Athyglisýki eða poppulismi ?

Gaman að Grími þessa dagana. Skrifar opið bréf í norsk blöð og biður um aur. Nú er hann kominn í einkakrossferð til Noregs til að safna peningum.

Það er gaman að fylgjast með karlinum. Hann hleypur í fótspor Geirs og Ingibjargar og þykist vera að gera eitthvað. Hann kannski veit ekki að búið er að funda og ræða þessa aðkomu norðmanna um nokkurt skeið. Þá er honum vorkunn.

En flestir landsmenn vita að þessi mál eru í farvegi og Noregur mun koma inn með verulegar fjárhæðir til okkar í tengslum við bankahrun og vanda í efnahagslífinu.

En eigum við bara ekki að hrósa Grími fyrir dugnað... hann heldur svo sannarlega að hann sé í hlutverki frumherjans í þessu verkefni og hefur gaman af.

En hvernig á því stendur að fjölmiðlar vita alltaf af þessu framtaki Steingríms sýnir að hann er ekki í neinn krossferð fyrir land og þjóð svona í kyrrþey.... hann er í kosningabaráttu og atkvæðasmölun.


mbl.is Norðurlöndin sameinist í aðstoð við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steingrímur er flottur - verður hann ekki næsti forsætisráðherra íslands

Óðinn Þórisson, 26.10.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef menn vilja að tíminn stöðvist ... og byrjað verði að telja afturábak... er hann rétti maðurinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.10.2008 kl. 17:38

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Ingi Cæsarsson, 26.10.2008 kl. 19:35

4 identicon

Stöðvast?  Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa komið okkur 30 ár aftur í tíman, 1 skref fram á við en 3 aftur á bak.

Dísa (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Óðinn, Guð almáttugur forði okkur frá því...þá fyrst kæmi hér afturhvarf til árabátanna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 23:15

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ, mér finnst kallinn gera sig að hálfgerðu fífli þessa dagana, þó vafalaust finnist einhverjum hann flottur og krossi við VG í næstu kosningum.

Og alltaf heyrir maður sama tuðið frá Ögga. Púh...

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband