Hlíðarfjall 25. september 2008.

  Hlíðarskál þann 25. september 2008.

Ég man ekki eftir að hafa séð fönnina, eða eiginlega ísinn jafn þunnan og í lok sumars nú. Neðri tvær eru örþunnar og munu vafalaust hverfa næsta sumar eða þar næsta ef áfram heldur sem horfir. Sú efsta mun endast eitthvað lengur. Það eru aðeins sjáanlegar hvítar doppur af nýjum snjó sem setti niður í vikunnni áður en hvarf að mestu í hlýindum dagana eftir 20. september.

Á neðstu myndinni er yfirlit yfir Hlíðarfjall ... þ.e. Hlíðarskál sunnar eða til vinstri og síðan koma Reithólar í nafnlausri skál þar sem skíðasvæðið okkar er . Hryggurinn norðan Hlíðarskálar heitir Hlíðarhryggur og þar er auðvelt að paufast upp á brúnina en nokkuð bratt. Sunnan hennar heita Háurindar. Fannir fyrir ofan Reithólana eru að verða rýrar og þar er stanslaust grjótflug því þarna hefur jökull verið áratugum saman en heldur ekki við klettana lengur. Þar fyrir norðan er svo Mannshryggur og Hrappsstaðaskál en þau kennileiti ná ekki inn á þessa mynd í norðri eða til hægri.

Í bók Steindórs Steindórssonar segir " Fyrir sunnan þá er Hliðarhryggur, en þvi næst Hlíðarskál, en hún er reglulegur jökulbotn, kringlótt að mestu með sísnævi í botni"

Þetta er skrifað fyrir 1950 og þá þekkja menn ekki annað en þarna sé jökull og sísnævi. Það er nú að breytast á nýrri öld með hærra hitastigi.

          Hliðarskál 1       Hliðarskál 2

 

                                               Hlíðarfjall


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gíslason

Athyglisverð þróun, en kemur ekki á óvart.

Stefán Gíslason, 30.9.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Hjá mér starfaði maður, sem fæddur var 1. júlí 1918, Gústav Júlíusson (dó 9. ág. 1978). Hann velti því fyrir sér á hverju ári, hvort nú myndi bráðna á milli efri og neðri skafls. Á meðan hann lifði gerðist það aldrei, en mér finnst eins og það hafi gerst undanfarin 3 ár, þó aldrei eins mikið og í ár.

Oddur Helgi Halldórsson, 30.9.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég man að í fyrra, í hitteðfyrra og árið þar á undan töluðuð þið bræður um að snjór í skálum færi minnkandi og á hverju ári hafið þið aldrei séð hann hopa svona mikið.  Í ár er það enn meira og á á næsta ári eykst það enn, ef einhver snjór verður þá eftir næsta vor handa ykkur að horfa á.  Þetta gerist hraðar en menn vilja sætta sig við.  Hvernig skyldi þetta verða eftir 10 ár ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 2.10.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818209

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband