Á Akureyri fá allir frítt... líka íbúar frá höfðuborgarsvæðinu.

Þetta er sérkennilegt útspil hjá Strætó bs.  Hér í bæ bjóðum við öllum frítt í Strætó. Við drögum ekki höfuðborgarbúa sem hér eiga leið til hliðar  og gerum þá að sérstökum markhópi.

Nemar og aðrir utanbæjarmenn fá hér frítt í strætó og nýta sér það óspart.

Við þessa breytingu sem framkvæmd var í upphafi þessa kjörtímabils hefur notkun á strætó orðið allt önnur og meiri. Það er nær öruggt að það hefur haft í för með sér minni umferð einkabílsins sem ekki er vanþörf á.

Ég hefði orðið ánægður ef menn hefðu haft metnað og þor að stíga þetta skref á höfðuðborgarsvæðinu.

Ég veit ekki hvort sveitarfélög í landinu hafa fjárhagslegt bolmagn til að bæta fargjöldum í Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu í kostnaðarpúllíu sína í heimabyggð.


mbl.is Sveitarfélögum boðið að kaupa nemakort hjá Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það er alveg æðislegt að fá frítt í strætó.  Enn æðislegra væri ef vagnarnir færu það víða og það oft að þeir nýttust almenningi.  Á meðan ég bjó í bænum, kom ég því ekki við að nota strætó ef ég þurfti að flýta mér, því að ég var í besta falli búin að hlaupa hálfa leiðina þangað sem ég ætlaði þegar ég loksins komst að næstu biðstöð.  Ég nota stundum strætó í dag, en þeir koma við með svo löngum hléum að ég hef ýmist ekki tíma eða þolinmæði til að bíða eftir þeim.  En framtakið er gott svo langt sem það nær.  Takk Strætó.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband