1.11.2008 | 13:14
Flótti Evrópuandstæðinga.
Það er stórmerkilegt að fylgjast með tilraunum Evrópuandstæðinga til að drepa umræðunni á dreif. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þeim dettur í hug. Færeysk króna, svissnesskur franki, norsk króna....bara allt annað en evra sem er hin útbreidda mynt í Evrópu.
Það er líka skondið að heyra Steingrím J æpa á evruna og ESB og lýsa yfir fullveldisafsali en í hinni setningunni er hann tilbúinn að varða amt í Noregi og taka upp norska krónu. Vingulshátturinn og tvöfeldnin á sér engin takmörk.
Sumir Sjálfstæðismenn eru líka í þessu flóttagír og reyna að drepa þessari umræðu á dreif. Síðast Árni Johnsem með tillögu um færeysku krónuna, sem bundin er þeirri dönsku sem aftur er afar háð evru enda Danir í ESB. Sem sagt...endalausar tilraunir til að tala ekki um það sem skiptir raunverulegu máli.
Þetta er eins og sjúklingurinn sem finnur til og þorir ekki til læknis af því hann er svo hræddur við eitthvað sem hann veit ekki hvað er.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í dag að hann teldi ekki mögulegt fyrir Íslendinga að taka upp norsku krónuna í stað þeirrar íslensku. Stjórnarandstaðan vill hefja viðræður við Norðmenn um hugsanlegt myntsamstarf eins og fram hefur komið. "
Ætti þetta ekki að duga á Steingrím J og þá sem ætla næst að tala um norsku krónuna frekar en eitthvað raunhæft sem dugar þjóðinni til framtíðar. Við hljótum að gera þá kröfu til að stjórnmálamenn hér á landi fari að hugsa um heildarhagsmuni í stað þess að þjóna eigin geði og lund.
Ísland þarf fyrst að leysa úr sínum málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sá þetta viðtal við Jens Stoltenberg.. og það sem hann sagði aðspurður var þetta :
Det er ikke mulig for islendingene å ta opp norsk krone NU..
svo.. hann útilokaði ekki að við fáum norsku krónuna Jón.. bara að hún væri ekki í boði núna, Kristin Halvorsen fjármálaráðherra hefur sjálf viðrað þá skoðun sína að taka upp myntbandalag við ísland því hagsmunir þjóðanna eru svo líkir.
Ef ég væri að velja og valið stæði milli ESB eða ríkjasambands við noreg.. tæki ég noreg. Ef noregur stendur ekki til boða þá tek ég glaður við ESB...
Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 13:34
Já, - hann er margur flóttinn þessa dagana, Jón Ingi. En mestur er þó flótti þeirra sem berjast við á hæl og hnakka, að reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra, eða öllu heldur að ljúga því að sjálfum sér og öðrum, að bót allra meina sé að flýja með lafandi tungu og skottið milli lappana í fangið ESB-auðvaldinu í Brussel.
Og þó að Jón Ing,i og fleiri af hans standard, geri lítið úr fullveldi Íslands og sjálfstæði og telji sjálfsagt að fórna því eins og hverjum öðrum hégóma, mun hið fornkveðna eiga við um slíkan gjörning, sem sé, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Jóhannes Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 13:34
Jón Ingi: Algjörlega sammála þér!
Óskar: Ég hef meiri áhuga á ESB og evrunni en norsku krónunni.
Jóhannes: Hvaða fullveldi Íslands og sjálfstæði ert þú að tala um? Þjóð, sem skuldar 8.000 milljarða króna og lýtur í raun vilja Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er langt frá því að vera frjáls og fullvalda þjóð. Það er kominn tími til að þið ESB andstæðingar vaknið úr dáinu og kíkið í kringum ykkur hvað hefur gerst undanfarna mánuði!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.11.2008 kl. 13:41
Það er líka hægt að lita á þetta á annan veg:
Evrópusinnar eru í sífellu að segja okkur að við þurfum að ganga í Evrópusambandið (sem er töluvert meira en gjaldmiðill - það er t.d með sjávarútvergs- og tollastefnu sem mörgum hugnast ekki). Í þessu samhengi benda þeir á vandmál við rekstur krónunnar.
Þegar síðan er bent á að það séu til aðrir möguleikar til gjaldmiðillskipta, t.d myntsamstarf við Noreg eða einhliða upptaka bandaríkjadals (sem að Bandaríkjamenn munu ekki setja sig gegn) þá... ja, fást þeir ekki ræddir.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:41
mun hið fornkveðna eiga við um slíkan gjörning, sem sé, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
jóhannes.. við vitum hvað við höfum í dag ! Ónýtjunga í seðlabanka og amatöra á alþingi.. Ég hef búið í ESB og noregi svo ég hef nokkuð góðan samanburð.. Ég get ekki með nokkru móti treyst íslenskum stjórnmálamönnum.. sama í hvaða flokki þeir standa. Þeir ljúga svíkja pretta og díla.. oftast sér í hag.. á norðurlöndum þarftu ekki að gera meira af þér en að kaupa súkkulaði á kostnað þjóðarinnar og ...viiiipss þú ert ekki lengur ráðherra. hér stela þeir milljörðum.. koma konum sínum í há embætti og maka krókinn hvar sem er og hvenær sem er og fólk eins og þú ert hræddur við að missa eitthvað ? Þetta fær mig til að hlægja .. og síðan gráta því nytsamir sakleysingjar halda þessu drullupakki við völd því þeir eru hræddir við að MISSA EITTHVAÐ.
andsk.. ég er farinn niður á austurvöll.. með grjót í vasanum.
Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 13:42
Óskar...það er eðlilegt að Halvorsen reyni að bakka upp bullið í Steingrími. Hún er formaður systurflokks VG í Noregi.
Jón Ingi Cæsarsson, 1.11.2008 kl. 14:00
Það er sannarlega gleðilegt, Óskar minn, að þú skulir ekki hafa á samviskunni að hafa stutt drullupakkið til valda á Íslandi.
En fullveldi og sjálfstæði verður aldrei metið til fjár, jafnvel þótt slegið hafi í bakseglin um stund. Vissulega þarf róttækrar hreingerningar við, bæði á pólitíska sviðinu og fjármálasviðinu. Þeirri hreingerningu verður að sjálfsögðu betur við komið á Íslandi ef þjóðin ber gæfu til að halda sjálfstæði sínu og fullveldi.
Það má aldrei gleymast eitt andartak, að ESB er ekkert heilagramannaríki, laust við spillingu, ójöfnuð og kúgun. ESB er fyrst og fremst tæki auðvaldsinns í Evrópu, gömlu nýlenduböðlana, til að verja hagsmuni sína gagnvart afganginum af heiminum.
Og að svokallaðir ,,jafnaðarmenn" á Íslandi skuli leggjast svo lágt að styðja evrópuauvaldið með þeim hætti sem þeir gera er ekki einungis stórfurðulegt, heldur beinlínis heimskulegt. En svona hlutir geta gerst þegar stjórnmálasamtök hafa glatað gjörsamlega öllum tengslum við ræturnar sem þau eru sprottin upp af.
Jóhannes Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.