Steingrímur að koma böndum á kverúlantana ?

"Viðbrögð flokksmanna við ummælum Atla voru dræm. „Ég veit ekki hvert Atli er að fara með þessu. Það gæti verið að þetta væri einhver einleikur hjá honum,“ sagði flokksmaður. Stefna landsfundar væri alveg skýr. „Atli er að mistúlka stefnu flokksins,“ sagði annar. „Ég get ekki ímyndað mér að menn láti brjóta á þessu máli, það væru nú meiri ósköpin,“ sagði maður úr hópi þingframbjóðenda VG."

Mér sýnist að Atli hafi hlaupið á sig og sé ekki þökkuð þau ummæli sem hann lét falla.  Mér sýnist að formaður flokksins og varaformaður hafi komið böndum á sólóistana í flokknum.... í það minnsta um sinn.

VG hafði það orð á sér að vera ekki stjórntækir og ekki treystandi vegna þess að einstakir þingmenn færu eigin leiðir og stefna flokksins því jafn fjölbreytileg og þingmennirnir væru margir..

Steingrímur er líklega að vinna í því að tryggja að flokkar á þingi hrökklist ekki frá stjórnarþátttöku með VG vegna þess að þeim sé ekki treystandi. Sjáum hvað setur.


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki besti kosturinn fyrir Samfylkinguna að mynda stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni? Sennilega yrði minna um öfgar í ýmsum málum hjá þeirri stjórn?

Ólafur M. (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:21

2 identicon

Ég held að Jóhanna verði að treysta á Borgarahreyfingun eða Framsókn ef að hún ætlar að starfa með VG í ríkisstjórn. Meirhlutastjórn VG og Samfylkingar er ekki enn formlega mynduð og nú þegar logar allt í illdeilum. Mér sýnist vera komnar einhverjar dauðateygjur í þetta.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Atli er búin að stúta þessu hann fetar í fótspor Kolbrúnar

Finnur Bárðarson, 28.4.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

VG hefur tækifæri núna til að hrekja það orð sem fer af þeim.. Steingrímur veit það og ætlar ekki að klúðra þessu tækifæri.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.4.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Æ fleiri viðmælendur mínir sem hingað til hafa ekki stutt Samfó segja beint út, nú sést að þjóðin treystir á Jóhönnu og Samfylkinguna.  Okkar lýðræðisskipulag krefst þess að menn finni málamiðlanir og komi til móts við hvern annan. Öðru vísi er þetta bara ekki hægt. 

Jón Halldór Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 13:25

6 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæl öll

Valkvíði, forsjárhyggja, þöngulhugsun og að lokum algjör skortur á samningatækni, það er aðall VG- inga.

Ingimundur Bergmann, 29.4.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818148

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband