Er Sjálfstæðisflokkurinn á sömu leið og Framsókn ?

Framsóknarflokkurinn dó af því hann hvarf frá uppruna sínum og náði ekki að endurnýja sig í takt við íslenskt þjóðfélag. Staða hans er því erfið og það má með sanni segja að hann er látinn en jarðarförin hefur ekki farið fram.

Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið í sömu sporum. Hann hefur rekið utanríkis og fjármálastefnu sem ekki hefur staðist tímans tönn. Þjóðfélög eru í sífelldri þróun og það er ekki hægt að stöðva tímann. Hann rennur sína leið og þess vegna dóu stórveldi ... þau einfaldlega döguðu uppi og ný tóku við.

Nú virðst sem Sjálfstæðisflokkurinn ætli að reyna að stöðva elfur þróunar með einstrengingslegu viðhorfi til mála sem brenna á þjóðinni. Utanríkismál og efnahagsmál eru mál framtíðarinnar.

Nýfrjálshyggjan hefur gengið sér til húðar og er gjaldþrota. Það kallar á nýjar áherslur í efnahagsmála og breyttra viðhorfa til samneyslu og ríkisumsvifa.

Utanríkisstefnan byggir ekki á nánu sambandi við Bandaríkin eins og var á sokkabandsárum Sjálfstæðisflokksins heldur liggur framtíð okkar á Evrópuvettvangi og þar bíða mál sér ekki til batnaðar.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn áttar sig ekki á þessum staðreyndum fer hann sömu leið og Framsóknarflokkurinn..... þjóðin skilur flokkinn eftir og hann veslast upp eins og tré sem skortir næringu.

En hvernær skyldu ráðamenn innan flokksins viðurkenna þetta opinberlega, því ég ætla þeim ekki þá blindni að vita þetta ekki.


mbl.is Stuðningur við ESB-aðild og evru eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðin "framtíð" og "Evrópa" eiga sjaldan heima í sömu setningu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:27

2 identicon

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru orðin svo samstíga að þau voru á sömu leið og eru áfram á sömu leið...hehe.....

Ása (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:19

3 identicon

Orðin "framtíð" og "Sjálfstæðis-Framsóknar-Vinstrigræn-flokkar" eiga aldrei við í samhengi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:34

4 identicon

Sæll aftur Jón,

Ég spurði þig nokkurra spurninga fyrir nokkrum dögum á einni færslunni þinni, aldrei kom svar. En jafn vel upplýstur og þú virðist vera í þessum málum þá held ég bara að þú hafir ekki séð þær þannig að ég spyr bara aftur.

Hvað finnst þér um það að í 14 ár hafi bókhald ESB ekki verið samþykkt af endurskoðendum þess og segja þeir að ekki  sé hægt að segja með vissu hvert 93% fjármagnsins hefur farið?

Hvað myndir þú segja ef þetta væri staðreynd með bókhald íslenska ríkisins síðustu 14 ár?

Af hverju viltu færa vald fólksins í landinu frá 63 af 63 þingmönnum til ca. 5 af 732?

Hvað finnst þér um það að ESB vilji hunsa þjóðaratkvæðagreiðslu Íra um stjórnarskrá ESB? 

Hvað finnst þér um að samkvæmt nýju stjórnarskrá ESB verði löggjafarvald fært til manna sem eru skipaðir í þingsölum en ekki kosnir af fólkinu? 

Hvað finnst þér um það að gangi Ísland í ESB getur verið að við verðum látin lúta stjórnarskrá ESB en ekki okkar eigin?

Hvað finnst þér um þá tillögu að ESB stofni sinn eigin her og Ísland sé þá orðinn þáttakandi í stríðsrekstri og skattpeningur okkar fari að renna í það? 

Björn K (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband