Frjálshyggjukynslóðin að taka við ?

Bjarni Benediktsson, Sigurður Kári, Birgir Ármannsson. Tryggvi í NA, Illugi og fleiri. Þetta eru að verða mennirnir með reynslu í tilvonandi þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín sett niður og gengi landsbyggðar, gamaldagsstjórnmálamannanna var heldur klént... Arnbjörg sett niður, Kartani og Björgu kastað á Suðurlandi.

Þeir sem eru að taka við kyndlinum í Sjálfstæðisflokknum eru fulltrúar ættarveldisins, Bjarni Benediktsson og uppalningar Hannesar Hólmsteins í frjálshyggjufræðum.

Við erum að sjá ákveðnari hægri flokk í smíðum en sá gamli var undir stjórn Geirs Haarde.

Merkileg niðurstaða eftir hrunið mikla sem skrifa má að verulegu leiti á óhefta frjálshyggju og fyrirgreiðslu fyrir peningaöflin. Gott að kjósendur hafið það í huga þegar valdir verða fulltrúar á Alþingi.

Viljum við að sérfræðingar í frjálshyggjufræðum verði við stjórn Íslands næstu árin ?? Í það minnsta þurfa kjósendur að hugsa sinn gang með þessar staðreyndir í huga.


mbl.is Nýir leiðtogar stíga fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeir sem fylgdust með Bjarna Ben. í Silfrinu þurfa ekki frekari vitna við um það hvaða flokk hann ætlar að skapa. Mér finnst Sjálfstæðisflokknum henta vel að fá nýjan Engeying með frosinn luntasvip á fésinu til að leiða þennan klúbb einkavina, græðgi og spillingar eins og hún verður mest á heimsvísu.

Nú fáum við að sjá hann í fullri líkamsstærð á flettiskiltum fram að kosningum eins og Bjössa frænda forðum fyrir borgarstjórnarkosningarnar.

Hann mun leiða þjóðina til frelsis og tryggja efnahagslegan stöðugleika.

Árni Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 12:49

2 identicon

Úff Árni!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 818231

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband