Mörg mistök gerð. Sumir ekki tilbúnir til svara.

Ef það hafa verið mistök að ríkið yfirtæki Glitni þá eru það bara ein mistökin af mörgum. Menn ættu kannski að velta fyrir sér hvað veldur því að stjórnvöld þurfa að grípa til neyðarúrræða. Mistökin hefjast ekki núna... þau eiga sér sögu og aðdraganda bæði hér heima og erlendis. Leitt að sjá og heyra hvað virtir menn og lærðir leita í að einfalda hluti og draga þá saman í einhvern einn punkt. En það er nú kannski skiljanlegt að sumir vilji gera það.

Hvernig erum við svo í stakk búin til að takast á við mál ?

 Í gær voru fundarhöld út í eitt þar sem menn ræddu leiðir og aðferðir. Ein af þeim leiðum, að sögn, er að ASÍ hafi sett fram kröfu um að aðildarumsókn að ESB og myntbandalaginu væri með í þeim aðgerðum sem menn sameinuðust um. Hvort það er rétt hef ég ekki hugmynd um.

Það vakti athygli mína orð formanns BSRB í Fréttablaðinu í dag. Hann á að hafa sagt  að hitamál þjóðarinnar yrði ekki leyst á helgarfundum og svo orðrétt samkvæmt Fréttablaðinu.

" Fulltrúar BSRB hafa ekki umboð til að ræða þessi mál, við höfum ekki tekið afstöðu til evrunnar eða Evrópusambandsaðildar."

Nú vill það svo til að ég og tveir félagar mínir í Póstmannafélagi Íslands lögðu fram tillögu á BSRB þingi fyrir nokkrum árum þar sem við lögðum til að hafin yrði vinna við að móta skoðun á Evrópumálum innan BSRB. Þar höfðum við í huga vandaða vinnu BSRB í aðdraganda EES en þar var unnin geysi vönduð vinna undir stjórn Björns heitins Arnórssonar. Þess vegna var BSRB tilbúið á þeim árum að taka afstöðu til þess samnings.

Í stuttu máli, tillaga okkar olli miklu fjaðarafoki og augljóst að hún hugnaðist ekki formanninum sem hefur sterkar persónulegar og flokkspólitískar skoðanir gegn ESB aðild. Máli var því drepið að hans frumkvæði og tillaga okkar félaga söltuð ofan í tunnu og hvarf.

Nú er staðan þannig að BSRB hefur setið eftir og hefur ekki unnið heimavinnuna sína. Það er á ábyrgð stjórnar BSRB og formanns samtakanna að þau sitja eftir og eru ekki með neina mótaða stefnu eða skoðun á þessum málum. Þau mátti ekki ræða af því formaðurinn var á móti þeim og flokkshollnusta hans við Vinstri græna vóg þyngra en varðstaða vegna hagsmuna félaga innan BSRB.

Þegar maður vinnur ekki heimavinnuna sína hefur maður gert mistök og er því úr leik eins og reyndar hefur verið að gerast með BSRB undir stjórn afturhaldsmannsins Ögmundar Jónassonar.

Hefði nú ekki verið sterkara fyrir samtökin að hafa niðurstöðu í þessum málum og stefnu á þessum tímapunkti ?


mbl.is „Fráleitt að Glitnir hefði orðið gjaldþrota"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er hægt að taka undir hvert orð, ekkert minna en það.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.10.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband