Veikasti hlekkurinn brast.

Allt það sem Dagur B Eggertsson sagði við brotthlaup Ólafs F fyrir 203 dögum er að koma fram. Hann fullyrti að Sjálfstæðismenn væru að blekkja Ólaf F til fylgilags við flokkinn og samstarfsvilji þeirra var í raun enginn við Ólaf F.

Dagur talar gjarnan um klækjastjórnmál og það hefur gengið eftir í þessu máli. Sjálfstæðisflokknum er slétt sama um kjósendur í Reykjavík eða ábyrga stjórnmálaþátttöku.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega lagt af stað með eftirfarandi áætlun.

Höfum samband við Ólaf F og lofum honum gulli og grænum skógum og við vitum hvar hann er veikastur fyrir. Lofum honum að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni, lofum honum að Laugarveginum verði viðhaldið í gömlum farvegi, lofum honum að Bitruvirkjun verði ekki sett á koppinn og hann fái að vera borgarstjóri.

Síðan finnum við okkur tímapunkt til að sprengja samstarfið við hann .... þegar Framsóknarflokkurinn er búinn að fá nóg af áhrifaleysinu og skorti á bitlingum og völdum.

Og vesalings Ólafur gekk þráðbeint í gildruna, sveik þá sem best höfðu reynst honum og gekk í björg Sjálfstæðisflokksins. Þar reittu menn af honum fjaðrirnar í rólegheitum þar til ekkert var eftir.... þá spýttu þeir beinunum og snéru sér annað.

Þetta er það sem Dagur kallar klækjastjórnmál og byggja á að selja veikasta hlekknum vonir um völd og áhrif. Síðan er það ekkert mál að svíkja slíkt þegar hentar.

En hverjir tapa á þessu ? Reykjavík, kjósendur í Reykjavík og síðan fer trúverðugleiki stjórnmálanna og stjórnmálamannanna veg allrar veraldar.

Svo var komið að þeim tímapunkti að FRamsóknarflokkurinn var kominn í pólitískan spreng og veikasti hlekkurinn í Tjarnarkvartetinum var tilbúinn til meðferðar hófust Sjálfstæðismenn handa og niðurstaðan liggur fyrir...

Fylgislaus Framsóknarflokkur komin í valdastöðu.... Birtuvirkjun verður byggð...Laugarvegurinn verður endurskipulagður og ný hús byggð, flugvallarumræðan hefst á ný....

Mikið skil ég fólk sem ekki hefur trú á stjórnmálamönnum svona almennt séð. Ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn vissi að samstarf við Ólaf F gæti ekki gengið frá því fyrir þá meirihlutamyndun.... hann var bara veiki hlekkurinn sem þurfti að slíta á þeim tímapunkti.


mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir alveg frábæran pistil. - Þetta er eins og talað útúr mínu hjarta. - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Jón

Dagur blaðurskjóða vill ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og það hefur Svandís einnig sagt.
Dagur sagði einnig við Ólaf F. á sínum tíma að hann ætti ekki afturkvæmt í Kvartettinn.
Brandari gærdagsins var að Ólafur F. ætlaði að stíga til hliðar fyrir Margréti - Hlægilegt.
Óskar Bergsson steig fram og axlaði ábyrgð með stuðningi formanns og flokks.
Sólóistinn Marsibil er nú einangruð.
Hvað var annað í stöðunni - svaraðu því ? ekki tala um kosningar til þess þarf að breyta lögum.
Hver er staða Dags blaðurskjóðu, á hans vakt hefur 100 daga meirihlutinn sprungið og nú Tjarnarkvartettinn.

Óðinn Þórisson, 15.8.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Dagur B Eggertsson er stjórnmálamaður sem nýtur mikils trausts Reykvíkinga og er heiðarlegur...hreinn og beinn. Hann er hrópandi andstæða Sjálfstæðismannanna sem eru því miður með bremsuförin langt upp á bak og mér kæmi lítt á óvart að flokksmenn kasti þeim öllum í næsta prófkjöri enda vonlaust að ætla að mæta með þetta lið í kosningar 2010.

Heiðarlegir stjórnmálamenn geta ekki farið í samstarf við fólkið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.... því er ekki treystandi eins og mýmörg dæmin sanna

Og þetta veist þú jafn vel og ég Óðinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 15:09

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þú svarar ekki spurningunni, hvað átti að gera/hvaða meirihlutasamstarf kom til greyna ? átti borgin að vera stjórnlaus. Það er á ábyrgð borgarfulltrúa að mynda meirihluta er það ekki Jón.

Óðinn Þórisson, 15.8.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

óðinn þú ert á villigötum.. sjálfsstektarflokkurinn átti bara að halda út með það sem þeir lögðu upp með.. Óli f sveik ekkert og stóð við sinn samning við sjálftektarflokkinn.  Sjálftektarflokkurinn heldur bara uppteknum hætti í skæruhernaði sínum í Reykjavík og verður von bráðar að minnihlutaflokki í borginni og þar af leiðandi á landsvísu um leið.  Þeir sem kjósa þessa svikahrappa og sjálftekarskríl þeir samþykkja áframhaldandi óráðsíu og spillingu í íslenskum stjórnmálum.

Ef það væri eitthvað bein í nefinu á Samfylkingarfólki þá mundi samfylkingin slíta stjórnarsamstarfinu við þennan ósiðlega flokk sjálftektarliðsins og REFSA þeim strax í kosningum á landsvísu.

Góður pistill hjá þér Jón, takk fyrir hann. 

Óskar Þorkelsson, 15.8.2008 kl. 15:22

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég mynda ekki meirihluta í Reykjavík og enn síður hef ég skoðun á því hvernig sjálfstæðisflokkurinn reynir að bjarga sér upp úr rotþrónni sem þeir byggðu sér og stukku ofaní.

Nú er að reyna að lágmarka skaða af stjórnleysi Sjálfstæðisflokksins og kjósa þá út í ystu myrkur 2010. Ég sé ekki að hægt sé að bjarga þessu klúðri úr þessu.... en ef Sjallar hefðu verið skynsamir hefði þeir ekki farið í að blekkja Ólaf til fylgilags við sig heldur hefðu átt að láta Tjarnarkvartetinn klára kjörtímabilið.

Reykvíkingar hafa örugglega lært af þessu að til að halda Sjálfstæðisflokknum fjarri og lágmarka skaða af veru hans þarna er að kjósa ekki smáflokka og dreifa atkvæðum.... það sést vel í skoðanakönnunum þar sem tveir flokkar munu hverfa næst.... og þar með grundvöllur þess að Sjálfstæðisflokkur geti verið ráðandi afl þarna með sín 35%

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 15:43

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar það væri nú ekki skynsamt fyrir Ingibjörgu að slíta þessu stjórnarsamstarfi með það á bakinu hverning hennar borgarstjórnartíð lauk. Geir bjargaði hennar pólitíska lífi - persónulega hefði ég frekar viljað bæta Frjálslyndum við.

Jón þar er langt til mai 2010 og ég hef ekki trú á öðru en að Reykvíkngar kjósi Sjálfstæðisflokkinn áfram sem kjölfestuflokk. Framsókn á eftir að njóta góðs af þessu samstarfi.
Sf er eins og við segjum í boltanum er að toppa á kolvitlausum tíma.

Óðinn Þórisson, 15.8.2008 kl. 16:00

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fara varla að stjórna skynsamlega úr þessu.... þá skortir dómgreind og hæfileika.... Óskar er núll

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 16:03

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óðinn þú ert enn á villigötum.. Samfylkingin snýst ekki um persónelgan metnað ISG.

Óskar Þorkelsson, 15.8.2008 kl. 16:22

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar....maður fær eiginleg aulahroll þegar maður les jafn fráleitar stjórnmálaskýringar eins og hjá Óðni.

Honum er ef til vill vorkunn.... foringjahugsun Sjálfstæðisflokksins er þeim í blóð borin og skilja ekki muninn á formannsembætti hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Jafnarstefnan og framkvæmd hennar byggir ekki á lénsskipulagi eða einvöldum eins og verklag Sjálfstæðisflokksins  gengur út á.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 16:38

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón og Óskar þið er auðlingar þrátt fyrir ykkar skoðanir.

Óðinn Þórisson, 15.8.2008 kl. 17:12

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sá meirihluti varð til að tilstuðlan Björns Inga og Framsóknarflokks sem sleit samvinnu við Sjálfstæðismenn.... þú veist það ... er það ekki Þrymur ?... hversu oft er það Framsóknarflokkur með sín 2% sem býr til órróa og stundar klækjastjórnmál.... sástu Alfreð í gær... þetta er hans arkitektúr.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 20:14

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Og allir eru grænir af öfund sama hvort um vinstri eða hægri menn út í hæfileika Alfreðs að búa til fléttur.

Þrymur þú veit betur en þetta og innst inni grunar mig að þú dauðskammast þín fyrir þína menn í sjálftektarflokknum.. fyrir óheiðarleika, óráðsíu og almennan klaufahátt  .. alfreð getur gert svona fléttur vegna ykkar..

Óskar Þorkelsson, 15.8.2008 kl. 21:13

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það var athygilsvert að hlusta á Óskar Bergsson útskýra klækjastjórnmál sf og vg í sjónvarpinu í kvöld.

Óðinn Þórisson, 15.8.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband