Sigurjón er ekki að skora.

Frjálslyndir í Eyjafirði vilja Sigurjón í forustu. Frétt um þetta gerði mig hugsi. Ég hef ekki græna glóru um hverjir eru í stjórn þessa félags, hvar það er til húsa, og fyrir hvað þeir standa og starfa. En ég er nú kannski ekki á útkíkkinu alla daga eftir Frjálslynda flokknum.

Í síðustu Capacent könnun döluðu Frjálslyndir verulega og náðu góðu bjórstyrksfylgi eða um 5 % á landsvísu. Sigurjón sem þeir heimamenn hér fyrir norðan er ekki að skila sama árangri og landsmeðaltalið segir og hér var flokkurinn að mælast með rúmt pilsnerfylgi eða 2,9%.

Ég veit ekki af hverju þeir heimamenn vilja Sigurjón til forustu því núverandi formaður og það svæði sem hann skilar er það sem heldur uppi fylgi og þingmannafjölda þessa undarlega flokks.

En það er víst þeirra mál.... en ég ítreka og endurtek... ég er forvitinn að vita hverjir eru að starfa í þessu félagi því heimsíða í héraði og heimasíða á landsvísu þegja vandlega yfir því.


mbl.is Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Undarlega flokki segir þú Jón, við höfum þó málefnin á hreinu og hvikum ekki frá þeim til að mynda sjávarútvegsmálum. Það tel ég skárri kost heldur en að vera eins og sprungið varadekk íhaldsins og kannast ekkert við gefin loforð. Í einu stærsta og umdeildasta máli þjóðarinnar sem er kvótakerfið erum við ekki eins og Ragnar Reykás, það aftur á móti einkennir Samfylkinguna augljóslega sem og í öðrum málum. Hver man ekki eftir, gjaldfrjáls Hvalfjarðargöng svo fátt eitt sé nefnt, eitthvað annað hljóðið er í Möllernum núna. það er reyndar hægt að telja svona áfram því miður fyrir þá sem létu plata sig á fölskum loforðum, en látum staðarnumið hér.

Eitthvað varst þú að kvarta yfir upplýsingarleysi á síðunni hjá okkur og úr því var bætt snarlega eins og okkur í Frjálslynda flokknum er svo tamt að gera. Hér eru svörin og því er við að bæta að við rekum ekki skrifstofu hér í bænum enn sem komið er, í því efnahagsárferði sem þjóðin er að glíma við um þessar stundir ákváðum við að spara frekar en þenja út kostnað flokksins. Við sjáum til, þú færð örugglega fréttir af því þegar við opnum skrifsstofu bærinn er ekki það stór sjáðu til.

Góðar stundir.

Hallgrímur Guðmundsson, 9.9.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Takk fyrir þetta.... eldsnögg viðbrögð. Ég minnist ekki loforða um gjaldfrjáls Hvalfjarðargöng enda eru þau rekin af sérstöku félagi sem heitir Spölur og ræður því nokkuð hvernig þau hafa þetta samkvæmt samningi þar um.

En þetta með Frjálslynda flokkinn... mér finnst hann undarlegur einsmáls flokkur og er undarlegur af því hann innbyrðir Kristinn H Gunnarsson án þess að blikna... en þetta er bara mín skoðun.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.9.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

...innbyrðir Kristinn H. Gunnarsson án þess að blikna..

Innbyrti hann að vísu, en án þess að blikna!-hver hefur sagt það? Þið megið fá hann mín vegna.

Árni Gunnarsson, 10.9.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvaða hvaða... mér sýnist að þið viljið losna við góðan slatta af ykkar lykilmönnum. Viljið setja Guðjón af og losna við Kristinn... er þetta ekki hátt hlutfall hreinsana. ?? og jafnvel sýnist mér að menn séu heldur fúlir með Jón kallinn.... það verða ekki margir þingmenn eftir í flokknum þegar hreinsunum lýkur

Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2008 kl. 00:24

5 identicon

... og heitar ástríðuörvar ganga milli Magnúsar Þórs og Kristins H. ..

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:08

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ótrúlegt en samt að hluta til bara gaman að því hvað Samfylkingin hefur mikinn áhuga á því sem gerist í Frjálslynda Flokknum. Ekki rekur mig minni til að formannsskiptin í Samfylkingunni hafi gengið hljóðalaust fyrir sig. Var ekki nánast um fjölskylduharmleik að ræða? En auðvitað eru allir búnir að gleyma því eins og svo mörgu öðru.

Það eru allir sammála því og ekkert við það að athuga í sjálfum sér að þjóðfélagið hafi tekið stórkostulegum breytingum á örfáum árum ekki satt? Þá get ég í sjálfum sér ekki séð neitt athugavert við það að við séum opnir fyrir breytingum á forustu flokksins, í það minnsta hugnast mér það frekar en að sitja uppi með úrelta pólitíkusa eins og því miður hrjáir flesta flokka Íslands. Það þarf nýja menn með nýja og ferska sýn á hlutina í þjóðfélagi sem tekur sífellum breytingum á ógnarhraða. Annað er að mínu mati úrelt hugsun og hamlar allri eðlilegri framþróun farsælt brautargengi. Eða eru menn ekki sammála því?

En svona til að fríska aðeins upp á minni Samfylkingarmanna um gjaldfrjáls hvalfjarðargöng þá er lesning um það hér. Svo ef mig misminnir ekki þá stóðu menn frá samfylkingunni með spjöld beggja vegna ganganna vandlega merkt boðskapnum í aðdraganda kosninganna.

Á vefnum skagafjörður.is er hægt að sjá mynd af herlegheitunum og einnig ágæta lesningu um efndirnar sjá hér.

Góðar stundir.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 12:07

7 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Það stendur eitthvað á mótsvörum hjá þér Jón Ingi, þið samfylkingarfólk hljótið nú að vera farinn að venjast því að fólk reki kosningarloforðin ofan í ykkur?

Eiríkur Guðmundsson, 11.9.2008 kl. 23:31

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kosningaloforð.... þingmannsefni að lýsa sinni persónulegu skoðun og félaga sinna í nærlandinu..  það má þá alveg eins segja að ég persónulega er ekki fylgjandi að gera þau ágætu göng gjaldfrjáls... til þeirra var stofnað með samkomulagi um annað og við það á að standa. Gjald í þeim er hóflegt og gerir það að verkum að kostnaður legst ekki á samneyslu allra landsmanna.

Hverskonar kjánaskapur er hjá fólki að halda að markmið og loforð í kosningum gangi öll eftir á næstu 12 mánuðum..... þannig er það ekki og það vita flestir....kannski ekki allir..í það minnsta ekki þeir sem hér tjá sig.

Það er bara ég persónulega sem hef gaman af að pæla í frjálslyndum.... þeir eru svo fyndinn flokkur.. ég veit ekki til að Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur hafi nokkurn sérstakan áhuga á þeim samtökum.... í það minnsta eru þeir aldrei á dagskrá í flokknum svo ég viti til.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2008 kl. 08:43

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gleymdi aðeins... það var kosið um formann í Samfylkingunni og bara gott mál. Það var líka kosið þegar Össur varð formaður og bara gott mál líka.... þannig virkar lýðræðið. Vonandi kjósið þið líka því það sýnir að menn hafa áhuga á því sem þeir eru að gera. En svo er það annað mál hvort Sigurjón á nokkuð í Guðjón sem er maðurinn á bakvið að þessi flokkur er til vegna perónufylgis á Vestfjörðum

Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2008 kl. 08:53

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ef mína heimildir eru réttar þá var þetta ekki einu sinni sett inn í stjórnarsáttmálann, þannig að ljóst má vera að aldrei stóð til að efna þetta loforð. Frekar þykir mér það þunnt að halda því fram að þetta hafi verið pælingar eins manns, það er auðvitað hrikalega sárt að þurfa að kyngja þessu.

Svo við höldum okkur við efnið Jón þá muna hrikalega margir eftir því þegar Möllerinn gekk um fyrir kosningar með það hárnákvæmlega útreiknað hvað ríkið tæki svívirðilega of mikið til sín í formi gjalda hverskonar af bensíni og olíu. Hárnákvæmt í krónum talið, þetta vafðist ekkert fyrir Siglfirðingnum þá og því var náttúrulega lofað að þessu yrði kippt snarlega í liðinn ef hann fengi til þess umboð.

Það vita allir hvernig Siglfirðingurinn talar í dag, það eru sjálfsagt allir búnir að gleyma þessu líka. Þú talar um að þér finnist Frjálslyndi flokkurinn fyndinn flokkur, það er mjög gott mál Jón og ég er alveg sérstaklega ánægður með þig núna þessu tek ég sem hrósi, ég vildi óska þess að ég gæti sagt eitthvað svipað og jákvætt um Samfylkinguna sem ég studdi og kaus áður en ég gekk í Frjálslynda flokkinn. Samfylkingin er því miður með flest niður um sig og hver blaðrar í kross við annan, samheldnin takmörkuð og verður því að kallast grátlega mislint stjórnmálaafl sem á endanum uppsker eftir verðleikum trúi ég.

Við gætum reyndar haldið svona áfram fram að næstu kosningum en ég læt staðar numið við þetta að sinni, við eigum væntanlega eftir að takast eitthvað á í næstu bæjar og sveitarstjórnarkosningum ef skaparinn lofar því við munum bjóða fram í þeim á Akureyri.

Góðar stundir.

Hallgrímur Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 818072

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband