6.9.2008 | 18:29
Umræðan um Reykjavíkurflugvöll.
Umræðan um flugvöllinn í Vatnsmýrinni er að hefjast á ný. Ég var að koma frá Finnlandi og í framhjáhlaupi kom til umræðu staða og staðseting aðalflugvallar Finna sem staðsettur er í sveitafélaginu Vanda eða Vaanta upp á finnsku, sem er rétt við Helskinki.
Mililvægi þess að hafa þennan flugvöll var heimamönnum ofarlega í huga. Hann skapar mengun og hin gríðarlega flugumferð skapar mikla hljóðmengun og hættan á jarðvegsmengun og slysum er til staðar. Umferðin þarna er líka hundruðföld miðað við Reykjavík.
Íbúar í Vanda eru 190.000 og flugvöllurinn og sú starfssemi sem um hann snýst skaffar 17. - 20.000 manns vinnu og er því einn mikilvægasti vinnustaður sveitarfélagsins. Einnig leggur hann undir sig gríðarlegt flæmi byggingarlands ef menn vilja líta á það þannig. Eftir því sem mér skilst dettur engum lifandi manni í bænum þeim að kasta frá sér þessum vinnustað eða eins og enn umhverfissinninn sem með okkur var sagði.... "einhverstaðar verða vondir að vera"
Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er einsleit og ekki til sóma fyrir þá sem að henni standa. Reykjavík er höfðuborg landsins og ég ætla að borgarfulltrúar þar vilji halda þeirri stöðu. Höfðuborg fylgja skyldur en höfðuborgarstarfssemi fylgja líka tekjur og atvinna. Umræðan er því öll á annan veginn hjá flestum borgarfulltrúum, enda virðast margir þar aðeins sjá mýrarbyggðina í hillingum.
Bæjarráð Akureyrar ályktaði enn um þessi mál og ályktunin var svohljóðandi.
Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning
2007110127
Eftirfarandi tillaga að bókun lögð fram:
Vegna umræðu um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni vill bæjarráð Akureyrar minna á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Að mati bæjarráðs eru greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til Reykjavíkur forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig sínar höfuðstöðvar. Bæjarráð hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun sína um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallarins.
Bæjarráð Akureyrar ítrekar fyrri ályktanir vegna þessa máls og bendir á að ef innanlandsflugvöllur verði fluttur úr miðborginni er verið að takmarka aðgengi landsbyggðarfólks að miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, viðskipta og ekki síst Landspítala háskólasjúkrahúsi með því að lengja ferðatíma til borgarinnar.
Bæjarráð samþykkir bókunina.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er ekki alveg að skilja þig núna jón.. hvað ertu að reyna ða koma á framfæri ? að reykjavíkurflugvöllur hafi svo margt starfsfólk ða þá megi ekki flytja hann ? Vil bara benda þér á að ef flugvöllurinn verður færður þá haldast stöfin á nýjum velli og NÝ störf skapast í Vatnsmýrinni.. við skólahald, við þjónustu.. og svo framvegis.
þetta hér flokka ég undir VÆL :
Bæjarráð Akureyrar ítrekar fyrri ályktanir vegna þessa máls og bendir á að ef innanlandsflugvöllur verði fluttur úr miðborginni er verið að takmarka aðgengi landsbyggðarfólks að miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, viðskipta og ekki síst Landspítala háskólasjúkrahúsi með því að lengja ferðatíma til borgarinnar.
Óskar Þorkelsson, 6.9.2008 kl. 20:17
ég er að segja.... Reykjavík er höfðuðborginn okkar...en ef hún vill ekki axla þá ábyrgð þá er það mér að meinalausu að taka við því hlutverki eða semja við Keflvíkinga... gott að vita það í tíma ... þannig að við getum byggt upp Landsspítala á þeim stað sem vill skaffa aðgengi til samgangna af þeim toga sem þarf. Dúllurnar í 101 geta þá rölt á milli húsa í flókainniskónum sínum og velt fyrir sér menningu og listum.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.9.2008 kl. 21:02
Hvort flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni er EKKI einkamál Reykvíkinga.
Mín skoðun er að flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni.
Því miður eru oddvitar stærstu flokkana í Reykjavík algjörlega sammála um að flugvöllurinn eigi ekki að vera áfram í Vatnsmýrinni.
Enginn flugvöllur = enginn Landsspítali - hann verði þá reystur í Keflavík ef Reykvíkingar eru svona áhugsamir um að slátra þeim störfum sem þar eru.
Óðinn Þórisson, 7.9.2008 kl. 10:27
Svona auka söguskýring. Upphaflegi flugvöllur þeirra Helsingforsbúa er í Malmi, sem er mikið nær miðborginni. Mikill styr hefur staðið um þann flugvöll í mörg ár og margir vilja hann "feigan". Malmi flugvöllur á það sammerkt með Reykjavíkurflugvelli, þar er grasrótin, flugskólarnir og þar er verið að ala upp framtíðarflugmenn sem eiga að koma fólki milli staða, líka því fólki sem stöðugt er að setja fótinn fyrir þá, sem eru að læra flug og koma þeirri starfsemi burtu úr Reykjavík.
Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður, en ekki færður. Starfseminni má hola annað. En þröngsýnir menn eins og Óskar Þorkelsson skilja ekki mikilvægi flugvallarins. Það er ekki langt síðan skrifað var í blöðin um að leiðin innanhúss í Landspítalanum væri hættulega löng veikum Reykvíkum, eitthvað á þriðja hundrað metra þar sem mest var.
Þessum sama þjóðflokki munar ekkert um að senda okkur tóninn úti á landi og benda á að ekkert mál sé að færa starfsemi flugvallarins á nýjan stað eða færa allt til Keflavíkur. Hvað eru tæpir 50 km, þegar þarf að bæta því við klukkustundar flug frá landsbyggðarflugvelli og jafnvel annari klukkustund í bið eftir sjúkrafluginu. Það finnst þessum sama þjóðflokki ekkert mál. Það er fólka sem er af öðru suðahúsi og flokkast ekki með aðlinum í Reykjavík.
Jaðrar þessi hugsunarháttur ekki við rasisma????
Benedikt V. Warén, 7.9.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.