Óábyrgar yfirlýsingar.

Hvað gengur útvegsmönnum til að koma með slíkar yfirlýsingar ? Það má svo sem fallast á að veiða hrefnu í takmörkuðum mæli fyrir innanlandsmarkað. En halda til streytu áherslum á veiðar langreyðar er nánast kjánalegt ef ekki bjánalegt.

Eins og sumir muna veiddi Hvalur hf nokkur dýr fyrir tveimur árum síðan. Það var gert með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. Kjötið lá síðan í geymslum hér í eitt og hálft ár og síðan fréttist að seinni hluta nýliðins sumars hefði þessu kjöti verði laumað til Japans í skjóli myrkurs. Þar fengust síðan ekki leyfi fyrir þeim innflutningi.

Hvað orðið hefur af því kjöti veit enginn. Það var kannski upplýst á þessu fundi úvegsmanna sem vildi halda slíkum veiðum áfram. Til hvers veit ég ekki. Hverjir eiga að fjármagna þær veiðar og ætla að kaupa kjötið veit ég ekki heldur og útvegsmenn örugglega ekki heldur.

Hvenær ætla menn að hætta að láta Kristján Loftsson draga sig á asnaeyrunum ?


mbl.is Vilja áframhaldandi hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðnýtum Sjávarútveginn Strax

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sæll. Á ekki að standa Kristján Loftsson?

Víðir Benediktsson, 1.11.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Hreinn Loftsson? 

Vankunnátta og vanþekking virðist stýra pikkinu hérna.

Jón Á Grétarsson, 1.11.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Afhverju sá ég aldrei langreyð í Bónus?  Þetta var eldað fyrir mig vikulega þegar ég var krakki (og nú er ég ekki gamall).  Langreyður var kjöt fyrir lágstéttarfólk fram á byrjun níunda áratugs, hrefna meir fyrir þá sem höfðu það betra.  Ef ég sæi meiri hval, hvaða tegund sem það væri, myndi ég kaupa meira.  Hvalkjöt sést bara aldrei í Bónus og það er eina verslunin í mínu bæjarfélagi.

Axel Þór Kolbeinsson, 1.11.2008 kl. 00:55

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vankunnátta er það ekki... kæri Jón... bara flýtimeðferða í pikkinu...ég á mörg blogg um Kristján Loftsson og tök hans á sjálfstæðisráðherrum. Hinn Loftsson er svo sem ágætur líka en langt síðan hann sagði skilið við valdastofnanir Sjálfstæðisflokksins.

 Takk Víðir... gott að eiga þig að

Jón Ingi Cæsarsson, 1.11.2008 kl. 13:33

6 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Afsakaðu nafni, þetta var óábyrgt af minni hendi.

Jón Á Grétarsson, 1.11.2008 kl. 17:33

7 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Axel Þór, málið er einfaldlega það að þessar fáu Hrefnur sem veiddar eru seljast nánast af hnífsblaðinu og ekki talin ástæða til að dreifa afurðinni með tilfallandi kostnaði.Og svo samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá var það Sandreyður sem fór til manneldis og hvalkjöt hefur aldrei verið flokkað sem fæða fyrir lágstéttarfólk miklu heldur herramannsmatur sem allir höfðu efni á að neyta. Það á að stórauka veiðar á Hrefnu og koma kjötinu í dreifingu um land allt svo fleiri geti notið.

Ólafur Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband