13.11.2008 | 07:44
Skrílslæti og skemmdarverk auka samúð til þess er fyrir verður.
Ég sé ekki tilganginn í því að gera svona. Þetta eru skemmdarverk sem eru til þess ein fallin að klúfa þá samstöðu sem gæti myndast. Flestir íslendingar vilja ekki slíkt og þetta er til þess fallið að draga styrkinn úr þeirri samstöðu sem er að myndast til að þvinga Sjálfstæðisflokkinn frá þeirri stefnu sem hann hefur aðhyllst.
Það er óþarfi að búa til samúðarbylgju þeirra sem hafa viljað fá flokkinn sinn til að breyta og þeir gætu fallið í það far að leggjast í vörn fyrir óbreytt ástand innan þess flokks ef á hann er ráðist með þessum hætt. Þeir sem á er ráðist þjappa sér gjarnan saman.
Legg til að þjóðin nái samstöðu um friðsaman þrýsting á stjórnmálaöflin í landinu en láti þetta ekki snúast upp í skrílslæti og skemmdarverk.
Máluðu Valhöll rauða í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst bara rétt að reitt fólk og fólk í tilfinningalegu uppnámi fái útrás fyrir reiði sinni (án þess þó að meiða hvort annað) :) ég meina, þannig virkar það! Þakkaðu bara þínu sæla fyrir að fólk grípi ekki til róttækari og verri aðgerða en þetta....mér finnst þú ekki hafa rétt til að væla. Það eru tímamót á Íslandi....Íslensk bylting. Ég geti ekki annað séð en að móðir mín 64 ára hafi sagt "ég vona að þeir komist upp með þetta"...er þetta ekki samstaða? ;)
Þórhildur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:10
Ég veit ekki með þessi mótmæli, þau eru nokkuð fyndin en í besta falli óskýr og nafnlaus í þokkabót. Hvert var markmiðið? Hvað standa þau fyrir sem þarna mála hús í rauðum lit? Er þetta fólk sem ég á samleið með?
Mikil fyrirhöfn fyrir óskýr skilaboð. Mér er ljóst að þarna fara ósáttir einstaklingar en mér líður svolítið gagnvart þessum mótmælum eins og mér líður gagnvart ástandinu, ég bara veit ekki neitt og fæ ekkert að vita, það er kannski einmitt það sem þau eru að undirstrika?
Mér finnst þetta jafnframt frekar meinlaus verknaður þó að nú þurfi að kosta einhverju til að laga þetta og svo er bara að sjá hvort að þetta heldur áfram, að fleiri hús verði máluð rauð og alda rauðra húsa skelli yfir, þá kannski öðlast þetta skýrleika hver veit?
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 13.11.2008 kl. 08:33
Neinei, þetta skemmir ekki samstöðuna, þvert á móti ryðja svona aðgerðir brautina fyrir ennþá róttækari aðgerðir. Nú er almenningur farinn að kasta eggjum og er það vel. Kannski kemur að því að hann þorir líka að kasta ríkissjórn og embættismönnum sem vinna gegn almenningi að hagsmunum fámennrar valdastéttar.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:37
Kominn tími til að mála bæinn rauðann, mætti tjarga þessa hvítflibba líka, kominn tími á nýtt stjórnmálaafl á Íslandi sem afnemur verðtryggingu, lækkar vexti og skatta beina og óbeina, hækkar persónuafslátt og hugsar um hag fjölskyldufólks og efnaminni einstaklinga í stað fyrirtækja og eignafólks.
Jón Einarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:50
Ég vona bara líka að þeir komist upp með þetta.
Allvega hafa gerendur í þessu máli verið með smá Cahones,það er annað en er á sumum stöðum.
Landi, 13.11.2008 kl. 09:06
Og er það ekki líka réttur hvers manns að mótmæla? (Ójá, við erum ekki öll fyrir friðsamleg mótmæli, en mótmæli eru það nú eigi að síður! Og hvað tilgang þeirra varðar, þá þurfa þessi "skemmdarverk" aðeins að hafa tilgang og þjóna hugsjón þess sem framkvæmir þau, ef svo aðrir kinka kolli, game on!)
En ég bara spyr....var það ekki einhvers staðar skrifað að villtur lýður hefði rétt til að rísa upp gegn spilltri ríkisstórn?
Svo finnst mér Valhöll vera frekar litlaus bygging...þar til nú :)
Þórhildur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:22
Bull það hefur engin samúð með sjöllum nema heimskir kommúniskir sjallar
Alexander Kristófer Gústafsson, 13.11.2008 kl. 11:09
Hvor aðilinn hafa framið stærri skemmdarverk ? fólkið sem máluðu Valhöll eða ríkisstjórnin ?
Sævar Einarsson, 13.11.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.