Hvernig ?

Ég held að félagar mínir í Samfylkingunni séu komnir út í móa núna. Við búum við þingbundið lýðræði og grundvöllur þess er bundinn í stjórnarskrá.

Að undirskrifalistar eigi að hafa vægi þar sem grunnstoðir þess lýðræðs sem viðgengst á vesturlöndum er látnar lönd og leið þá veit ég ekki hvert menn eru komnir. Næst væri ef til vill að niðurstöður í Capacent Gallup könnunum ætti að geta ráðið líka.

Stjórnvöld... ríkisstjórn, alþingismenn og sveitarstjórnir þurfa oft að takast á við erfið og umdeild mál. Ef einfaldur meirihluti á undirskriftarlistum á að geta hrakið þessa hornsteina lýðræðis af leið og hiti augnabliksins eða hentistefna gæti trekk í trekk valdið kosningum er eitthvað orðið bogið við stjórnskipan okkar.

Sjáum fyrir okkur tiltölulega fámenn sveitarfélög. Þar er auðvelt að safna undirskriftum gegn sitjandi sveitarstjórn ef hún er að glíma við mál sem ekki eru til vinsælda fallin. Hvar værum við stödd á fjögura ára fresti þegar kannski væri búið að kjósa fjórum - fimm sinnum á kjörtímabilinu.

Ég held að félagar mínir ættu að ígrunda þetta betur .....


mbl.is Meirihluti geti krafist kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta virkar eins og innantómt plat til að kaupa frið.

Í Danmörku getur 1/3 þingmanna farið fram á þjóðaratkvæði. Frá Sviss voru nýlega fréttir um "bænaskjal" með kröfu um þjóðaratkvæði. Ég man ekki fjöldann en það samsvaraði því að um 5.000 Íslendingar gætur krafist þjóðaratkvæðis. Að safna undirskriftum helmings kjósenda er út í bláinn.

En undirskriftir til að krefjast þingrofs og kosninga er annað dæmi. Öflugur réttur til þjóðaratkvæðis er sterkt vopn fyrir stjórnarandstöðu, sem veitir virkt aðhald. Held að við ættum að líta til Dana í þeim efnum, þá þarf ekki að veita kjósendum þingrofsrétt með þessum hætti. Hugmyndin Helga og félaga er út í hött.

Haraldur Hansson, 21.1.2009 kl. 09:42

2 identicon

Sammála Haraldi, við eigum ekki að hræðast lýðræði heldur verja það

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við búum við flokksræði en ekki lýðræði Jón og sem betur fer hafa flestir samfylkingamenn fattað það undanfarið... þú ert velkominn í þann hóp þegar þú skilur þetta líka.

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 12:10

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Æ fleiri samfylkingarmenn og konur snúa baki við þessari ríkisstjórn.

Ef forysta Samfylkingarinnar hlustar á raddir sinna almennu félaga sér hún að hún er á rangri braut. Samfylkingin bíður ekki eftir ákvörðunum flokksþings annarra flokka. Hún vill að jafnaðarmenn hafni spillingu, en verji hana ekki. 

Jón Halldór Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 818123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband