Oddeyrin í skoðun.

Ég stóð fyrir stofnun rýnihóps sem skoða á skipulagsmál, núverandi ástand og mögleika til framtíðar á Oddeyri. Oddeyrin er næst elsta hverfi bæjarins á eftir Innbænum og möguleikar á uppbyggingu og endurnýjum á ákveðnum svæðum nauðsyn. Svæði, sérstaklega á neðanverðri Eyrinni þurfa á endurskoðun og víða eru auð svæði og úr sér gengið húsnæði og illa nýttar lóðir.

Gatnakerfið og götur muna fífil sinn fegurri og tímabær er skoðun og mótun uppbyggingar og lagfæringa þar.

Bæjarráð hefur nú staðfest afgreiðslu skipulagsnefndar og hópnum er því ekkert að vanbúnaði að hefja þessa vinnu. Í gildandi aðalskipulagi er ekki tekið á þessu svæði sérstaklega þannig að hópsins bíður heilmikil skoðunar og stefnumótunarvinna. Vonandi skilar þessi hópur af sér heildstæðum tillögum til skipulagayfirvalda hvað þetta svæði varðar.

Möguleikarnir þarna eru afar spennandi, uppbygging og endurnýjun á Eyrinni er löngu tímabær og víða eru svæði sem eru í mikilli vanhirðu og afar illa nýtt.

Þar er illa farið með eitt besta svæði innan Akureyrar hvað varðar landgæði, veðurlag og fleira. Bókun Bæjarráðs var svohljóðandi.

2.          Oddeyri - austan Glerárgötu sunnan Glerár
2008080096
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. ágúst 2008:
Að tillögu formanns skipulagsnefndar var stofnaður vinnuhópur sem hefur það hlutverk að rýna stöðu Oddeyrar austan Glerárgötu og sunnan Glerár m.t.t. skipulags og byggðaþróunar til framtíðar. Í framhaldi af því er hér lagt fram erindisbréf vinnuhópsins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs til kynningar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf vinnuhópsins um málefni Oddeyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 818231

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband