Óskar - Ólafur F sami rassinn undir báðum.

Nú er komin upp sama staða í nýja meirihlutanum í Reykjavík og var í þeim fyrri. Varaborgarfulltrúi Óskars styður ekki þennan meirihluta og vill standa við það heiðursmannasamkomulag sem minnihlutinn stóð að. Óskar virðist hafa gert þennan gjörning einn og óstuddur og líklega rekin til þess af Guðna Ágússyni og Alfreð Þorsteinssyni.

Þeir tveir hafa sýnt það í gegnum árin að heiður og virðing sé aukaatriði í stjórnmálum og þeir keyra gamaldags refsstjórnmál þar sem tilgangurinn helgar meðalið.

Marsibil er greinilega af annarri kynsslóð en karlarnir þrír sem leika aðalhlutverkið í þessum stjórnarmeirihluta. Þessi meirihlutamyndun er sannarlega í anda gömlu Framsóknar og byggir á aðferðum og gildum sem eru að drepa flokkinn. Kjósendur í dag gera meiri kröfur til siðferðis í stjórnmálum en sú kynslóð sem þessir þrír tilheyra.

Niðurstaðan er því.... Sjálfstæðisflokkurinn fann sér nýja hækju í stað Ólafs F sem var óþægur og óþægilegur enda lá það fyrir að svo yrði við myndun þess meirihluta.

En nú hafa þeir fundið sér þægilegan Framsóknarmann með takmarkað siðferði í stjórnmálum og auðvelt verður að hlaða á hann bitlingum og þá verður hann til friðs.

Gallinn við þetta er aftur á móti að hann á sér ekki varamann sem styður hann og að því leiti er nýji meirihlutinn jafn veikur þeim sem Sjálfstæðismenn drápu í gær.


mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband