Fleiri og,,, enn fleiri.

Mér sýnist að æ fleiri þingmenn séu að fallast á það sjónarmið að stjórn og bankastjórar seðlabanka víki. Það sér hver sem sjá vill að til að menn geti tekið á þeim vanda sem fyrir liggur þarf að ríkja traust á þær lykistofnanir sem spila rullu í málum.

Nú hefur Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæst í þann hóp og þá er þessi skilningur flestra að ná inn í raðir sjálfstæðismanna...sem er gott.

Og svona aðeins til að minna á staðreyndir. Tveir þingmenn sjálfstæðismanna hafa þorað að taka af skarið gegn meginþunga flokks þeirra í hitamálum. Þorgerður Katrín í Evrópumálum og nú Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Báðar eiga þær áður vel virka feður úr röðum jafnaðarmanna.... Þorgerður, Gunnar Eyjólfsson og Ragnheiður, Ríkharð Jónsson.   báðir fyrrum samflokksmenn mínir úr gamla Alþýðuflokknum.

Hófsamari armur Sjálfstæðisflokksins virðist vera að taka frumkvæði.


mbl.is Bankastjórar og bankaráð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það bendir ýmislegt til þess að það þurfi að skipta út glæpahyskinu úr hinum bönkunum líka! Eftir því sem dagarnir líða kemur æ fleira óhreint í ljós þar.

corvus corax, 4.11.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er búið að hreinsa alla út þar.... alla stjórnarmenn og bankastjóra.. bráðabirgðastjórnir eru að detta út næstu daga og varanlegar stjórnir taka við.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2008 kl. 13:02

3 identicon

Sammála þér með dömurnar tvær, þó Þorgerður Katrín virðist eitthvað vera í þoku varðandi tortryggni þjóðarinnar, enda erfitt að detta úr háum söðli, hætta vera krútthjón, verða í staðinn prútthjón.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818220

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband