17.8.2008 | 12:46
Órói á Húsavíkur - Flateyjarmisgengi.
Árið 1872 urðu miklir jarðskjáltar með upptök á Skjálfandaflóa. Síðan hefur ekkert stórt gerst á þessu svæði og samkvæmt meðaltalsreglu fyrir þetta svæði ætti mikil spenna að vera uppsöfnuð á þessu svæði sem nær frá Þeistareykjum í austri að mynni Skagafjarðar í vestri.
Árið 1963 urðu miklir skjálftar með upptök úti fyrir Skagafirði. Þar varð stærsti skjálftinn rúmlega 7 stig á Richter og er það einn af stóru atburðunum í minni mínu frá æsku. Þá varð mikill titringur á Akureyri og við Eyjafjörð.
Að undanförnu hefur verið mikil virkni á þekktu jarðskjálftasvæði sem nær frá Axarfirði um Grímsey og hafa nokkrir skjáftar þar náð 3-4 og tveir rúmlega það. Heldur hefur verið að draga úr þeirri hrinu. Stórskjáfltar hafa ekki orðið á því misgengi þó varð stór skjálfti á Axarfirði 1910 og 1976.
Undanfarna daga hefur farið að bera á óróa á misgenginu sem liggur frá Húsavík um Flatey og áfram. Austurhluti þess hefur verið kyrrlátur þó svo aðeins hafi borið á smáskjálftum eins og gengur nærri Þeistareykjum og þar fyrir vestan. Í nótt varð skjálfti um 3 á Richter austast á Húsavíkurmisgenginu. Hann átti upptök sín 6 km Nv. við Þeistareyki. Þetta gerist jafnhliða því að ókyrrð hefur verið við Flatey.
Húsavík er sem kunnugt er á þessu misgengi og ljóst að þarna munu verða nokkuð sterkir skjáftar á næstu árum. Ókyrrðin núna minnir mann á að þarna er ekki síður hættulegt svæði en í Flóanum og í Ölfusi þar sem mikið tjón varð fyrr á þessu ári. Ég veit satt að segja ekki hversu meðvitaðir menn eru gagnvart þessari hættu.... í það minnsta finnst mér hún lítið rædd og ekkert um hana fjallað.
Það eru næstum 140 ár frá síðustu stórskjálftum á Skjálfandaflóa. Ég held að í ljósi sögunnar og þeirrar staðreyndar að óróleiki hefur gert vart við sig að menn rifji upp aðgerðir og aðferðir og búi sig undir að þarna geti átt sér stað atburðir sem kalla á stóraðgerðir þegar þar að kemur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 818827
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.