknarflokksins. Hefur þú þær undir höndum? Hvað af því fólki sem er talið upp hjá Láru Hönnu hefur enn einhver áhrif í Framsóknarflokknum?
Sigurður (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.