Rúin öllu trausti.

Fréttablaðskönnun Ég hélt satt að segja að til að byrja með fengi nýr meirihluti aðeins meiri séns hjá kjósendum en sá gamli. En samkvæmt Fréttablaðskönnun hefur þetta nákvæmlega ekkert breytst og nýji meirihlutinn er að sigla af stað með fjórðungs fylgi.

Auðvitað á þetta ekki að koma á óvart. Kjósendur sjá hverkonar vinnubrögð hafa verið viðhöfð og það sem augljóslega skín út úr þessari könnun er að oddviti Sjálfstæðismanna er rúin trausti enda einn að aðalaleikurum í þessu hringleikahúsi sem starfrækt hefur verið að undanförnu.

Hún hefur heldur ekki verið trúverðug í málflutingi sínum undanfarna daga. Virkar pirruð, óörugg og hefur ekki náð að gera þennan nýja meirihluta aðlaðandi. Hanna Birna er kannski dugleg kona en hana skortir allan kjörþokka. Svolítill Björn Bjarnason í kvennlíki..Wink

Enda.... hverju breytir það í meirihluta átta borgarfulltrúa þó skipt sé um einn í meirihlutanum og inn tekinn Framsóknarmaður. Framsóknarflokkurinn á sér afar ógeðfelda sögu síðustu ár og þó svo þeir séu ekki í valdastöðu þá muna kjósendur þetta enda er flokkurinn sá, að mælast með 9% á landsvísu.

Sjálfstæðisflokkurinn kastaði 1,8% manni og tók inn 2% mann úr flokki fyrirgreiðslu og spillingar, enda er sá farinn að boða framsóknarstefnu í málefnum náttúru og atvinnulífs. Óskar Bergsson virkar samt afar ánægður með þessi 4,5% sem hann fekk í þessari könnun. Af smáu gleðjast smáfuglarnir.

Það eru erfiðir tímar framundan hjá nýjum meirihluta og ég hef enga trú á að Sjálfstæðisflokknum takist að breyta um ímynd þó svo skipt hafi verið um nærbuxur. Í nýju nærbuxunum er nefnilega sá sami og gerði í hinar og af hverju ætti það að breytast á einni nóttu ?


mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er nefnilega allt saman sama steypan. Sjálfstæðimenn réðu ekki nógu hjá Ólafi og núna halda þeir að þeim gangi betur að stjórnast með Óskar.

Hvenær ætla sjálfstæðismenn að átta sig á því að borgarfulltrúar þeirra eru ekki nothæfir.

Þeir fáu sem að velja sjálfstæðismenn í skoðun Fréttablaðsins eru þeir sem erft hafa skoðun sína. Það er nenfilega glás af fólki í sjálfstæðisflokknum sem vita ekkert um hvað stjórnmál eru heldur hafa þeir erft skoðun sína og eru ekki nógu sjálfstæð til að kjósa annað.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.8.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð grein jón, þú ert allur að komast á flug þessa daga.. hver glæsipistillinn á fætur öðrum.. Svona geta Vestfirðir virkað á mann ;)

Sammála þér Guðrún 

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Við Kópavogsbúar höfum haft meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks síðan elstu menn muna. Kosningar eru mai 2010 - það er langur tími.

Óðinn Þórisson, 17.8.2008 kl. 12:45

4 Smámynd: Halla Rut

Ég hef verið að lesa commentin þín út um allt blogg og er þér hjartanlega sammála.

Þar sem þú býrð á Akureyri þá hvet ég þig til að mæta: http://www.sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/617088/

Halla Rut , 17.8.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Takk fyrir boðið Halla Rut.... sennilega kæmi skrítinn svipur á Sigurjón ef ég mætti þarna.... eða hvað

Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2008 kl. 22:44

6 identicon

Einmitt, Óðinn. Hvernig væri nú að Hanna Birna gerði sér ferð suður í Kópavog og leitaði ráða hjá Gunnari Inga Birgissyni um það hvernig stjórna ber stóru sveitarfélagi með glans og auka fylgi flokksins innan borgarinnar og trúverðugleika borgarbúa? Síðan er málið að framkvæma — nota tímann. Hvernig væri það? Kær kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Halla Rut

Hann mundi fagna þér.

Er ekki gott að sækja fundi til að sjá hvað aðrir eru að hugsa?

Halla Rut , 17.8.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818152

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband