Hvað er að gerast ?

Viðvarandi óánægja og neikvæðar fréttir af löggæslumönnum víða um land hljóta að fara beina sjónum manna að vandamálinu. Það gengur ekki að löggæslan sé í endalausu uppnámi og hver maðurinn á fætur öðrum mæta í fjölmiðla og lýsa óhamingju sinni og óánægju.

Síðast í morgun sáum við formann Lögreglufélags Reykjavíkur og yfirmann í sérsveitunum deila um keisarans skegg. Fyrir nokkrum dögum heyrðum við yfirlögregluþjón hjá embættinu á Selfossi lýsa því hvernig embættið var svelt niður fyrir hungurmörk og lögreglumönnum yrði að fækka stórlega.

Stóra málið þessa dagana er aðför dómsmálaráðherra að lögreglustjóranum á Suðurnesjum Jóhanni R Benediktssyni. Þar stefnir í að hann hætti störfum og ef til vill fleiri með honum. Það má eiginlega segja að löggæslan í landinu sé í stórkostlegu uppnámi. Það gengur ekki og borgararar þessa lands verða að kalla eftir ábyrgð stjórnmálamanna á þessu ástandi.

En hver er rót vandans ?. Örugglega engin ein ástæða er fyrir þessum hörmungum, sem verður að linna. Allir sem þekkja til og ég hef heyrt í segja að ef skapast á friður um löggæsluna í landinu verði tveir menn að víkja.... það sé meginforsenda. Að því loknu gæti hafist langt tímabil þar sem reynt yrði að skapa ró um málaflokkinn og lagfæra trúnaðarbrest stjórnvalda og lögreglunnar í landinu.

Að mati margra þurfa dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri að hverfa úr embættum ef ró á að skapast. Við óbreytt ástand er ljóst að löggæslan mun lamast að verulegu leiti og trúnaðarbresturinn mun grafa sig enn dýpra. Til að ró geti skapast og löggæslan á ná sama styrk og trúverðugleika verður að koma í veg fyrir að óhæfur dómsmálaráðherra rústi þessi hornsteini þjóðfélagsins og nóti við það aðstoðar jábræðra sem ganga á eftir honum með lafandi tungu og klappa hann upp. Þar fer fremstur i flokki ríkislögreglustjóri sem nýlega er búið að endurráða án auglýsingar.


mbl.is Jóhann mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 818083

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband