Kjartan Gunnarsson ábyrgðarmaður Icesave háværastur.

Kjartan Gunnarsson kjölturakki Davíðs Oddssonar var háværastur á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins að sögn Stöðvar 2.

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins mátti sitja undir gagnrýni á miðstjórnarfundi í dag fyrir að skila auðu í atkvæðagreiðslunni um Evrópusambandið.

"Sá sem gekk hvað harðast fram á fundinum var Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins.

En það var í máli Kjartans Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins sem harðasta gagnrýnin kom fram.

Hann er fulltrúi þeirra sem telja óheppilegt að forystan sé ekki einhuga í jafnstóru máli. Þá er hann einnig á öndverðum meiði við Þorgerði í Evrópumálinu."

Svo segir á Visir.is. ( ekki mbl.is )

Það er stórmerkilegt hvað fjölmiðlar á Íslandi hafa verið þöglir um ábyrgð og þátt fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, en eins og þeir sem muna eitthvað vita þá var hann þungaviktarmaður í stjórn Landsbankans þegar áform og áætlanir um Icesave voru á dagskrá og samþykktar. Þá var hann einnig lykilmaður í Sjálfstæðisflokknum sem nú þykist hrein mey í öllu því ástandi sem ríkir á Íslandi.

 Þar stóð hann rykugur upp að öxlum við að skipuleggja hrun Íslands meðan hann gegndi framkvæmdastjórastöðu í þá stærsta stjórnmálaflokki landsins sem nú skilar auðu í flestum málum.

Og nú gangrýnir hann þá sem ekki beygja sig undir flokksvaldið í Sjálfstæðisflokknum. Ég held að hann hafi misst af einhverju síðustu mánuði.


mbl.is Bjarni: Óheppilegt að ekki ríkir einhugur í forystunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og einn af þeim sem taldi hugmyndir Sigurjóns bankastjóra "tæra snilld".

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 21:12

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Geir Haarde baðst afsökunar á þætti Sjálfstæðisflokksins í bankahruninu á sínum tíma. Hins vegar hafa aðrir flokkat ekki gert það sama og þ.m.t. Samfylkingin og mætti helzt halda að flokkurinn hefði aldrei verið í ríkisstjórn miðað við málflutninginn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

"Nei, ég finn ekki til ábyrgðar" Sagði Ingibjörg Sólrún, það gildir sjálfssagt um Samfylkinguna alla.

Víðir Benediktsson, 18.7.2009 kl. 02:27

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón, þú talar um þátt fjölmiðla, fjölmiðlar á Íslandi er mjög lélegir, fylgja málum ekki eftir og eru í sjálfu sér að mínu mati " handónýtir "
Ef þú hefur lesið bækur Ólafs Teits " Fjölmiðlar " ættir þú að sleppa því að ræða hvað fjölmiðlar ræða um og hvað ekki -

Óðinn Þórisson, 18.7.2009 kl. 10:25

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eitt enn Jón, hvaða skoðun hefur þú á því sem nafni þinn Ólafsson segir að rikisstjórnin eigi að víkja, ráði ekki við þetta og mynduð verði þjóðstjórn allra flokka - OG pólitík lögð til hliðar um stundarsakir meðan menn vinna sig upp úr kreppunni -

Óðinn Þórisson, 18.7.2009 kl. 10:31

6 identicon

Já það er eins og Kjartan Gunnarsson hafi aldrei komið nálægt spillingunni. Ég held að hann ætti að kíkja í eigin barm og skoða sinn þátt í hruninu!
Svo er spurning um að hver kasti steini úr glerhúsi!!
Ég held að Kjartan eigi aðeins að hugsa sinn gang.

Helena (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 22:47

7 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Hjörtur, bað hann ekki Sjálfstæðisflokkinn afsökunar?

Ingimundur Bergmann, 19.7.2009 kl. 13:50

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þjóðstjórn er háð meirihluta Alþingis til að koma málum í gegn þannig að ef sami rassinn er undir Sjálfstæðis og Framsóknarflokki er staða þjóðstjórnar nákvæmlega sú sama og núverandi ríkisstjórnar. Þjóðstjórn breytir engu en hugarfar og samvinnulund þingmanna er það sem skiptir máli. Er það málið? eru þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks svona ósamvinnuþýðir af því þá langar í ráðherrastóla ?

"Þjóðstjórn er ríkisstjórn sem mynduð er með aðild allra eða flestra þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á löggjafarþingi. Slíkar stjórnir eru yfirleitt myndaðar þegar alvarlegt kreppuástand eða stríðsástand ríkir og tryggja þarf stöðugleika. Samkvæmt skilgreiningu eru þjóðstjórnir því meirihlutastjórnir.

Á Íslandi hefur einu sinni verið mynduð þjóðstjórn, Þjóðstjórnin þann 17. apríl 1939, með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Hermanns Jónasssonar. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu."

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818084

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband