Guðfaðirinn og samsæriskenningarnar.

Gunnar Birgisson bæjarstjóri er skólabókardæmi um stjórnmálamann sem haldinn er lýðræðisskorti og sér andskotann í öllum hornum. Þess nýjasta kenning hans um að íbúasamtök séu runnin undan rifjum pólitískra andstæðinga eða stjórnmálaflokka sýna hve hysterían er komin á alvarlegt stig.

Stjórnmálamenn sem þola ekki umræðu eiga að snúa sér að öðru, og þegar þeir sá síðan slíkar ofsjónir eins og Gunnar Birgisson í þessu máli er álitaefni hvort menn eiga að hlægja eða gráta.

Persónulega held ég að þetta sé verst fyrir Gunnar sjálfan, því það er áreiðanlega flókið að vita af púkum og forynjum í öllum hornum.

Gunnar vill helst ráða þessu einn og þetta endalausa lýðræðiskjaftæði fer í taugarnar á honum. Ég skil ekkert í Kópavogsbúum að vera að skipta sér að því hvað guðfaðirinn er að hugsa og framkvæma.


mbl.is Vísar ásökunum bæjarstjóra á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig virkar skipulagslýðræðið hjá Akureyrarbæ er nokkur skortur á því ?

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 15:18

2 identicon

Bylur hæst í tómri tunnu, bjó lengi í þínum heimabæ og það er sorglegt að sjá hvernig þið fulltúar bæjarins hafið klúðrað bænum, það virðist nóg fyrir byggingarverktaka þarna í bæ að hafa samband við ykkur og borga í kostningarsjóði ykkar til að fá þá byggingarreiti sem þeir vilja. Ef þú vilt að ég nefni dæmi þá er það sú fáranlega hugmynd að reysa byggð á mýrinni fyrir neðan Stafholtið. Þar mótmæltu íbúarnir, en þið í samfylkinguni, gerðu það sem að þið gagnrýnduð Framsókn og sjálfstæðiðflokkin hér áður fyrr. Þið hlustið heldur ekki á ykkar fólk, enda snýst þetta ekki hjá ykkur um fólk og málefni, heldur völd og peninga

Hlýri

hlyri1@gmail.com (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hér er unnið samkvæmt gildandi aðalskipulagi samþykktu í bæjarstjórn 2006.

Ráð að kynna sér það áður en menn byrja ausa frá sér dellunni

Hlýri sem ekki þorir að skrifa undir nafni er dæmi um mann sem eys órökstuddri vitleysu í skjóli nafnleyndar og dæmir sig með því  Þetta heitir við Undirhlíð og Miðholt og er ákveðið í aðalskipulagi og samþykkt af 97% bæjarbúa við gerð deiliskipulags.

Hér eru slóðir á þessi plögg ef menn hafa áhuga á að kynna sér það....annars er það ekki til umræðum í þessu bloggi heldur hystería stjórnmálamanna.

http://akureyri.is/skipulagsdeild/ymsargreinar/nr/8452

 http://www.akureyri.is/media/vefmyndir/akureyri/skipulag/ASAK05-Greinargerd-060912-stadfest-vef.pdf

Jón Ingi Cæsarsson, 6.9.2008 kl. 16:15

4 identicon

Sæll

Hvað þá með fundin með hverfissamtökunum sem mótmætu þarna, hvað með 2 hæða húsið í Naustahverfinu sem var bara á skipulaginu að ætti að vera á einni hæð. Hvað með viðbótarbygginguna við íþróttahúsið við Þórunnarstræti, þó svo að Stjáni hafi átt það þetta er allt dæmi um sömu spillingu og þú skrifar um Gunnar

Já ég hef séð stærra naut í flagi en þig og þori að mæta þeir hvar sem er

Hlýri

hlyri1@gmail.com (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 16:33

5 identicon

Hér var spurt að gefnu tilefni um skipulagslýðræði, vita að er gildandi deiliskipulag er ekki Stóri-Dómur frekar en dæmin sanna.

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: Nostradamus

What Sucks:

#1 Gunnar Birgisson...

#2 Sjálfstæðisflokkurinn...

#3 Aðalskipulag...

#4 Akureyri...

#5 Kópavogur...

#6 Órökstudd vitleysa...

Nostradamus, 6.9.2008 kl. 16:39

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hllýri minn... ég er ekki að tala um mig heldur að þú þorir að sýna lesendum hver þú ert... enda er slíkt mikilvægt þegar menn fara frjálslega með efnið sem þeir skrifa um.

Ég veit ekki hvaða fund þú meinar ... þeir voru nokkrir...en á þeim sem hverfisstamtökin efndu til voru fundargestir 27 með mér.

Aðalskipulag er stóridómur í skipulagsmálum meðan það gildir... ef menn vilja breyta er það annað mál og sérstakt.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.9.2008 kl. 16:51

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

 Sæll Jón

Þetta eru þriðju íbúðasamtökun sem stonuð eru hér í Kópavogi á örfáum árum - Gunnar Birgisson segir að sameiginlegt markmið þeirra sé að berjast gegn skipulagshugmyndum yfirvalda.
Gunnar bendir einnig á að sf hafi alltaf verið á móti öllum góðum skipulagsmálum í Kópavogi.

Gunnar Birgisson er feykilega traustur, reynslumikill og farsæll hér í bæjarmálum og hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir Kópavog og Kópavogsbúa.

Oddviti sf er að mínu mati ekki að standa sig nógu vel, kanski er reynsluleysið ekki að há henni.
Spuring hvort eyðumerkurganga sf hér í Kópavogi haldi ekki áfram um ókomin ár ef þeir taki sér ekki eitthvað saman í andlitinu.
Það er orðið vont ef ekki má velta hlutunum fyrir sér.


Óðinn Þórisson, 6.9.2008 kl. 16:57

9 identicon

Er ekki sammála þér um að aðalskipulag sé Stóridómur, vitrir menn skipta um skoðun, aðrir hanga í roðinu.

Ef ekki væri fólkið þá væri ekkert sveitarfélag.  Kjörnum fulltrúum fólksins þess ber að hlýða og hlusta á þá á öðrum tímum en rétt fyrir kosningar.

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:08

10 identicon

Sæll Jón Ingi

Gaman væri að þú myndir svara skilmerkilega spurningu hins dularfulla Hlýra um húsið í Sómatúni, sem átti að vera einnar hæða hús en þið breyttuð skipulaginu í tveggjahæða hús

Þú værir maður að meiri ef þú svaraðir því skilmerkilega

Birkir Hrannar Hjálmarsson

Birkir Hrannar Hjálmarsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:57

11 Smámynd: Helena Sigurbergsdóttir

Gunnar er flottur einræðisherra, við þurfum ekki að skipta um stjóra á nokkra mánaða fresti eins og sum önnur sveitafélög. Það er gott að búa í Kópavogi

Kveðja Lella 

Helena Sigurbergsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:37

12 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Voðalega er hvimleitt að menn séu að draga inn einföld skipulagsatriði á þessa bloggsíðu trekk eftir trekk.

Eru menn að reyna að nota þetta bull til beina athyglinni frá Gunnari Birgissyni? 

Varðandi skipulagsnefnd Akureyrar þá virðast sumir hér halda að Jón Ingi sé alráður í skipulagsmálum a Akureyri.

Er ekki sveitarstjórn æðsta vald í þeim og hægt að skjóta málum sem hún kann að afgreiða vitlaust til úrskurðarnefdar í skipulags og byggingamálum?

Svo er alltaf verið að láta að því liggja að Jón megi ekki segja sína skoðun á öflugum bæjarstjóra Kópavogs án þess að það rjúki einhverjir hér inn með furðulegar dylgjur. 

Jón Halldór Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 19:23

13 identicon

Jón er nú einu sinni formaður skipulagsnefndar og gerir nú ekki lítið af því að reyna að verja allar þær vitleysur sem sú blessaða nefnd hefur gert síðustu misserin.  Það er líka ákaflega broslegt að sjá hvað hann forðast að ræða skipulagsmál Akureyrar á síðunni sinni, svarar ekki einföldum spurningum og fer undan í flæmingi - enda ekki auðvelt að verja allan þennan vitleysisgang...:)

Bjössi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:09

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér heyrist nú Jón reyna að svara þessum spurningum skýrt og málefnalega.  Hins vegar er greinilega mikill pirringur út í skipulagsyfirvöld á Akureyri og ég get fallist á að eðlilegt sé að Jón sé spurður enda maðurinn í forsvari.

Ég fylgist þá bara áfram með umræðunni um skipulagsyfirvöld á Akureyri sem hafa enga nektarbúllu til að leita andlegrar upplyftingar í.

Jón Halldór Guðmundsson, 9.9.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 818199

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband