Afar líkleg greining. Höldum fram veginn.

Það sem Gylfi er að segja er sennilega hárrétt. Þarna dregur hann saman orsök og afleiðingu í stuttan texta á mannamáli sem allir skilja.

Hvað varðar aðdragandan er ekkert þar sem kemur á óvart þó svo sumir hér á landi hafi verið í alvarlegri afneitun hvað það varðar. Efnhagsstefnan sem rekin var hér frá því fyrir aldamótin bar dauðann í sér en öll þjóðin var í afneitun og trúði að við værum kraftaverkafólk. Þeir fáu sem trúðu því ekki að hægt væri að reka hér milljarða hallbúskap á mánuði voru úthrópaðir sem úrtölumenn og vitleysingar... og þjóðin hélt áfram á neyslufylleríinu á kostnað annarra.

En nú er bólan sprungin og verður væntanlega sérkafli í menntun hagfræðinga í heiminum næstu áratugina.

Nú höldum við fram veginn.... göngum í ESB og tökum upp evru. Gylfi segir að við eigum um tvo kosti að velja og mér sýnist annar þeirra vera stefna Vinstri grænna... afturhvarf til hafta eða stefnu Samfylkingarinnar... fram veginn í samfélagi þjóðanna.

ER þetta nokkur spurning ??? það finnst mér ekki...


mbl.is Höft eða Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Samfélagi þjóðana, ha, ha, ha.  Ísland er ekki þjóð í augunum á Brussel.  300.000 manns er bara úthverfi í svefnbæ við hliðina á Brussel.  Hafðu þetta í huga áður en þú byrjar að slefa um öll þau stórkostlegu völd sem bíða Samfylkingarinnar hinum megin við gullna hliðið í Brussel.

Björn Heiðdal, 30.11.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Minnimáttarkennd og torfkofaviðhorf.. ekkert við því að segja... þetta viðhorf er að hverfa en gott  að vita af einum og einum sem eru trúir fortíðinni

Jón Ingi Cæsarsson, 30.11.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818152

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband