Lífsreynsla og getraun. (Hvar er Vegagerðin?)

Ströndin      Ég fór í tæplega viku ferð um Vestfirði. Hafði aðsetur á Þingeyri og ferðaðist þaðan í allar áttir á mínum fjallabíl.

Náttúrfegurðin er gríðarleg, veðrið var frábært og ég tók aragrúa mynda. Sem sagt, hin fullkomna ferð.

Svo var það rúsínan í pylsuendanum. Ég náði mér í ómetanlega lífsreynslu og lærði að meta það sem ég hef hér heima í vegum og samgöngum.

Víða er búið að gera góða vegi á Vestfjörðum, eiginlega búið að gera meira en ég bjóst við. En það sem eftir er staðfestir það sem um vestfirska vegi er sagt.... verra verður það varla nema vegleysa sé.

Stundum hafði ég á tilfinningunni að bíllinn dytti í sundur, nýrun í mér slægust upp í herðablöðin og sjálfskiptingin dytti í götuna.

Niðurstaða okkar var... að á Vestfjörðum sé engin starfssemi á vegum Vegargerðar, enginn starfsmaður sé starfandi hjá því ágæta fyrirtæki vestan Gilsfjarðar og vestan Steingrímsfjarðarheiðar og öll tækin hafi verið seld úr landi.

Það var augljóst að engar tilraunir eru gerðar á þessum slóðum að hefla eða fylgjast með ástandi veganna. Ég held svei mér þá að það sé full ástæða til að ég bjóði samgönguráðherra í bíltúr um svæðið...bara svona til að brýna hann til átaka og ekki síður að komast að því af hverju engin Vegagerð er starfrækt á svæðinu.

Sumsstaðar er ekki löggæsla.... eins og gengur í dreifbýlinu en að Vegagerðin starfi ekki á svæðinu er auðvitað umhugsunarefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Já, skrepptu nú vestur með Möllerinn ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.8.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég á nokkur pústkerfi og nokkur dekk þarna í vegkantinum á leiðinni um firðina fyrir vestan :)   En vegagerðin er að gera átak í ísafjarðardjúpi og göngin eru þarna til staðar svo þeim er ekki alls varnað..

Óskar Þorkelsson, 15.8.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt er það Óskar... það er verið að vinna að verkefnum á Djúpvegi... tveimur stöðum. Það sem er algjörlega út úr myndinni er viðhald og heflun gömlu malarveganna en þeir eru svo sannarlega víða á þessu svæði.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 20:10

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Eigum við ekki að efla Vegagerð og draga úr löggæslu?

Jón Halldór Guðmundsson, 16.8.2008 kl. 13:44

5 identicon

Ekki hefur vegurinn um Hólasand batnað...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818210

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband