28.9.2008 | 10:13
Skjálfandafljót ekki valkostur.
Það er gott að farið sé yfir virkjanakosti á Íslandi. Þó svo menn vilji ekki viðurkenna það er farið að þrengja að þeim valkostum sem eru í boði. Við forgangsröðun og skoðun á því hvar má virkja og í hvaða röð og síðan því hvar má ekki virkja mun margt breytast.
Það dæmi sem nefnt er í þessari frétt er að mínu mati ekki virkjanakostur. Skálfandafljót verður ekki virkjað með þeim hætti sem menn hafa látið sig dreyma um. Það er með Skjálfandafljót eins og Hvítá, virkjanir í þeim eiga ekki að koma til greina. Fossarnir Gullfoss, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru heilög vé í íslenskri náttúru og stjórmálamenn og virkjanaæsingamenn mun aldrei koma þeim gjörningum í gegnum fólkið í landinu. Ég held að vitrænt væri af stjórnmálamönnum að spara sér þó óþægindi að reyna slíkt.
Nú er verið að stofna samtök Skjálfandafljóti til varnar. Kannski er það nauðsynlegt í ljósi sögunnar og aldrei að vita hvenær dómgreindarleysið og græðgin slær glýgju í augu stjórnmálamanna og hagsmunaaðila.
Öræfin upp með Skjálfandaflóti og fossarnir í því eru þjóðargersemar sem enginn heilvita maður á að láta sér detta í hug að eyðileggja. Skjálfandafljót og umhverfi þess á að taka frá fyrir komandi kynslóðir. Skjálfandafljót og umhverfi þess á að setja á lista yfir náttúrugersemar og vernda það fyrir skammsýni og heimsku líðandi stundar.
![]() |
Krafturinn í fórum þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll nafni.
Þú veist væntanlega að allt útlit er fyrir að það þurfi orku úr Skjálfandafljóti fyrir álver á Bakka? Við vorum báðir á kynningarfundinum á KEA þar sem þetta m.a. kom skýrt fram.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:24
Það var skoðun þess sem þar lagði upp mál. Orka til Bakkaálvers mun ekki koma úr Skjálfandafljóti. Slíkt mundi leiða til gríðalegra óreirða og ósamkomulags með þjóðinni og á Kárahnjúkaumræðuna er ekki bætandi. Við erum vonandi að vitkast aðeins.
Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2008 kl. 10:35
Það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður virkjað. Fólk getur mótmælt, en það hefur ekki stoppað neinn hingað til.
Villi Asgeirsson, 28.9.2008 kl. 12:52
Ég man ekki eftir að hafa séð neinn fyrirvara hjá stórnarflokkunum varðandi stuðning við álver á Bakka um að orkan komi ekki úr Skjálfandafljóti, enda alltaf legið fyrir að þaðan komi orkan að hluta.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:01
Við skulum bara halda okkur við Fagra Ísland... það dugar mér.
Umhverfismál eru á meðal brýnustu verkefna næstu ríkisstjórnar. Að mati Samfylkingarinnar er núna einstakt tækifæri til að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins, gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og taka upp græna atvinnustefnu. Samfylkingin vill:
Ítarlegri stefna PDF
Fagra Ísland PDF
Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2008 kl. 15:20
Þú veist það eins vel og ég að ríkisstjórnin og Samfylkingin er ekki að standa við Fagra Ísland. Því skildi annar liðurinn halda betur en sá fyrsti?
Jón Kr. (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:14
langar að benda ykkur á þessa síðu http://skjalfandafljot.is/
kveðja Lella
Helena Sigurbergsdóttir, 30.9.2008 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.