Nýr Guðni endurfæddur ?

Ég eiginlega hrökk við þegar ég hlustaði á Kastljós. Félagi minn Stebbi FR hélt vart vatni yfir framistöðu Sigmundar í Kastljósinu. Ég heyrði það ekki í fyrri lotu þannig að ég settist niður og hafði væntingar til hins nýja formanns eftir sérstök hólskrif Stebba stjórnmálagreinis.

En annað hvort var hann að horfa á annað Kastljós en ég eða hann hefur hreinlega slökkt á heyrartækjunum sínum.

Málflutningur Sigmundar var svona " í kringum heitan graut" umræða. Engri spurningu svarað með beinu svari heldur þvælt í kringum þau fram og til baka. Svona jájá neinei umræða eins og Framsókn er þekkt fyrir.

Og svo kórónar hann með að gera lítið úr aðalfrétt nýlokins þings flokksins þar sem Evrópumálin voru í kastljósi.... nú voru þau orðin svona aukaatriði sem mættu bíða því annað væri mikilvægara. Formaðurinn ætlar því lítið mark að taka á þeim samþykktum öllum. Nýr einvaldur er fæddur.

Svo setti að mér lítilsháttar hroll.... svei mér þá ef nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins minnti mig ekki dálítið á Guðna Ágústsson sem var sérfræðingur í að drepa málum á dreif og svara fáu sem engu.... átti flokkurinn ekki annað skilið en nýja Guðna Ágústsson eftir allt endurreisnarhjalið.


mbl.is Svipmynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Égf hjó eftir einu í einhverju viðtalinu við hinn borubratta formann. Hann vill tvö álver strax.  Mér varð hugsað til Guðmundar Steingrímssonar þegar ég heyrði það. Annars verðum við að gefa drengnum séns.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband