Munu fjárfestar og bankar forðast að lána Íslandi ?

Það eru ískyggilegir tíma framundan ef við klúðrum Icesavemálum. Á visir.is er frétt sem lætur lítið yfir sér en er ákveðin vísbending um hvað gæti gerst ef okkur tekst ekki að lenda icesave í þokkalegri sátt við alþjóðasamfélagið.

Þetta er hluti fréttarinnar.

"Erlendir fjölmiðlar fjalla um þann ótta sem ríkir meðal breskra innistæðueigenda að Alþingi hafni Icesave samkomulaginu. Í vefútgáfu Daily Mail er skrifað að Alþingi muni kjósa um samkomulagið í vikunni og hætta sé á að því verði hafnað.

Á vefsíðunni stendur að ef að samkomulagið sem gert hefur verið við Breta og Hollendinga verði ekki samþykkt séu Íslendingar að koma af stað mikilli beiskju í samskiptum landsins og alþjóðasamfélagsins.

Einnig segir að Ísland treysti á lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og sé einnig að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hvort tveggja sé í hættu ef að Ísland „stendur ekki við skuldbindingar sínar."

(visir.is)

Það er eðlilegt að þjóðernistilfinningin og réttlætistilfinning svelli mönnum í brjósti þegar talað er um icesave. Það er líka eðlilegt að kallað sé að við eigum að fella þetta og láta reyna á hvað gerist. En það gæti hafa hrikalegar afleiðingar fyrir land og þjóð. Við ættum hreinlega á hættu á að á okkur yrði lokað af öllum þeim þjóðum sem við treystum á við endurreisnina.

Við sáum hvað gerðist á fimmtudaginn í síðustu viku. Lán til Orkuveitu Reykjavíkur er ekki afgreitt og það þýðir frestun virkjanaframkvæmda á Hellisheiði með tilheyrandi áhrifum á atvinnulíf og uppbyggingu. Við gætum átt á hættu enn fleiri slíkar uppákomur í framhaldi af að Alþingi felldi ríkisábyrgð á Icesaveskuldbindingum.

Þessi staðreynd hefur ekkert með að gera þjóðarstolt, reisn, eða réttlæti. Þetta er efnahagsleg staðreynd sem alþingismönnum er skylt að horfa til því annars gætum við farið á byrjunarreit á ný... rúin öllu trausti, óreiðumenn í augum alþjóðasamfélagsins. Óreiðumenn sem ætla ekki að standa við skuldbindingar sínar að mati þeirra sem við verðum að treysta á við endurreisnina.

Það breytir engu hvað við köllum hátt eða berjum okkur fast á brjóst... alþjóðasamfélagið setti okkur út í kuldan með hrikalegum afleiðingum, atvinnuleysi, skorti á erlendum fjárfestingum og lánsfé.

Þá yrði alvöru kreppa á Íslandi.



 


mbl.is Fréttaskýring: Þeistareykir þrá kaupanda að orkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Afleiðingarnar, verða fyrst og fremst, í því formi, að Holland og Bretland, munu blokkera umsóknarferli að ESB, á meðan samið er um þetta á ný.

Við verðum að semja á ný, og leiða hjá okkur, furðulegan hræðsluáróður.

Lestu, umsögn Seðlabanka Íslands.

Alvarleg mistök, voru gerð, af saminganefnd Íslands.

Ef, ekki má semja aftur, til að laga slika þætti, þá setur það óbragð í munninn á hverju Íslendingi, og um leið alvarlegt vantraust, fyrirfram, gagnvart hverjum þeim samninganefndum, sem ríkisstjórnin mun senda til Brussel - eða hvert annað.

Ef Iceave, einhvernveginn verður keyrt í gegn, mun það magna alla tortryggni og spennu, gagnvart ESB aðildarsamningum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eina sem ég bið um í þessu máli er að alþingismenn hafi á hreinu hvað það þýðir að segja nei... ég er ekki að mæla þessu máli bót.

Ef menn eru ósáttir við upplýsingar hvað samþykkt icesave þýðir... þá ættu menn að vera enn ósáttari við að vita ekki hvað það þýðir að samþykkja ekki.

Framhaldið er í okkar höndum ef samþykkt er... en alls ekki ef þingmenn segja nei.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skemmtileg brella hjá þér, að snúa öllu á haus.

Hin einfalda staðreynd er sú, að við getum einungis staðið undir skuldabyrðinni, sem við höfum þegar á okkar öxlum, ef við náum að fá fram hvort tvegga í senn; öflugan hagvöxt og stóran gjaldeyris-afgang.

Sá, þarf að vera stærri, en nokkru sinni í sögu okkar Lýðveldis, um fjöldamörg ár. Ef, það setur ekki aðvörunarbjöllur af stað, um að hlutir gangi ekki upp, þá veit ég ekki hvað ætti að gera það.

Við erum í engu bættari, að samþykkja samninga, sem við getum ekki einfaldlega borgað. 

Að hluta til, hefur saminganefnd, verið vorkunn. Því, hún hefur farið út með rangar upplýsingar. Einnig, um 'attitude' gagnaðila, þegar stjórnvöld trekk í trekk básúna þá bábilju, að ástand mála hér - verði vart að ráði verra en þeirra, þá er það ekki aðferð til að ala á hluttekningu þeirra, gagnvart okkar aðstæðum.

Að sjálfsögðu, eigum við að hætta að skjóta okkur stöðugt í fótinn, með slíkum sjálfsskaðandi yfirlísingum. Einnig, eigum við að mæta með rétt gögn, á samingafundi, sem sína svar á hvítu:

  • erlendar skuldir ríkisins, eru 1,98 Vergar Þjóðarframleiðslur.
  • heildar skuldir ríkisins, eru 2,51 VÞF.
  • heildarskuldir hagkerfisins, þá á ég við nettó tölu, eru 3,5 VÞF.

Ef við mætum, með sannleikann að vopni, er ég hæfilega bjartsýnn, á samningsniðurstöðu.

Því, augljóslega, ef ekki er hægt, við slík skilyrði að fá hagstæðari samningsniðurstöðu, þá getum við vart búist við, hagstæðum samningssniðurstöðum eða hluttekningu, frá ESB í tengslum við samninga um aðild, heldur.

Annað hvort, er Evrópa til í að taka til, okkar slæmu stöðu eða ekki. Svo, hvort er satt?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband