Virkjum það jákvæða afl sem býr með þjóðinni.

Merkileg umræða hjá hópum sem eru að mótmæla. Skeytum er beint í allar áttir og margir eru gangrýndir og kallað á afsagnir í allar áttir. Mótmæli eru tæki lýðræðisins en þau eru vandmeðfarin og hætt við að illa fari hafi menn ekki stjórn á atbuðarrás. Tjónið getur auðveldlega orðið meira en ávinningurinn.
Stundum finnst mér umræðan og kröfður þeirra róttækustu minna á anarkisma því helst er kallað á að allt stjórnkerfið og hið lýðræðislega kjörna hverfi á braut. Einnig beinast kröfur þessar að lýðræðislega kjörnum fulltrúum fólksins í verkalýðshreyfingu og lífeyrissjóðun.
Þá er lögreglan rökkuð niður og lögreglumenn leggja líf sitt og limi í hættu aftur og aftur þegar þeir þurfa að standa í átökum við fólk sem telur lögreglumenn óvini sína og andstæðinga.
Þeir sem helst er kallað á að eigi að víkja og axla ábyrgð eru.
  • Ríkisstjórn
  • Alþingismenn
  • Bankastjórn Seðlabanka
  • Bankastjórar Seðlabanka
  • Bankastjóra nýju bankanna.
  • Stjórnarmenn nýju bankanna.
  • Stjórnarmenn lífeyrissjóða.
  • Ráðuneytismenn.
  • Fjármálaeftirlit
  • Verkalýðsforingjar
  • Atvinnurekendur að hluta.
  • Eigendur stórfyrirtækja.
  • Stórnendur fjármögnunarfyrirtækja.
  • Útgerðarmenn.
  • og ýmsir fleiri.
Öll þessi umræða sem verið hefur á útifundum og samkomum er í reynd svolítið merkileg. Hún gengur fyrst og fremst út að að finna sökudólga og refsa þeim. Þessir meintu sökudólgar hafa að vísu ekki fengið neina dóma eða hafa orðið opinberir að neinu handföstu enn sem komið er en við rannsókn ætti eitthvað af því að skýrast.
Ef einhverjum verður á að gagnrýna gagnrýnendur og stjórnendur útifunda er sá hinn sami tekinn í nefið. Ég held að gagnrýni eigi að vera, og hún má alveg vera gagnkvæm og ég get ekki séð að þeir sem stjórna útfundum og leggja þá upp eigi að vera hafnir yfir gagnrýni frekar en þeir sem gangrýndir eru á þeim fundum.
Það sem mér þykir leitt í þessari umræðu að engar tillögur eða heildstæð stefna hefur verið borin á borð og gangrýnin á fortíðina hefur ráðið för. Eimitt núna er mikilvægt að horfa fram á veginn og virkja jákvætt afl samtakamáttsins. Það skilar engu að halda fund eftir fund og segja það sama. Það væri landi og þjóð til góðs að við næðum að virkja það jákvæða í fólki því við ætlum að halda áfram að lifa og ná okkur upp úr þeim öldudal sem við erum í þessa dagana.  Margt bendir til að botininum sé náð og við séum að ná viðspyrnu uppávið á ný.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi.

Mótmæli eiga aðeins eftir að aukast. Meiri harka á eftir að hlaupa í þau. Það eru eðlileg viðbröggð þeirra sem telja að á sig sé ekki hlustað.

Sú atburðarás sem hefur verið í gangi í þjóðfélaginu að undanförnu á sér ekki hliðstæðu. Margir atburðir fyrirséðir og ófyrirséðið hafa gengið yfir þjóðina og þjóðarbúið. Mjög margir hafa orðið fyrir barðinu á þessum hamförum, margir að ósekju aðrir meira meðvitaðir.  Ef heldur fram sem horfir þá mun engin axla pólitíska eða samfélagslega ábyrgð á málum. Í öllum siðuðum þjóðfélögum hefðu menn tekið pokann sinn og horfið til annara verka, ekki gefið sér tækifæri til að reyna að bjarga málum. Þetta er það sem þjóðin er að mótmæla. Meðan annar hvor hópurinn, mótmælendur eða yfirvöld og stjórnendur lætur ekki af sinni stefnu, yfirmenn og stjórnendur segi af sér eða mótmælendur hætta að mótmæla mun aðeins sjóða uppúr. Þegar réttlætiskenndinni er ekki fullnægt með friði þá grípa menn til ofbeldis eð gefast upp. Það er reynslan allstaðar.

Spurning hvernig mál þróast?

Hallur (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Við höfum úthald í svolítinn tíma og svo dettur þetta upp fyrir....það væri í það minnsta nýtt ef þetta entist út árið eða fyrstu tvo mánuði næsta

Jón Ingi Cæsarsson, 10.12.2008 kl. 16:13

3 identicon

Sæll Jón Ingi.
Nú er rétt að bærinn og hverfisnefndir fari að hyggja að svæðum til kálræktar í hverfum bæjarins. Hugmyndin um nytjagarða er ljómandi og það eru örugglega blettir á milli lóða sem mætti nota til að fóstra salat og grænkál bæjarbúa jafnt ungra sem gamalla. Eitthvað jákvætt til að skipuleggja. Ég er ekki að tala um kartöflurækt og ég á við eitthvað í göngufæri frá heimilinu.
Með kveðjum, Guðríður Gyða kálæta á Eyrinni.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrir frábært blogg Jón.

Ég tel að umræðan þarna "fyrir sunnan" hafi verið á afar lágu plani.  Leitum sökudólga, tölum um hvað allt sé ómögulegt og upphrópanir hafa verið kjarninn í þessu. Það liggur við að eggin sem unglingarnir grýttu hafi verið málefnalegri en sumir ræðumenn á Austurvelli. Einstaka menn hafa reynt að bein umræðunni í málefnalegan farveg, og vonandi liggur leiðin upp á við.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband