VG.. féllu á prófinu. Engin ráð aðeins afturhaldssósialismi.

VG ætlar ekki að ljá máls að styðja aðild að ESB.

VG ætlar að halda í krónuna.

VG ætlar að halda bönkunum í ríkiseigu.

VG vill óbreytta stöðu Íslands í Alþjóðasamfélaginu.

Þetta eru eiginlega vonbrigði. Ég einhvernvegin trúði því að VG nýtti sér tækifærið og endurskoðuðu sýn sína á íslenskt þjóðfélag til framtíðar. En þeir féllu á prófinu. Formaðurinn sagði nákvæmlega ekkert nýtt og VG vill enn standa fyrir lokuðu landi utan samtaka þjóðanna.

Meðan flestir flokkar á Íslandi vinna að endurnýjun stefnu sinnar og sýnar á framtíðina hefur VG ákveðið að halda sig á sömu nótum og verið hefur frá því flokkurinn var stofnaður. Hann er líklega það eina sem ekki þarf að endurnýja sig og stefnu sína í takt við breyttar þjóðfélagaðstæður.

VG verður líklega þessu marki brenndir meðan Steingrímur er formaður. Það er borin von að sá góði maður gangi í endurnýjan lífdaga í pólitískum skilningi. Ég hef trú á að þegar honum verður komið frá verði VG annar og nútímalegri flokkur.


mbl.is Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG vill að þjóðin fá að kjósa um aðil að ESB eftir umræður og skoðun um kosti og galla,það er meira en þinn flokkur hefur lagt til,heldur að heiminu verðri bjargað með ingöngu án skoðunar,held að samfylkingin eigi að fara að hlusta á raddir fólksins áður en þeir verða búnir að missa allt sitt fylgi.

Hafþór (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Sammála þér Hafþór. Ekki furða að Jón Ingi sé sár yfir því að VG er að ná frumkvæði í ESB-málinu.

Það væri fróðlegt að kynnast misjöfnum kjörum aðildaþjóða ESB. Hvers vegna er 15% atvinnuleysi á Spáni? Hvers vegna fá Eystrasaltsríkin og feiri Austur Evrópuríki ekki að taka upp Evru? Hvernig líður Grikkjum? Hve langan tíma tekur það okkur að uppfylla skilyrði fyrir upptöku Evru?

Hvað gerði Samfylkingin í þá 16 mánuði sem hún var við völd fyrir bankahrun? Ingibjörg var á fullu að koma okkur inn í Öryggisráðið, hvernig fór það? Hvar var Björgvin, heyrir FME ekki undir hann? Já og hvar voru hinir 4 ráðherrarnir?

Hvað varð um þeirra fyrstu kröfu eftir bankahrun, að víkja Davíð úr Seðlabankanum? Situr ekki kóngurinn enn á sínum stól og gerir grín að ríkisstjórninni?

Hvers vegna er ekki byrjað að rannsaka bankahrunið? Hvers vegna sitja allir á sínum stólum eins og ekkert hafi í skorist? Bara Bjarni Harðar og Guðni hafa sagt af sér út af allt öðrum málum.

Samfylkingin má heldur betur fara að líta í eigin barm og gera betur.

Til viðbótar, hefðu bankarnir ekki verið betur settir í ríkiseigu?

Ég hugsa að meiri hluti VG vilji segja okkur úr NATÓ.

Valgeir Bjarnason, 7.12.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Heppilegt fyrir þig Jón minn að vera vanur að þvælast um óbyggðirnar því með óbreyttu ástandi verður það síðasta vígi okkar.

Gættu þess svo að lesa alls ekki þessa stefnuskrá, þú gærtir þá skipt um stjórnmálaskoðun.

Þórbergur Torfason, 7.12.2008 kl. 22:55

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

VG hefur ekki sagst ætla að halda í krónuna heldur er stefnan að láta greina hvaða möguleika við höfum og velja það sem er í boði og henntar okkar hagsmunum. Evra er væntanlega ekki í boði næstu áratugina svo ekki get ég séð að það sé möguleiki en bæði norsk króna og bandarískur dollar gætu verið möguleikar sem væru vel þess virði að skoða. Annars er ég á því að við eigum að vera með raunvirðisgjaldmiðil sem t.d. væri beintengdur við verðmæti ss. ál og/eða þorsks.

Héðinn Björnsson, 8.12.2008 kl. 01:12

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Frumkvæði í ESB málum... áttu annan betri ?  Steingrímur sagði ekkert nýtt... um það fjallar þetta blogg.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.12.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818077

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband