Erfiðir dagar hjá Frjálslyndum.

Það er örugglega lítið skemmtilegt að vera formaður í Frjálslyndaflokknum. Þar berjast menn innbyrðis blóðugri valdabaráttu og óvinafagnaður í hverju horni. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum flýr hið sökkvandi skip og flestir telja það einsýnt að flokkurinn sé allur.

Frjálslyndiflokkurinn var aldrei nema einsmálsflokkur. Sjávarútvegsmál og kvótinn voru límið. Ógæfa flokksins var að brotthlaupsmönnum og kverúlöntum úr öðrum flokkum þótti vænlegt til árangurs að munstra sig á Frjálslynduskútuna hjá Guðjóni.

En kverúlantarnir héldu áfram að vera einsýnir og erfiðir þó svo þeir væru komnir í nýjan flokk og hann grotnaði því niður innanfrá. Þetta er eiginlega sorgarsaga því þarna voru menn í upphafi sem trúðu virkilega að þeir gætu náð árangri í sínum hjartans málum.

Nú stökk varaformaðurinn frá borði eftir fáeina daga og fann sér eitthvað til. Nú er tækifæri fyrir Magnús að mæta og ná embætti því fáir vilja orðið taka að sér verkefni á þessum bænum.

Frjálslyndiflokkurinn var nánast horfinn í síðustu Gallupkönnun og ég tel það einsýnt að þannig fari það í kosningunum í apríl.


mbl.is Ásgerður hættir í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Séra Karl V. Matthíasson hefur greinilega ekki reynst þeim búhnykkur- til friðar

Sævar Helgason, 23.3.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Það er nóg af góðu fólki sem er tilbúið að taka að sér verkefni á þessum bæ Jón. Hins vegar segir það meira um persónu-og skapgerð fyrrverandi varaformanns að gefast bara upp eftir viku. Það er ekki sterkur pólitíkus, enda hefur hún sennilega verið farin að sakna vinar síns Jóns. Hvað hún var þá að aulast í varaformannskjör, hef ég ekki aðra hugmynd en þá að það hafi hreinlega gert með þetta í huga. Til að koma enn einu óorðinu á flokkinn. 

Ég get heldur ekki séð hvernig þetta kemur Kalla Matt nokkurn skapaðan hlut við. 

Eiríkur Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: Ólafía Herborg Jóhannsdóttir

Við gefumst ekki upp þá að móti blási  eins og sannir sjómenn.Ég er ekki reynd í neinu flokka starfi en tók í fyrsta sinn þátt í Landsþingi Frjálslyndra á Stykkishólmi f.rúmri viku ásamt fl. sem komu að austan. Þar var Ásgerður Jóna kjörin varaformaður flokksins með einhverjum meirihluta sem var að mínu áliti mest tilkominn af því að stuttu fyrir kjörið komu inn á þingið hópur vina hennar sem annars sátu ekki þingið. Þeim virðist hafa verið leiðbeint um hvað þeir ættu að kjósa t.d. í miðstjórn því að einn sem sat við sama borð var vitni að því að Á.J.F. lét ganga lista sem hún var búin að fylla út og hennar lið átti svo að hafa að leiðarljósi. Flestir þeir sem við Austfirðingarnir spjölluðu við mæltu með Kolbrúnu Stefánsdóttur sem varaformanni en hún fékk ekki nógu mörg atkvæði  e.t.v vegna óheiðarlegra vinnubragðra Á.J.F.

Ég er eins og ég sagði í byrjun ekki með reynslu í pólitík og veit því ekki hvort svona vinnubrögð er algeng en mér líkar þau ekki. Hef aldrei kunnað að meta það að fólk komi sér áfram á kostnað annara, vil frekar að það sé gert samkvæmt eginn verðleikum. Af hverju Á.J.F. taldi sig þurfa að tryggja fjölda atkvæða með smölun verður hún ein að tjá sig um, ef hún hefur unnið með hag flokksins að leiðarljósi þann tíma sem hún hefur verið í flokknum átti hún ekki að þurfa að beita neinni smölun. Kolbrún Stefánsdóttir þurfti þess ekki, hún virðist vera með hreina samvisku og styð ég hana því til að taka við sem varaformaður. Hún hefur framkomu sem er til fyrirmyndar og hann ég vel að meta svoleiðis framkomu.

E.t.v er nú lokið hreinsun úr flokknum og hann getur hafið starf samkvæmt sinni stefnuskrá sem er til fyrirmyndar. En annað er það sem ég er hissa á og það er hversu fjölmiðlar eru fljótir til að birta neikvæðar fréttir í garðs flokksins en birta síður jákvæðar fréttir. Vil ég t.d. benda á að í framboði fyrir norðausturkjördæmi er úrvals lið með Ástu Hafberg, unga kjarnakonu í 1. sæti. Með hana fremmsta í flokki er flokkurinn með konu sem þekkir til allra þeirra hluta sem nauðsynlegt er fyrir hinn almenna kjósanda. Þegar hún verður komin inn á þing mun hún vinna heiðarlega með hagsmuni kjósanda að leiðarljósi en ekki með þá hugsun að koma sér sjálfri áfram.

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir, 23.3.2009 kl. 13:48

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ólafía... ég reikna varla með að Frjálslyndi flokkurinn nái fótfestu í NA kjördæmi. Flokkar af þessari gerð...þ.e. flokkur utan fjórflokksins svokallaða hafa haft erindi sem erfiði hér eins og í NV kjördæmi.

Eiríkur... mér sýnist að vandi hafi skapast með að einhenda prestinum í sæti í Reykjavík með tilheyrandi fýlu hjá leiðtoga ungra Frjálslynda sem ætlaði sér það sæti.... andinn sem skín úr blogginu hjá þér er svolítið það viðhorf sem við leikmenn sjáum í viðhorfi Frjálslyndra hver til annars.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.3.2009 kl. 15:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nóg framboð af fólki sem vill afskrifa Frjálslynda flokkinn, það hefur alltaf gerst fyrir kosningar.  Og afstaða fólks utan hans sýnir í reynd hverslags ferkantar fólk er.  Það vill bara vera á sínum bás og ekkert annað.  Það er ótrúlegt nú á þessum umbrotatímum að fólk skuli ekki hugsa út fyrir rammann.  En við eigum fast fylgi og duglegt fólk sem vinnur vel.  Það mun reynast okkur drjúgt nú eins og endranær.  Og það er alveg óþarfi að vera með svona bölsýni á það góða og frambærilega fólk sem er í framboði í NA kjördæminu.  Það er alveg komin tími á að menn fari að skoða málefnin frekar en fólkið.  Og þá er sýnt að Frjálslyndi flokkurinn á fullt erindi inn á Alþingi Íslendinga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 16:22

6 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Nú skil ég bara ekki alveg, hvaða viðhorf er það sem skín úr blogginu hjá mér? Ég get ekki séð að ég hafi verið með eitthvað skrýtið viðhorf til nokkurs manns í mínum færslum þar

Eiríkur Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband