Hélt að Framsókn ætlaði að gera upp fortíðina.

Ég hef greinilega verið barnalegur í hugsun. Ég hélt að Framsóknarflokkurinn ætlaði að nota tækifærið og skera á fortíð sína sem er syndum hlaðin. Eftir 12 ára stjórnasetu með Sjálfstæðisflokknum þar sem einkavæðingarbullið fór úr öllum böndum, skuldir þjóðarinnar í gegnum einkavædda bankanna fór í himinhæðir og einkavinavæðingin var augljós. Vildavinir Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins fengu eigur þjóðarinnar gefnar.

En óttalega var ég kjánalegur. Valgerður formaður afneitaði allri sök flokksins á ástandinu og sagði að þau væru núverandi stjórnvöldum einum að kenna. Ef þetta er að gera upp fortíðina að leggjast í afneitun. Þetta er eins og alkinn eða eiturlyfjaneytandin sem neita að ástand þeirra og umhverfi sé þeim að kenna... það eru bara einhverjir aðrir.

Og nú kóróna Framsóknarmenn vitleysuna með að hengja medalíur á þá sem stærsta og mesta ábyrgð bera á atburðarás áranna frá 95-06. Eru menn búnir að gleyma að Valgerður var bankamálaráðherrann sem færði Finni Ingólfssyni Búnaðarbankann að gjöf ? Sennilega... þetta er sama syndrómið og Guðni var illa haldinn af fram að því að fortíðin rak hann á dyr.

Það sem mér finnst áhugavert að fygljast með er, að Framsóknarflokkurinn er alls ekki að gera upp fortíð sína. Hann er í afneitun og líklega munu þeir kjósa sér formann sem er innmúraður í þetta tímabil sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar og með honum mun líklega fylgja fyrrum ráðherra í stjórn Halldórs Ásgrímssonar..... þannig að út úr þessu flokksþingi kemur ekki "Nýja Framsókn" heldur bara sú gamla sem allir þekkja og vita hvernig er.


mbl.is Valgerður fær jafnréttisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki var það fulltrúi flokkseigendafélagsins sem kosinn var. Þess í stað er þar kominn maður sem talið er að Finnur Ingólfsson og fleiri fjárplógsmenn hafa valið til að fara fram til að tryggja hagsmuni sína innan stjórnmálanna..... Sigmundur er ættarlaukur úr þeim geira flokksins.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.1.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Um að gera að skíta manninn manninn út strax. Það er ekki seinna vænna. Skiptir engu þó hann og Finnur þekkist varla. Maður setur svoleiðis smámuni ekki fyrir sig.

Víðir Benediktsson, 18.1.2009 kl. 17:13

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er að koma upp mjög athyglisverð staða hér á fróni. Framsóknarflokkurinn búinn, sf búinn að hóta Sjálfstæðisflokknum að ef hann taki ekki upp stefnu sf þá ætlar hann að labba út - ekki viljum við vg í stjórn - ff er gjörsamlega í tætlum -

Óðinn Þórisson, 18.1.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Ingimar Eydal

Jón Ingi, ég sá þig ekki á flokksþinginu... þú veist samt meira um hvað þar fór fram heldur en við sem vorum þar...??

Valgerður fékk jafnréttisverðlaun fyrir störf sín sem utanríkisráðherra.  Fróðlegt að bera störf hennar saman við störf núverandi utanríkisráðherra, t.d. varðandi jafnréttismál, friðargæslumál (segja eitt og gera annað) og einkavinavæðingu í utanríkisþjónustunni.

Annars ekki óeðlilegt að Samfylkinginn sé í bullandi vörn... að verja fullkomlega glatað ríkisstjórnarsamstarf og þá er best að hnýta í eina flokkinn sem er byrjaður að hreinsa til og byrja upp á nýtt.

Ingimar Eydal, 21.1.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband