Eru ekki til eignir sem duga ?

Það er búið að segja okkur að til séu eignir sem duga á móti þessum skuldum. Hvert er þá vandamálið ?

Svo segja aðrir að það verði þjóðargjaldþrot ef við föllumst á að greiða þessar kröfur. Hvað er að marka ?

Það er kominn tími til að okkur sé svarað skýrt og skorinort hver staðan raunverulega er.

Fyrsta spurning. Björgúlfarnir segja að til séu nægar í búi Landsbankans í Bretlandi fyrir þessum skuldbindingum.... er það rétt ?

Spurnign tvö. Er verið að vinna að þessum lausnum með formlegum hætti eða eru mann bara að þusa í fjölmiðlum ?

Spurning þrjú.. Ætlar fjármálaeftirlit og skilanefndir að segja landsmönnum það rétta eða eigum við að búa við misvísandi upplýsingar og fullyrðingar mikið lengur ?

Þetta ætti að duga í bili og þeir sem vita svörin... stjórnmálamenn eða embættismenn mega gjarnan færa þjóðinni þessi tíðindi strax.


mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Jú, það eru algerlega til eignir fyrir þessum skuldum.  Banki A fær 100 krónur að láni frá mér (ég legg peninga inn í bankann) og lánar þér 100 krónurnar til 5 ára.  Bankinn situr ekki á peningunum, heldur ert þú með þá.  Bankinn skuldar mér 100 krónur en á 100 krónu kröfu á þig (útlán).  Hvað gerist nú ef ég labba í bankann og krefst þess að fá þessar 100 krónur?  Bankinn á þær ekki til sem peninga, heldur sem kröfu á þig.  Eign er því ekki sama og eign í þessu tilviki.  Annað hvort fer bankinn í þrot (því hann skuldar peninga sem hann getur ekki borgað til baka) eða samningurinn við þig er svikinn og þér gert að borga til baka lánið að fullu áður en þú hafðir ætlað þér að gera það.

Ok... höfum þetta nú 40 milljónir en ekki 100 krónur.  Ég er efnamaður og legg þessa fjárhæð inn sem sparnað og þú tekur lánið til að byggja þér hús.  Getur þú snarað fram 40 milljónum fyrir lok dagsins í dag?  Þú getur vel borgað af láninu um hver mánaðarmót næstu 25 árin, ekki spurning, og þannig er eignin sem bankinn á (útlánið til þín) sterk eign.  En einungis ef samningar eru virtir.  Ef þú ert með húsnæðislán (sem er skuld hjá þér og eign hjá bankanum) er sú eign þá léleg fyrst þú getur ekki borgað lánið til baka strax að fullu?  Dugar þá ekki eignin (lánið til þín) fyrir skuldum bankans?  Já og nei.

Höfum þetta nú áfram 40 milljónir, en í staðinn fyrir að hafa 1 lán til þín (og innlán frá mér), höfum þetta 100,000 útlán og innlán.   Öll upp á 40 milljónir.  4 þúsund milljarðar.  Bankastarfsemi gengur út á að jafna út greiðslur af lánum sem bankarnir taka (þegar fólk vill taka peningana sína út, þeir eru bundnir mislengi á reikningum) og afborganir viðskiptavina af lánum.  Þ.e.a.s. þegar mín milljón er laus til innlausnar um næstu mánaðarmót, þá er einhver sem skuldar bankanum sem þarf, samkvæmt samningi, að borga eina milljón til bankans.  Þá eru allir samningar uppfylltir og allir fá sitt.  

Það sem gerist hins vegar þegar menn eru með innlán sem eru bundin í skamman tíma og nota þann pening til að lána viðskiptavinum til lengri tíma er komin áhætta í reksturinn.  Það getur komið fyrir að þú eigir ekki laust fé í bankanum ef einhver vill koma og ná í sparnaðinn sinn.  Þar spila svo inn í aðrar fjármögnunarleiðir bankanna og markmiðin um að viðhalda alltaf ákveðnu lausu fé í rekstrinum.

Þegar svo kerfið allt fellur (t.d. með þjóðnýtingu banka og þá tilheyrandi vantrausti á stjórnvöld og hagkerfið sem bankarnir starfa í) vilja allir taka út peningana sína strax.  En gallinn er sá, eins og ég sagði, að peningarnir sitja ekki í öryggishólfi í kjallara bankans, heldur eru út um allt hagkerfið, úti um allan heim, í fasteignum viðskiptavina, fyrirtækjum og fleiru sem eignir bankans (kröfur á viðskiptavini).  

Rétt eins og ég þú getur ekki snarað út 40 milljónum í dag til að borga til baka húsnæðislánið þitt, þá geta þessir viðskiptavinir ekki greitt til baka lán sín að fullu á einu bretti.  En það er ekki þar með sagt að kröfurnar á þá, eignir bankanna, séu verðlausar.  Þessir aðilar eru kannski, og líklegast, vel færir um að borga lán sín til baka eins og um var samið í upphafi.  

Ein leið sem hægt er að fara er að selja þessar eignir bankanna til þriðja aðila, svokölluð kröfusala (eins og t.d. Intrum gerir).  En gallinn við þá leið er sú að þar er kaupandi og seljandi og seljanda eignarinnar er yfirleitt mun meira í mun að viðskipti eigi sér stað en kaupanda (kaupandi vill sem lægsta verðið, að sjálfsögðu) og ef kröfurnar eru seldar á svona "brunaútsölu" verður verðið of lágt.  Ef ég er vil fá peningana mína í dag, þessar 40 milljónir og bankinn neyðist til að selja kröfuna á þig (upp á 40 milljónir) til þriðja aðila þá er viðbúið að í núverandi ástandi geti kaupandi kröfunnar (t.d. Intrum) fengið hana á 20 milljónir.  Af því að ég VERÐ að selja annars fer ég á hausinn.  Þannig græðir kaupandi kröfunnar og bankinn þarf enn að dekka 20 milljónir til að standa í skilum við mig.  En nú skuldar þú ekki lengur bankanum heldur Intrum og ef þú stendur enn í skilum út lánatímann eins og til var ætlast í upphafi þá hefur Intrum grætt 20 milljónir.  Ekki bankinn.

Þannig að málið er ekki það að það séu ekki til eignir á móti þessum skuldum.  Málið er það að ef menn vilja leysa til sín innlánin strax (eins og lítur út fyrir) eru eignirnar bundnar í mun lengri tíma og það er ekki hægt að leysa upp öll útlán bankakerfisins á einu bretti.  Fólk getur ekki snarað þeim peningum fram frekar en þú getur borgað upp lánið þitt í dag.  

Það sem þarf því að gera er að semja við Icesave reikningseigendur um að allar eignir Landsbankans sem eru á móti Icesave fari inn sem borgun til breskra og hollenskra yfirvalda fyrir innlánunum.  Þannig geti afborganir þessara útlána runnið beint til breska og hollenska ríkisins sem "afborganir" af láni sem þær þjóðir veita þessum sjóði til að borga til baka innistæðurnar.  Gallinn er sá, hins vegar, að breska ríkið hirti eigur Landsbankans með hryðjuverkalögunum og skildi skuldirnar eftir.  

Ef íslenska ríkið á að standa í skilum á þessum kröfum Icesave mun það kafsigla þjóðina, því við getum ekki greitt þetta til baka á næstu 10-15 árum.  Ekki séns.  Þjóðarbúið þarf að borga miklu meira til baka af öðrum lánum og ekki hægt að bæta þessu við.  Eina sem hægt er að gera er að krefjast þess að eignirnar séu settar á móti kröfunum (því þessar eignir eru til en eru bara ekki innleysanlegar á einu bretti) og látið þar við sitja.  Þar þurfa bresk og hollensk stjórnvöl að koma til aðstoðar.  Það er bara þannig.  En það er ekki nógu mikið pólitískt púður í því fyrir Bretann, sem vill blóð.  

Vonandi útskýrir þetta eitthvað 

Liberal, 13.11.2008 kl. 10:25

2 identicon

Hér að neðan má finna nokkrar áhugaverðar en jafnframt óþægilegar staðreyndir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn leitar nú á náðir hjá. Það er almennur misskilningur að IMF (Aljóða gjaldeyrissjóðurinn) sé góðgerðastofnun. Hinar svokölluðu "hjálparaðgerðir" IMF hafa á síðustu árum verið harðlega gagnrýndar um allan heim. Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, starfaði sem framkvæmdastjóri IMF á árunum 1997-2000 en var svo rekinn úr starfi fyrir að tjá sig opinberlega um hinn "raunverulega árangur" IMF. Hann benti á þá staðreynd að flest ríki sem þiggja aðstoð IMF enda í mun verri stöðu en áður. Efnahagskerfin hrynja algjörlega, ríkisstjórnir splundrast og ríkisvaldið minnkar og oftar en ekki endar allt í hörðum átökum og glundroða. Fyrir það að benda á þessa alkunnu staðreynd var hann rekinn. Það er staðreynd að ríki sem eru í efnahagslegum vandræðum þola sjaldan þau skilyrði sem IMF setur fyrir lánveitingum sínum. Hækkun skatta og harður niðurskurður í mennta- og heilbrigðiskerfum fer illa með fólk í viðkomandi löndum. Kröfur um opnun markaða eyðilegga alla innlenda framleiðslu og landbúnað. Strangar kröfur um einkavæðingu veita svo náðarhöggið því helstu nauðsynjar og þjónusta hækka upp úr öllu valdi. Suður Ameríka er gott dæmi um þá hörmungarslóð sem IMF hefur skilið eftir sig. Mörg lönd þar hafa misst öll auðæfi sín í hendur erlendra einkaðila, aðallega bandarískra og breskra stórfyrirtækja sem kúga þegna landana með gríðarlegum hækkunum á t.d. gasi, olíu og jafnvel drykkjarvatni. Þar á meðal eru lönd eins og Argentína, Bólivía, Brazilía, Chile, Paraguay og El Salvador. Sömu sögu er að segja í Indónesíu og nokkrum Afríkuríkjum. Eftir slíkar aðfarir er skiljanlegt að almenningur rísi upp með hörðum mótmælum og uppþotum gegn ríkisstjórnum landana, sem frá upphafi voru í vonlausri stöðu. Efnahagurinn hrynur aftur og landið þarf að afsala sér enn frekari réttindum og auðæfum til IMF. Argentína er eitt ljótasta dæmið um þessa meðferð IMF. Þar varð á endanum efnahagslegt stórslys eftir aðkomu IMF og gjörsamlega allar auðlindir landsins voru seldar erlendum stórfyrirtækjum eins og British Petrolium og Enron. Jafnvel vatnsveitukerfin voru einkavædd og stór hluti höfuðborgarinnar Buenos Aires er án drykkjarvatns. Ekki nóg með að vatn sé nú dýrt, heldur er bara ekki hægt að skrúfa frá krananum. Árið 2001 voru svo opinberuð mjög óþægileg skjöl fyrir IMF. Ónefndur aðilli lak viðkvæmum skjölum í hinn margverðlaunaða blaðamann og rithöfund Greg Palast, sem birti þau opinberlega í sjónvarpsviðtali og síðan á heimsíðu sinni www.gregpalast.com. Þar kom fram að ofan á þær opinberu kröfur sem IMF hafði sett Argentínu og fleiri ríkjum settu þeir fram óopinberar og leynilegar kröfur sem alþjóða samfélagið fékk ekki að vita um. Að meðaltali voru þetta yfir hundrað leynikröfur á hvert ríki. Leiðtogum ríkjanna var stillt þannig upp við vegg að þeir urðu að láta undan og samþykkja allar kröfurnar. Þar á meðal voru kröfur um það hvaða erlendu risafyrirtæki fengju auðlindir þjóðanna svívirðilega langt undir raunvirði. Skjölin voru undirrituð af Jim Wolfensen, þáverandi framkvæmdarstjóra IMF. Í fyrstu neitaði bankinn tilvist skjalana en dró það til baka eftir að Greg Palast birti þær á síðunni sinni. Bankinn varð þá að viðurkenna tilvist skjalana en ákvað að tjá sig ekki frekar um málið opinberlega. IMF er að því er virðist spillt stofnun að einhverju eða jafnvel öllu leyti. Sú hugsun er í raun ekki svo langsótt þegar litið er til þeirrar staðreyndar að IMF er að 51% hlut í eigu United States Treasury. Allir ofangreindir hlutir eru því miður staðreyndir. Efasemdamönnum er velkomið að gera örlitla upplýsingaöflun á netinu, ekki þarf að leita lengra en www.wikipedia.com En hefur Ísland eitthvað að óttast vegna væntanlegs láns frá IMF? Ríkisstjórn Íslands hefur fullyrt það að kröfur IMF séu "ásættanlegar" og að íslenskt efnahagslíf sé sniðið að þörfum og kröfum IMF og þurfi ekkert að óttast. Það er von allra Íslendinga að svo sé en við skulum nú samt velta nokkrum hlutum fyrir okkur áður en við tökum þau orð góð og gild. Ef litið er blákalt á stöðuna þá er Ísland komið í svo slæma stöðu að ekki virðist nein önnur útgönguleið en að leita á náðir IMF. En svo mikið er víst að þegar aðeins ein möguleg leið er sjáanleg úr mikilli krísu þá að sjálfsögðu virðist sú leið "ásættanleg" hver svo sem hún er. Nú þegar IMF er kominn með hönd sína á íslensku reiðtygin, byrjar íslenski seðlabankinn að hækka stýrivexi upp í 18% sem mun án nokkurs efa veita mörgum fjölskyldum og fyrirtækjum náðarhöggið á þessum erfiðu tímum. Fjármálaspekingum um allan heim þykir þessi leikur Seðlabankans vægast sagt furðulegur þegar aðeins eru 10 dagar frá því stýrivextir voru lækkaðir niður í 12%. Seðlabankastjórnin virðist ekki vita í hvorn fótinn hún á að stíga. Einnig er erfitt að líta fram hjá því að hækkun stýrivaxta hér á landi er algjörlega í andstæðu við þá verulegu lækkun stýrivaxta sem önnur lönd hafa ákveðið að nota gegn heimskreppunni. En hvað er hægt að gera? Er hægt að gera eitthvað meira en að vona það besta? Auðvitað verðum við Íslendingar að trúa því og treysta að ráðamenn þjóðarinnar og Seðlabankinn séu að gera sitt besta á þessu erfiðu tímum. En við megum ekki gleyma því að þessir sömu aðillar sem nú fara ofan í saumana á íslenska efnahagshruninu og eru að setja saman björgunaraðgerðir fyrir þjóðina, eru þeir sömu og bera hvað stærsta ábyrgð á allri vitleysunni. Nú verðum að standa upp og krefjast þess að þeir sem eigi hlut að máli axli ábyrgð. Krefjumst þess að gamla hugsunarhættinum verði skipt út fyrir nýjar hugsjónir, og fyrst og fremst verðum við að krefjast þess að allar upplýsingar um aðdraganda og eftirmála íslensku kreppunar verði dregnar fram í sviðsljósið. Við eigum ekki að sætta okkur við það að þeir aðilar sem eru ábyrgir fyrir hruninu sitji nú við samningaborðið við spillta stofnun fyrir luktum dyrum og neiti að tjá sig um ákvæði samninga. Afhverju taka samningaviðræður við IMF svo langan tíma og afhverju ríkir svo mikil leynd yfir þeim? Gæti það mögulega verið vegna þess að ráðþrota ríkisstjórn okkar eigi mjög erfitt með að kyngja þeim leynisamningum og valdbeitingu sem IMF beitir nú með miklum þunga? Við verðum að gera ráðamönnum þjóðarinnar ljóst að okkur er ekki sama um þá álitshnekki sem þjóðin hefur orðið fyrir og að aldrei muni það viðgangast að auðæfi og stolt þjóðarinnar verði hrifsuð burt. Íslendingar stöndum ekki aðgerðalausir né lítum niður á þá sem mótmæla. Tölum ekki gegn þeim sem hylla raunverulegt lýðræði. Okkur Íslendingum ber skilda að standa saman og láta í okkur heyra. Mætum næstu laugardaga niður á Austurvöll kl 15:00 og látum rödd fólksins óma til yfirvalda. …höfundur er óflokksbundinn og stoltur Íslendingur. Arnar Fells Gunnarsson

Ása (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband