Lausn í sjónmáli ?

 

 Hægt og bítandi eru hin raunverulegu áhrif Icesavemálsins á Ísland og skyldur ríkisins til bóta að skýrast. Æ fleiri eru að komast á þá skoðun að tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar nái ekki til hamfara sem slíkra sem hér áttu sér stað. Frétt í Ruv er það nýjasta í þessu máli og mér er kunnugt um að verið sé að láta rannsaka þetta á ýmsum stöðum. Þessi frétt birtist á RUV.is

"Tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar nær ekki til þess þegar heilt bankakerfi hrynur, að mati Gunnars Þórs Péturssonar,sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þetta gæti skipt sköpum í deilunni við Breta vegna Icesave þannig að íslenska ríkið verði ekki bótaskylt.

Gunnar Þór, hefur skoðað mögulega bótaábyrgð íslenska ríkisins í deilunni við Breta. Hann segir niðurstöður framkvæmdastjórnar ESB gefa það til kynna að ekkert innlánstryggingakerfi geti staðist það sem hér hefur gerst. Þar með geti íslenska ríkið borið það fyrir sig að skilyrði um bótaábyrgð ríkisins sé ekki uppfyllt. "

Hvað sem rétt er í þessu máli er nauðsynlegt flýta því eins og mögulegt er að niðurstaða fáist en jafnframt að láta ekki undan bretum og holllendingum í fljótræði. Niðurstaðan fyrir úrskurðarnefndum gæti orðið ... og mjög líklega orðið að Ísland sé ekki bótaskylt í þessu máli og þar með gæti málið snúist við og bretar orðið stórkostlega bótaskyldir fyrir hryðjuverk sín gegn Íslandi.

 


mbl.is Barroso: Ísland leysi deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér fannst nú athyglisvert að heyra í Lúðvík Bergvinssyni og Illuga Gunnarssyni á Rás 2 í dag þar sem þeir sögðu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn ekki vera innheimtufyrirtæki og því fáránlegt að hann geti beitt slíkum þvingunum. Ísland hefði verið á meðal stofnenda sjóðsins og borgað þangað árstillag með skilum en aldrei þegið lán. Hverjar ætli kröfurnar hafi verið á Ungverja og Úkraínumenn, sem nú þegar hafa fengið samþykki sjóðsins.

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vissulega vona ég eins og aðrir að lausn sé i sjónnmáli.
Nú reynir verulega á ríkisstjórnina, þeir verða að sækja svör og upplýsa fólkið nákvæmlega hversvegna þessi seinkun er á afgreiðslunni.

Það myndi hjálpa mikið að lýsa yfir að við ætlum í ESB og taka upp Evru.

Óðinn Þórisson, 12.11.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband