Er þetta það sem Hörður Torfason boðaði ?

Að ráðast gegn þinginu með dónaskap er hámark lágkúrunnar. Svona uppákomur koma óorði á heiðvirða mótmælendur sem koma skilaboðum sínum á framfæri með skilvirkum og kurteislegum hætti.

Hörður Torfason boðaði nýjar áherslur í mótmælum á laugardaginn. Ég spyr eins og þorri íslendinga gerir nú. Er þetta það sem verið var að boða ?


mbl.is Ólæti á þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Er ekki rétt að Samfylkingin íhugi í leiðinni hvort að  ástandið í þjóðfélaginu sé það sem flokkurinn bauð upp á fyrir síðustu kosningar?

Sigurjón Þórðarson, 8.12.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Nákvæmlega Sigurjón - hverju býst þessi flokkur við? Að fólkið sem er búið að tapa öllu útaf aðgerðarleysi og tepruskapar Samfylkingarinnar sitji heima og prjóni sokka? - Hélt að það væri bara formaðurinn og ráðherraliðið sem væri blindað af valdafíkn en svo virðist sem hinn almenni Samfylkingarmaður sé jafn langt frá raunveruleikanum og þau!

Þór Jóhannesson, 8.12.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Vissulega er ekki rétt að vera með skrílslæti - ég er sko langt í frá fylgjandi slagsmálum og dólgsháttum - er nokkuð ósanngjarnt fyrir margan manninn að vilja fá svör þó svo að við getum mest sjálfum okkur um kennt ? það blæs því miður ekki byrlega hjá mörgum -

Jón Snæbjörnsson, 8.12.2008 kl. 16:14

4 identicon

Ég veit ekki til þess að Hörður Torfason hafi komið nálægt þessari aðgerð. Annars ræður Hörður Torfason því ekkert hvar er mótmælt og með hvaða aðferðum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:21

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta fólk hefur ekkert með Hörð að gera, þykist vita það.

Ég ber mun meiri virðingu fyrir þessu fólki sem þorir að segja eitthvað og þorir að berjast fyrir landinu okkar heldur en einhverjum kratadruslum sem vilja bara láta Brussels stjórna sér.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.12.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: Rannveig H

Það ber nýtt við hjá þér núna "heiðvirðra mótmælanda" þú sem alltaf hefur talað niður til mótmælanda

Rannveig H, 8.12.2008 kl. 16:36

7 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Ráðamenn eru núna búnir að sefja meirihluta af almenningi með þessari krónu blekkingu!  Allir sérfræðingar segja að með þessum gjaldeyrishöftum hafi krónan bara haft eina leið: upp. Svo þessi 25% styrking á 3 dögum er blekking og maður spyr sig hvort langtímahagsmunum þjóðarinnar sé verið að fórna fyrir stjórnmálalegan stundarfrið yfir jólin?  Allavega ánægður að unga fólkið sér í gegnum þessa blekkingu...

Róbert Viðar Bjarnason, 8.12.2008 kl. 16:39

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er ótrúleg færsla. Það hefur enginn verið duglegri en einmitt Hörður Torfason að hvetja til friðsamra mótmæla. Hann hefur margsinnis fordæmt ofbeldi. En færslan á svo sem ekki að koma á óvart. Samfylkingin er að verða mesti Smjörklípuflokkur allra tíma. En við sem erum "ekki þjóðin" sjáum í gegnum svona barnaskap.

Víðir Benediktsson, 8.12.2008 kl. 16:51

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jón, fórstu öfugum megin framúr í morgunn ?

Óskar Þorkelsson, 8.12.2008 kl. 16:57

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta var nú bara spurning.....  

Jón Ingi Cæsarsson, 8.12.2008 kl. 16:59

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Spurning engu að síður

Jón Ingi Cæsarsson, 8.12.2008 kl. 17:02

12 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvet samfylkingarfólk að halda áfram að reyna að ata Hörð Torfason og aðra sem stigið hafa fram í nafni réttlætis. Ekkert þjappar fólkinu betur saman!

Þór Jóhannesson, 8.12.2008 kl. 17:08

13 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Jón Ingi krati og Jón Valur íhald. Hver er munurinn?

Björgvin R. Leifsson, 8.12.2008 kl. 17:34

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vá! Held það hafi verið Birgitta sem bloggaði um að ef til ofbeldis kæmi (sem gerðist ekki í dag), myndi aðstandendum friðsömu mótmælanna verða kennt um. Ég bjóst við að hún hefði rétt fyrir sér, en datt ekki í hug að það myndi gerast svona hratt.

Villi Asgeirsson, 8.12.2008 kl. 18:10

15 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Villi, það er ekki vegna þess að uppreisnarseggirnir eru svona vondir, það er vegna þess að úrtöluliðið er svo f'ckn fyrirsjáanlegt.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.12.2008 kl. 18:18

16 identicon

Ekki einasta er friðsömum mótmælendum kennt um ofbeldi af hálfu annarra, heldur er þeim líka kennt um ofbeldi sem aldrei átti sér stað.

Fávitar!

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:46

17 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ofbeldið sem ríkis(ó)stjórnin beitir fólki þessa lands fær a.m.k. ekki mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Eins og þvinga fólk til þess að gangast við ICESAVE reikningum Bjögganna! Það er kúgun og versta tegund andlegs ofbeldis sem hægt er að hugsa sér!

Þór Jóhannesson, 8.12.2008 kl. 18:54

18 identicon

Jahérna hér, það ólgar hér allt af málefnalegri umræðu sé ég.  Bara örlítil saklaus spurning, hverjir eru fávitar?.

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:36

19 identicon

Fávitarnir sem ég vísa til eru þeir sem ásaka Hörð Torfason og aðra skipuleggjendur útifunda um að standa fyrir ofbeldi. Það er sérlega fáviskulegt í ljósi þess að ekkert ofbeldi hefur átt sér stað af hálfu mótmælenda. Ég hefði reyndar frekar átt að segja þetta á einhverjum öðrum umræðuþræði þar sem þetta viðhorf er meira áberandi, það var flausturlegt af mér að tala um þetta akkúrat hér.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:43

20 Smámynd: Bara Steini

Hörður hafði ekkert með malið að gera

Bara Steini, 9.12.2008 kl. 04:22

21 identicon

Takk fyrir að svara mér Eva. 

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:17

22 identicon

Nei.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:36

23 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Tja, það var talsvert um andlegt ofbeldi og niðurlægingu að hálfu yfirmanna þeirra að venjulegir lögreglumenn séu settir í þessar aðstæður, en ef um SérSveitarmenn er um að ræða, þá voru þeir að fá ofurlaunahækkun að mér skilst svo ef svo er mega þeir gjarnan taka við slíku...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.12.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband