Taktleysi og dómgreindarskortur að fella Sjálfstæðisflokkinn ?

Björn Bjarnson talar um mikilvægi þess að Seðlabanki og ríkisstjórn gangi í takt. Ég er sammála honum hvað það varðar.

En áttar Björn sig ekki á því hvað er að gerast ? Sjálfstæðisflokkurinn er að hrynja saman eins og gömul sól. Jafnt og þétt hefur dregið úr fylgi flokksins og í könnun Morgunblaðsins á morgun...sunnudag, er nýjum lægðum náð. Staða Sjalla sem þriðja stærsta flokks landsins er staðfest. Í þeirri könnun er flokkurinn með 22.3% fylgi sem er með eindæmum. Hann er með 10% fylgi hjá yngsta aldurshópnum. Ég hef lengi fylgst með pólitík og aldrei séð annað eins.

Svo á ný sé vísað í orð Björns... taktleysi. Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn hafa gengið algjörlega úr takt við þjóðina. Að verja Seðlabankastjóra og svara út í hött er Geir að drepa Sjálfstæðisflokkinn.

Sovéski kommunistaflokkurinn hrundi með Sovétríkjunum.... mér sýnist að Sjálfstæðisflokkurinn sé að hrynja með nýfrjálshyggjunni og sé dreginn til ábyrgðar fyrir fjármála og efnahagsstjórnun síðustu áratuga. Þar hefur hann ráðið för nánast óslitið í 50 ár. Framsóknarflokkurinn fór sömu leið í síðustu kosningum og er andlát hans staðfest í þessari könnun. Innan við 8% í stjórnarandstöðu.

Þetta eru undarlegir tímar.


mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu, skoðanakannir eru skoðanakannanir, það sem skiptir máli eru kosningar og þær verða vorið 2010.

Óðinn Þórisson, 1.11.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt er það Óðinn. En ég er ekki viss um að félagar í Sjálfstæðisflokknum líði svona stöðu til 2011. En flokkurinn hefur tækifæri að rétta sinn hlut með stefnubreytingu og skynsemi.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.11.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Jón: hvernig væri nú að þið samfylkingunni færu að róa í sömu átt og samstarfsflokkurinn ?. teljið þið að þið séuð stykk frí af vandamálum þeim sem þarf að leysa ? telur þú að stjórnarkreppa sé það sem við þurfum núna ofaná allt sem á undan er gengið ?, ef ekki þá er þér ráðlagt að skoða stöðuna sem þinn flokkur er búin að koma sér í .

Magnús Jónsson, 1.11.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samstarfsflokkurinn er ekki að róa neitt.... það þarf að koma honum af stað...það er vandamálið.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.11.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Vandamálið er að það vanntar meiri fagmennsku, þekkingu og reynslu í þá flokka sem stýra löggjafarþinginu. 

Regluverkið sem lýtur að bönkunum og fyrirtækjunum er til skammar eins og komið hefur í ljós.

Við ættum að ráða fagfólk til að ráðleggja okkur í peningamálum óháð stjórnmálaskoðunum.

Jón Á Grétarsson, 2.11.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Það væri reyndar ágætt ef svoleiðis fólk myndi finnast í td Seðlabankanum eða Fjármálaeftirlitinu ...

Jón Á Grétarsson, 2.11.2008 kl. 00:15

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Viðeigum að fá fagfólk óháð stjórnmálaflokkum tilað stýra okkur..............

Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818125

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband