Sýnir nauðsyn umhverfismats.

Að gróður depist vegna brennisteinsmengunar við Hellisheiðarvirkjun sýnir ýmislegt. Í fyrsta lagi að við erum ekki með það á hreinu hvað við erum að gera þegar verið er að virkja, hvort heldur sem er, vatnsafl eða jarðhita. Það sýnir okkur líka að umhverfismat það sem framkvæmt var á þessu svæði er ófullnægjandi og kannski að hluta til óvandað.

Ég ætla ekki að hafa um þetta mörg orð en þetta er í sjálfu sér ískyggilegt. Það hefur einnig orðið vart við aukna mengun í andrúmslofti í Reykjavík af sömu ástæðu. Hvað gerist ef menn halda áfram að virkja í stórum stíl á þessu svæði og sambærileg mengun margfaldast ?

Ég held að við ættum að doka við og hætta upphrópunum og niðurrifsstali. Þessir atburðir sýna okkur svo ekki verður um villst að umhverfisráðherrann okkar er á réttri braut þegar hún ræðir vandað umhverfismat og góð vinnubrögð.


mbl.is Gróður drepst vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er búin að skrifa nokkra pistla um þetta á blogginu mínu. Lesið t.d. þennan, þennan og þennan.
Eins og sjá má er þetta ekki aðeins spurning um að eitra fyrir náttúrunni heldur líka mannfólkinu. Takið eftir að í fyrsta pistlinum sem ég vísa í kemur fram að losun brennisteinsvetnis í iðnaði er mest frá olíuhreinsistöðvum. Í því samhengi minni ég á Hvestu við Arnarfjörð.

Hlustið svo á nokkur Spegilsviðtöl í tónspilaranum hjá mér - ég nefni t.d. viðtöl við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, Sigurð Þór Sigurðarson, lækni og sérfræðing í öndunar- og atvinnusjúkdómum og Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði. Allir þessir sérfræðingar vara við brennisteinsvetni og þá einkum fyrir mannfólkið. Þetta er eitur sem lamar öndunarfærin í miklu magni og það er allsendis órannsakað hvaða áhrif það getur haft á okkur í svona miklu magni og miklu návígi.

Eins og ég segi einhvers staðar í skrifum mínum: Það er verið að eitra fyrir okkur.

Það er búið að hamra á því að jarðhitavirkjanir séu hreinar og endurnýjanlegar en það er einfaldlega ekki satt - ekki eins og staðið er að þeim og hve mikið er fyrirhugað að virkja. Einblínt er á losun gróðurhúsalofttegunda en önnur efnamengun gleymist.

Er komið í ljós hvert var banamein Rúmenanna tveggja sem létust við Hellisheiðarvirkjun fyrir skemmstu? Hvað segir Vinnueftirlitið?

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:12

2 identicon

Það á að fara að byggja tilraunastöð sem hreinsar brennisteininn úr kerfinu. Þetta var afleiðing umhverfismats.

Annars er það bara mosinn sem er að drepast. Eins og Sigurður H. Magnússon bendir á þá getur annars konar gróður vel þrifist þarna í staðinn.

Ragnar (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:14

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ragnar...  brennisteinsvetni í miklu magni getur verið stórhættulegt fyrir okkur - manneskjurnar. Það er eitur sem lamar öndunarfærin. Og að halda áfram Hellisheiðarvirkjun, stækka hana og stækka, og ætla líka í Bitruvirkjun, Hverahlíðarvirkjun og jafnvel tvær aðrar í Þrengslunum - allt á þessum litla bletti með 2/3 þjóðarinnar á þröskuldinum - á meðan hreinsunarbúnaður brennisteinsvetnis er aðeins á tilraunastigi er kæruleysi í besta falli - glæpur í versta falli.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:28

4 identicon

Af hverju ætli þessi frétt komi sama dag og boðað var að dæmt yrði í málum mótmælenda?

sérajón (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:51

5 identicon

Ég veit að brennisteinsvetni í miklu magni getur verið stórhættulegur, jafnvel banvænt. Magnið er þó talsvert meira heldur en allar þessar virkjanir losa.

Ragnar (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eimitt... takk fyrir þetta Lára.

Allir þokkalega vel gefnir menn sjá hvernig umræða sérstaklega Framsóknarflokksins og formanns hans er úti á túni. Ég held líka að ákveðnir Sjálfstæðismenn í bloggi og stjórnmálum ættu að taka sér tak og reyna að sýna meiri skynsemi í málflutningi. Umhverfismat er eina ráð okkar til að komast að því hvort við séum að eyðileggja og valda óafturkræfu tjóni á landi og náttúru. Heildstætt umhverfismat sem unnið er án öfga og fordóma er eina tæki sem við eigum til að halda á málum af skynsemi.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.9.2008 kl. 17:14

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Umhverfismat eitt og sér bjargar engu. Þar kemur bara fram hvaða áhrif viðkomandi framkvæmd hefur svo ákveða pólitíkusar hvort þeir taka slaginn eða ekki sbr. Kárahnjúkavirkjun. Hef ekki séð hingað til að menn láti umhverfismat stöðva sig og sýnst á öllu að það sé ekkert að breytast. Allavega er ekki þannig hljóð í Össuri. Æðibunugangurinn í honum er meiri en í Framsóknarflokknum og Sjálfsstæðisflokknum til samans.

Víðir Benediktsson, 8.9.2008 kl. 21:30

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nokkuð ljóst að framsóknarmaðurinn Víðir Benediktsson áttar sig ekki á samhengi umhverfismats og framkvæmda....  niðurstöður umhverfismats á ekki að stöðva neitt... það á að hjálpa mönnum til að komast að skynsamlegri niðurstöðu

Jón Ingi Cæsarsson, 8.9.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Já, en hún er ekki að hjálpa neitt ef framkvæmt er í trássi við niðurstöður.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband