Innstæðurýr útrás ?

Undanfarin ár höfum við íslendingar glaðst yfir fréttum af dugnaði og áræði fjárfesta hér á landi. Útrásin svokallaða átti sér fasta dálka í Viðskiptablaðinu og fjöldi nýrra og duglegra fjárfesta kynntu sig til leiks.

Íslendingum virtist sérlega hugleikin verslunar, síma. flug og flutningarekstur í útlöndum. Hver verslunarkeðjan var keypt, símafyrirtæki um víðan völl og svo náttúrulega flugfélög í kippum. Erlent fjármálalíf stóð á öndinni og menn skildu hvorki upp né niður.

Svo þegar danskt dagblað vogaði sér að hafa efasemdir ærðist landslýður og kallaði danina vitleysinga og þeir væru bara öfundsjúkir.

En flótt skipast veður í lofti. Nú berast okkur landslýð ekki glæsilegar fréttir að milljarða fjárfestingum óskabarnanna okkar en í þess stað birtast daglega fréttir af óförum okkar í útlöndum. Gjaldþrot, meint svindl og gríðalegur taprekstur er það sem við fáum að heyra núna. Svona fór um sjóferð þá segja sumir.

Minnir svolítið á fiskeldið, loðdýraeldið og ýmislegt annað sem átti að búa til kraftaverk hérna heima.

Af hverju lendum við svona oft í þessum vanda, íslendingar ?


mbl.is Brotin ná til fleiri landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

miðað við hvernig okkur hefur gengið að fóta okkur sem sjálfstæð þjóð þá sé ég ekki nema tvennt í stöðunni.. 

Ganga í ESB.. eða ganga í norsku krúnuna.. nojurum munar ekkert um 300 þ fífl í norður atlandshafi og þá þurfa þeir heldur ekkert að semja um síld og svoleiðis kjaftæði..  

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 08:43

2 identicon

Gjaldþrot þessara félaga (þau eru mikið fleiri en eitt sem tengjast þessu) er alls ekki gjaldþrot útrásarinnar heldur meintur þjófnaður og lítil sem engin þekking á rekstri flugfélaga.

Flugmaður (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband