16.11.2008 | 12:09
Merkileg afstaða og þó ekki.
Siv er ekki á leið í framboð til formanns. Mér þóttu það líka sérkennilegar fréttir að hún ætlaði í það, því þeir sem sækja að forustunni eru ekki hluti af valdahópnum eða forusturfólkinu. Það virðist mikilu heldur vera grasrótarhópur sem hæst hefur haft um þessa leið.
Annars er ég svolítið hissa á forustu flokksins. Þeir ná ekki að tengja fylgisleysi flokksins við fortíðarvanda sem tengist þessum ráðamönnum. Guðni, Valgerður, Siv og fleiri voru hluti að þeirri forustu sem setti flokkinn í þessar ógöngur á síðustu árum. Þetta er fókið sem ber ábyrgð á fjármála og efnahagsstefnunni árin 1995 - 2007 þegar bankarnir voru gefnir og nýfrjálshyggjunni gefin laus taumur. Þetta er sama fólkið og ber ábyrgð á að Íslands studdi innrásina í Írak, og þetta er fólkið sem opnaði á hinn tryllta dans á húsnæðismarkaði með að leggja grunn að 80 - 100% lánastefnunni á fasteingamarkaði.
En Siv ætlar að styðja Guðna sem er skiljanlegt því ef grasrótin nær að sópa þessari forustu út úr valdastöðum flýtur Siv með í þeim hreinsunum enda hluti af henni þó svo hún hafi verið sett niður á sínum tíma.
Siv ekki á leið í formannsslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef við gefum okkar að það verði kosningar í vor eins og Ágúst Ólafur telur að geti orðið þá væri það algert glapræði fyrir Framsókn að fara í þær kosningar með Guðna sem formann nema það sé á stefnuskrá flokksins að loka honum.
Óðinn Þórisson, 16.11.2008 kl. 13:27
Það er bara eins og það sé 2004 hérna.. Samfylkingarmennirnir Jón Ingi og Össur hafa ekkert til að tala um nema Framsóknarflokkinn..
Samt eru Framsóknarmenn ekki það lélegur pappír að Össur vill fá þá í Samfylkinguna..
Henrý (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.