Ábyrga afgreiðslu og leysa mál .. takk fyrir.

Icesavemálið er eitt erfiðasta mál sem íslenskir stjórnmálamenn hafa glímt við frá upphafi vega. Þetta mál er fylgifiskur hrunsins mikla og ekki á ábyrgð íslensks almennings.

Ábyrgðin liggur samt sem áður hjá Íslandi sem þjóðríki því bankarnir og menn þeir sem þeim stýrðu og áttu, voru að vinna samkvæmt lögum og reglum sem Ísland hefur undirgengist og voru ástæða þess að íslendingar gátu farið í útrás með banka og fjármálastarfssemi sem svo endaði með hörmungum.

Það er líka staðreynd að Ísland lofaði að standa við þessar skuldbindingar í haust og vetur sem leið og það var lykillinn að þeim undirbúningi að uppbyggingu sem hófst fljótlega eftir hrun. Eftir þessu hefur verið unnið undanfarna mánuði.

En því miður hafa allt of margir stjórnmálamenn gert sig seka um óábyrgan málflutning í þessu máli og notað það til að afla sér vinsælda með með málflutningi og afstöðu sem er ekki til neins annars fallin er rýra álit á okkur erlendis sem þjóð og hefur skaðað okkur enn frekar í augum umheimsins en orðið var. Málflutingur þeirra hefur aðeins aukið þá vantrú á Íslandi og íslendingum að þeir séu ekki menn orða sinna og ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar. Því verður að linna.

Icesavemálið er hörmungamál. Það leysist ekki þó sumir stjórnmálamenn notið það til að afla sér vinsælda og aukins fylgis af því þeir telja sig ekki þurfa að axla ábyrgð. Þingmenn voru kosnir til að koma okkur út úr þessum öldudal og það á að vera stærsta verkefni þeirra á næstu mánuðu.

Það er því einlæg bón mín og líklega allrar þjóðarinnar að þeir leggi á hilluna flokkspólitíska loddarleiki og þeir snúi sér að alvöru málsins .

Nú er ekki tími vinsældaveiðna eða tími flokkshagsmuna. Nú eruð þið að vinna fyrir land og þjóð, börnin okkar og barnabörn. Þess vegna eigið þið að vera ábyrgir, horfast í augu við staðreyndir og færa okkur og landið okkar fram veginn.


mbl.is Reynt að ná breiðri samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

He he. Ætlar þú þá að hætta að tala illa um Framsón og Sjálfsstæðisflokkinn nú eða Borgarahreyfinguna? Á eftir að sjá það.

Víðir Benediktsson, 8.8.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er að tala um þingmenn en ekki flokka...

Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

 He. Ætlar þú þá að hætta að tala illa um framsóknarmenn, sjálfsstæðismenn og þingmenn Borgarahreyfingarinnar??

Víðir Benediktsson, 8.8.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir minn... það er líklega með þig eins og allt of marga þingmenn þegar kemur að Icesavemálinu... þeir skilja ekki að við eigum ekki val þó svo við svo gjarnan hefðum viljað það. ÉG tala ekki illa um fólk  persónulega, en ég gagnrýni vonda afstöðu og óábyrgan málflutning og hef hugsað mér að halda því áfram ef ekki linnir.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 10:32

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þegar vinstrisjórnin tók við þá var skipt um samninganefnd.

Ekkert samráð var haft við stórnarandstöðuna um þennan Icesave samning sem búið er að skrifa undir.

Steingrímur Joð sagði á alþingi að aðeins væru könnunarviðræður væru í gangi - 2 dögum síðar var búið að skrifa undir .

Þessi Icesave samningur er alfarið á ábyrgð SF og VG - það er klárt mál - en eins og ég hef sagt hér áður er lítið annað fyrir þingmenn að gera en að staðfesta ríkisábyrgð á Icesave - því miður

Óðinn Þórisson, 8.8.2009 kl. 14:11

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn... það er eimitt þetta tuð sem við þurfum að losna við og klára málin... og um það virðumst við sammála.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband