Enn ein kjaftasagan ?

Maður er eiginlega hættur að hafa tölu á þeim uppákomum og rangfærslum sem dúkka upp í Icesavemálinu. Þingmenn hafa eytt löngum tíma í að ræða einhverjar lögfræðingagreiðslur sem nú eru sagðar uppspuni og vitleysa.

"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir rangt að íslenska ríkið hafi með uppgjörssamningi á milli íslenska- og breska innstæðutryggingasjóðsins ábyrgst tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta við að ná fram ríkisábyrgð Íslendinga. Steingrímur harmar í tilkynningu að leiðrétta þurfi málflutning á málstofum sem haldnar eru á vegum HÍ og óvandaðan fréttaflutning þegar fjallað er um jafn viðkvæm og mikilvæg mál og hér um ræðir."

Fer ekki að verða lágmarkskrafa að um þessi mál sé fjallað af ábyrgð og við landsmenn þurfum ekki endalaust að þurfa að standa í hlusta á menn fjalla um þetta með óábyrgum hætti og jafnvel með rangfærslum og ef til vill lygi.

Gróa gamla á Leiti er orðin svo ofurspikuð að hún á orðið erfitt með gang eftir þetta ótrúlega kjaftasöguakur sem virðist í góðri rækt hjá landsmönnum og fjölmiðlum.


mbl.is Ekki minnst á lögfræðikostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er ótrúelgt að fylgjast með þessu ... svo kemur bábyljukórinn hérna á mbl.is og gerir sig að algjöru fífli í kjölfarið. Það er löngu orðið ljóst hvað alþjóðasamfélaginu er alvara með að við borgum þennan reikning þegar bankar erlendis eru farnir um að neita að lána traustum fyrirtækjum hérlendis.

Brynjar Jóhannsson, 24.7.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Garðar Þórisson

Semsagt ef fólk hefur í hótunum á bara að gefa eftir?

Garðar Þórisson, 24.7.2009 kl. 17:55

3 identicon

Það er alveg ljóst að við sleppum ekki við að taka að verulegum hluta ábyrgð á ICESAVE ruglinu. Ekki veit ég hvort hægt hefði verið að komast að betri samningum, en mér finnst það sé orðið algjört aukaatriði í þessu sambandi. Talnafróður maður, sem ég tek mark á, sagði að allur þessi biðtími kosti þjóðfélagið hálfan milljarð á dag, og vafnver meira, því það er borin von að hjól atvinnulífsins fari að snúast fyrr en þetta mál er leyst. Allavega er ljóst að ekkert lánsfé er aðgengilegt, sem er atvinnuvegunum alger nauðsyn.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 17:59

4 identicon

Fjármálaráðuneytið "leiðréttir" Ragnar H. Hall á þessari slóð:

http://eyjan.is/blog/2009/07/24/fjarmalaraduneyti-leidrettir-ragnar-hall-75-kostnadar-mun-falla-a-throtabu-landsbankans/

Reyndar verður ekki önnur ályktun dregin en að Ragnar Hall hafi sagt satt, því umræddur kostnaður lendir fyrr eða síðar á ríkinu og þar með okkur vesalingum þessa lands.

Grútur (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818125

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband