Sjálfstæðismenn hljóta að samþykkja Icesave.?

Allir sem ekki eru með gullfiskaminni muna að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir í október að búið væri að leysa Icesavedeiluna við Hollendinga.

Síðan hefur verið búið að reyna að ná lendingu varðandi Bretana og nú hefur náðst lending sem menn telja þá bestu mögulegu í stöðunni.

Sjálfstæðismenn hljóta að samþykkja þá lausn því hún byggir á samkomulagi sem þeir komu að í október. Það að heldur er betri niðurstaða í heildarsamkomulaginu en var í því samkomulagi sem Árni Matt kynnti og koma að fyrir hálfu ári rúmlega.

En mér sýnist á þessari færslu Einars K að þeir ætli bara að vera óábyrgir og flokkspólitíkskir og það kemur fæstum á óvart. Einar K virðist vera nokkuð illa haldinn af þessum minnisbresti sem hefur kristallast í málflutningi formanns hans.


mbl.is „Fullkomin óvissa um Icesave-samninginn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fjármálaráðherra hefur síðan hrökklast úr embætti líkt og formaðurinn og forsætisráðherrann á þessum tíma.

Ný forysta er álíka bundin af ákvörðunum forvera sinna og Steingrímur af minnisblaðinu hans Össurar úr samstarfinu við Sjálfstæðisflokk.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég man eftir ákveðnum létti vegna þessarar fréttar á sínum tíma.  Menn töldu þá að áfanga hefði verið náð í að leysa úr vandamálum þjóðarinnar!

Auðun Gíslason, 10.6.2009 kl. 13:03

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Enda ætla þeir sennilega að vera óábyrgir og flokkspólistískir..sem er einkenni þeirra sem þurfa ekki og vilja ekki axla ábyrgð á erfiðum ákvörðunum.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.6.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég vona svo sannarlega að Sjálfstæðismenn falli ekki í þá gryfju nóg er nú samt.

Sigurjón Þórðarson, 10.6.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fjórir þingmenn VG hafa sagst ekki ætla að samþykkja þetta EN Jón þú þarft ekki hafa áhyggjur þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu taka ábygja afstöðu í þessu máli.

Óðinn Þórisson, 10.6.2009 kl. 17:51

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nú það hefði þá aldrei þurft að skipta um ríkisstjórn eftir allt saman. Sjálfsstæðisflokkurinn ræður enn. Meiri aumingjarnir.

Víðir Benediktsson, 10.6.2009 kl. 22:51

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón það heitir ekki að axla ábyrgð að koma drápsklyfjum á herðar þjóðarinnar.

Það væri ömurlegt ef ríkisstjórninni tækist með eins eða tveggja atkvæða mun að smeygja skuldaserknum á þjóðina fyrir næstu áratug. Þvílíkt siðleysi!

Sigurður Þórðarson, 14.6.2009 kl. 02:58

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það heitir að láta Landsbankann skila aftur fjármunum sem hann sveik út úr m.a. fátæku fólki í Bretlandi og Hollandi. Landsbankinn starfaði á ábyrgð íslendinga þrátt fyrir að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi gefið hann flokksbroddum. Þeir sem mæla gegn samkomulaginu lýsa því yfir að þeir styðji það sem stjórnendur Landsbankans gerðu í Icesave.  Menn hliðra sé látlaust hjá að horfa á það grundvallaratriði að það er ekki verið að leggja 700 milljarða á þjóðina því eignir eru til fyrir nánast þessu öllu.

Afvegaleidd umræða enda sýnir stjórnarandstaðan mikið ábyrðgarleysi í málflutningi og sérstaklega Sigmundur Davíð.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.6.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 818194

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband