Kannski fattar Sjálfstæðisflokkurinn hvað hann vill ?

 Formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður í RUV í gær um stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu. Hér fer með það sem út úr því koma orðrétt. !!

Bjarni: Við munum aldrei fallast á þessa samninga einsog þeir liggja fyrir þinginu óbreyttir.

Jóhanna Vigdís: Hvað viljið þið gera?

Bjarni: Ja, við viljum einfaldlega að, við höfnum því, við höfnum því algerlega að íslenska ríkið taki á sig, á þeim skilmálum sem um er að ræða í þessum samningum, þessar gríðarlegu ábyrgðir. Við teljum að menn hafi samið af sér í fjölmörgum atriðum. 

Kíkjum aðeins á þetta.

Ja við viljum einfaldlega að, við höfnum því. ( Hjálpi mér nú einhver... ég skil þetta ekki ?? )

 Næst kom....

við höfnum því algerlega að íslenska ríkið taki á sig, á þeim skilmálum sem um er að ræða í þessum samningum, þessar gríðarlegu ábyrgðir.

Hvaða leggja Sjálfstæðismenn þá til í staðinn ??

Það kom aldrei fram og fréttamaðurinn spurði ekki frekar. Spurningin var...

Jóhanna Vigdís: Hvað viljið þið gera?

Ég er búinn að lesa þetta nokkrum sinnum og skil ekki tvennt... Hvað vilja Sjálfstæðismenn gera .... ??

og af hverju fylgdi fréttamaðurinn ekki eftir spurningunni sem var einföld og hnitmiðuð ?

Þetta er líklega afstaða Sjálfstæðismanna í hnotskurn.. bara á móti af því bara... og engar tillögur, ráð eða stefna liggur fyrir hjá formanni flokksins sem tafsaði eins og vandræðalegur unglingur í grunnskóla sem hafði gleymt að lesa heima fyrir próf.


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þetta er vonarspíra SjálfstæðisFLokksins!

Jóhanna Vigdís er ekki sérlega beitt sjálf, nýlega tók hún drotningarviðtal við Halldór Ásgrímsson þar sem hægt hefði verið að spyrja alvöru spurninga. Viðtalið kom út eins og HÁ ætti engan þátt í hvernig komið er fyrir þjóðinni.

Kolla (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 14:24

2 identicon

Þú settir ekki inn öööö-in og þagnirnar! Þetta er allt hjá Láru Hönnu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 15:27

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Já og kannski fattar Samfylkingin að þessi leikur þeirra að fela skýrslur og sitja á skjölum er ekki alveg að slá í gegn. Pukrið er kominn langt fram úr því að hafa óvart gleymt hinu og þessu. Einbeittur brotavilji ræður hér för.

Haraldur Baldursson, 24.7.2009 kl. 15:51

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Haraldur..gullfiskaminnið... Sjálfstæðiflokkurinn stjórnaði þessum málaflokkum þar til fyrir fáeinum vikum og það er stutt síðan Davíð Oddsson fór frá í Seðlabankanum... tekur smá stund að finna þetta allt í frjálshyggjufjóshaugnum 

Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2009 kl. 16:00

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

FME kæri Jón Ingi FME !
Þvoðu þær tuskur karlinn minn....eða gæti það gerst að Samfylkingarmenn taki ábyrgð og gangist við misgjörðum sínum ? ...nei auðvitað ekki í þeim flokki er búið að dreifa hvítu vængjunum og tonnataki. Vitanlega er Samfylkingin algerlega án ábyrgðar. 14 mánuðir með xD og svo 6 mánuðir með VG.....algerlega án ábyrðar þó xS sitji í stjórn í 2 ár.
En endilega fóðrið ykkar Gúbbý-fiska og stökkvið í felur þegar ábyrgð er til úthlutunar.

Haraldur Baldursson, 24.7.2009 kl. 16:10

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það má Samfylkingin þó eiga að innan þeirra raða er hæfast fólk landsins, þegar kemur að því að fyrra sig ábyrgð.

Haraldur Baldursson, 24.7.2009 kl. 16:11

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Haraldur... mætti ég kannski benda þér á að það er Sjálfstæðiflokkurinn sem er að reyna að skjóta sér undan ábyrgð í Icesavemálinu... Samfylkingin ætlar að axla þær skuldbindingar eins og samningar við alþjóðasamfélagið gera ráð fyrir.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2009 kl. 16:41

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Jón Ingi það er áberandi munur á ábyrgð og uppgjöf. Icesave samningurinn tekur ekkert mið af minnimiðanum frá því í oktober (aeða var það nóvember) þar sem skýrt er tekið fram að...mið verði tekið af efnahagsástandi Íslands. Ef þú kallar það ábyrgð að bukka sig og beygja fyrir öllu því sem bretar og hollendingar segja...þá las ég þig vitlaust. Afsakaðu þá þetta ólæsi mitt og ég skal lækka kröfurnar til þín hið snarasta.

Haraldur Baldursson, 24.7.2009 kl. 16:59

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Haraldur enn einu sinni verð ég að benda þér á staðreyndir. Það voru Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddson þáverandi Seðlabankastjóri sem undirrituðu og undirgengust þessar skuldbindingar í nóvember 2008. Í þeirri undirritun voru engir fyrirvarar hvað varðar efnisatriði málsins.

 Þú getur ekki breytt sögunni þó þig langi óumræðilega mikið að gera það.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2009 kl. 17:05

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er einelti Jón... skammastu þín

Óskar Þorkelsson, 24.7.2009 kl. 17:39

11 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Jón Ingi, þetta var ekki einhliða skuldbinding, þar festist þið í Samfylkingunni í fari rangra söguskýringa. Í samningnum um Icesave er nefnilega ekkert tillit tekið þið sjónarmiða þess að tillit skuli tekið til efnahagsástands Íslands. Deilurnar snúa ekki að því hvort semja skuli. Þær snúa að því að það var hreinlga samið svo gríðarlega gróft af sér. Réttlætiskennd þín nær þó tæplega það langt að þú teljir öllu til fórnandi að ESB aðild fáist.

Ég hreinlega kaupi það ekki að þú trúir því sem þú ert að predika hér. Ég ætla þér miklu meira til en að ég trúi því.

Haraldur Baldursson, 24.7.2009 kl. 17:47

12 identicon

Mér leið ágætlega hér áður en gömlu ríkisbankarnir voru afhentir óreiðumönnum. Það gerðu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn undir forsæti Davíðs Oddssonar. Reglurnar voru rúmar og sagt var að markaðurinn passaði sig sjálfur.  Það var og!

Kolla (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband