Trúnaðarbrestur þjóðarinnar gagnvart Seðlabankastjóra.

Það er rétt. Hér er trúnaðarbrestur. Davíð Oddsson er kominn í þá leiðu stöðu að þjóðin treystir honum ekki. Það er alveg sama hvað hann gerir eða gerir ekki, trúnaðarbresturinn er til staðar.

Það gerir það að verkum að hafa hann í lykistöðu í Seðlabankanum er afar óheppilegt og ef á að endurheimta traust til Seðlabanka verður Davíð að taka pokann sinn.

Það skiptir engu máli hvað Davíð gerir gott... það trúir því varla nokkur maður.

Ef maðurinn hefur reifað þjóðstjórn í ríkisstjórnarfundi er það í besta falli heimskulegt af honum. Þó svo einhver segi frá því er ekki þeim hinum sama að kenna. Það eru takmörk fyrir því yfir hverju er hægt og má þegja þegar embættismenn eru komnir langt út fyrir sitt verksvið og reyna að hafa áhrif á stjórnun landsins. Þó svo þetta sé rakin lygi þá trúir þjóðin því ekki þó einhver haldi því fram, síst af öllu Davíð Oddsson.

Trúnaðarbresturinn er milli hans og bróðurparts þjóðarinnar, því miður.


mbl.is Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Sammála jafnfram tel ég bezt signal er Ríkistjórning getur gefið fjármálheiminum nú væri það að stjórn og bankastjórar Seðlabankans væru leystir frá störfum fyrir opnum markaða á mánudag.

haraldurhar, 4.10.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eftir þessa færslu sem og vegna margra fyrri færslna sama höfundar þá hefur þorri þjóðarinnar hætt að treysta bloggi Jóns Inga Cæsarsonar, sem er leitt því sumt bendir til sæmilegrar greindar hans.

Davíð Oddsson hefur sýnt það að hann er réttur maður á réttum stað. Sömuleiðis hefur komið í ljós að lekinn út af ríkisstjórnarfundi um þjóðstjórn var affluttur og skrumskældur. Það skyldi þó aldrei vera að undirlagi geislaBAUGSmiðlanna ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.10.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gott að þorri þjóðarinnar beinir athygli sinni að mér og gleymir seðlabankastjóra... það er þegnskylda mín að bjarga Davíð og mér er að því sannur heiður predikari...

Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2008 kl. 00:46

4 identicon

Já, nú sárnar okkur sem aldrei fyrr, Davíð grætur yfir því að fá ekki að segja það sem honum dettur í hug, ein Bermuda skálin enn, verði honum að góðu.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: corvus corax

Ég hef lengi haft grun um að "Prédikarinn" sé ein af rassasleikjum Ceaucescus Oddssonar og hef nú endanlega fengið grun minn staðfestan.

corvus corax, 5.10.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818146

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband