Ósvífni og hentimálflutningur.

Eins og ég nefndi i blogginu hér á undan er Gunnar Birgisson laginn við að belgja sig á móti og þagga niður í fjölmiðlafólki sem spyr hann óþægilegra spurninga. Þetta viðtal í gær var skemmtilegt dæmi um hvernig bæjarstjórinn bregst við þegar að honum er saumað....belgir sig út og drynur á móti og segir bara það sem honum dettur fyrst í hug.

Þessi kátlega fullyrðing um að hann sé með þessu að tryggja framgang kvenna í stöðum hjá Kópavogi er auðvitað sprenghlægileg og eingöngu ætlað að koma höggi á oddvita Samfylkingarinnar sem er kona. Þessi málflutningur er satt að segja nauðaómerkilegur en samt dæmigerður fyrir Gunnar sem gekk í skóla Davíðs hvað þetta varðar.

En að öllu gamni slepptu.... það er merkilegt að horfa á það hvernig menn geta hagað sér í opinberri stjórnsýslu. Gunnar Birgisson er örugglega ósvífnasti bæjarstjóri þessa lands og hann hagar sér eins og illa uppalinn verktaki við stjórnun bæjarins. Hann kannski kann þetta best svona og margir minnast þess þegar hann stjórnaði ákveðnu fyrirtæki hér um árið.... hvað hét það nú aftur... ?? Klæðning var það ekki....  ef ég man rétt gekk ýmislegt á þar á bæ á árum áður.


mbl.is Verið að fjölga konum í yfirstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Hann frændi þinn er fráleitt illa uppalin af frænku þinni, frændi  Hins vegar stundar hann ekki umræðupólitík út í hið óendanlega en  lætur verkin tala.  Mættu fleiri taka það sér til fyrirmyndar

Katrín, 27.7.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnast vinnubrögð og málflutingur hans til lítils sóma... eimtt þetta sama er sagt um Bellusconi

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Katrín

Stendur General Patton ekki honum næst í samaburði frekar en Berlusconi

Allavega erum við sammála um það að menn framkvæmda verða alltaf umdeilanlegir en enginn man eftir þeim sem ekkert gerir.

Að öðru: þarf að skjótast til Akureyrar kringum 20. ágúst og væri gaman að ná fundum þá. Verður þú í bænum???

Katrín, 27.7.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kannski það Katrín.... Patton var settur af fyrir óhlýðni og menn treystu honum ekki gagnvart rússum. Ég veit annað en ég verði hér.... nýkominn úr vikudvöl í orlofsíbúð á Þingeyri.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2008 kl. 12:18

5 Smámynd: Katrín

Þingeyri er nánast næsti bær við Bolungarvík  Vertu hjartanlega velkomin ásamt þínu fólki að Hjallastræti 24

Katrín, 28.7.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband