Vonbrigði.

Vonbrigði Nú eru nokkrir mánuðir liðnir frá því niðurstaða fékkst í málefnum Hafnarstrætis 98 með því að KEA keypti húsið með það í huga að gera það upp. Allir sem til þekkja vita að þetta verkefni er mjög flókið og kallar á gríðarlega undirbúningsvinnu og mun kosta hundruð milljóna... kannski 200 - 300 milljónir fari menn í að bæta við húsið til viðbótar við að gera upp nánast ónýtt hús.

Ef til vill eru burðarviðir þokkalega heilir en annað er varla nothæft og eftir er að sjá hvernig grunnur og undirstöður eru. Þetta er auðvitað gott og gilt og mun taka mörg ár áður en húsið kemst í notkun.

Það eru aftur á móti vonbrigði að nýjir eigendur hafa ekki axlað þá ábyrgð að koma útliti hússins í lágmark skikk.... rífa upplitaðar auglýsingar úr gluggum og helst að pakka húsinu inn í net sem hylur hörmungina sem blasað hefur við bæjarbúum og gestum á annan áratug.

Það hefur nákvæmlega ekkert verið gert og húsið er enn svartur blettur á miðbænum og dregur niður húsin tvö sunnan við sem þó eru í afar góðu standi. Mig eiginlega verkjar hreinlega þegar ég geng þarna framhjá...td í dag þegar sólir skín, bærinn fullur af fólki og þá blasir þetta lík við sama hvernig maður reynir að leiða það hjá sér...... það eru eiginlega vonbrigði eftir þær væntingar sem maður hafði þegar nýjir eigendur birtust af himnum.

ég skora á eigendur að grípa til ráðstafana þegar í stað til að lágmarka þann skaða sem þetta hús er í Hafnarstrætinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Heldur þú að það geti verið að menn bíði eftir því að fá einhverja styrki til að endurbyggja húsið?

Páll Jóhannesson, 27.7.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég veit það ekki....en ég er farinn að óttast að við sitjum uppi með óbreytt ástand lengi enn...kannski aðra tvo áratugi.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það mætti halda að óli FF væri við völd fyrir norðan..

Óskar Þorkelsson, 27.7.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er það gaurinn sem Reykvíkingar eru farnir að kalla "fúaspýtukallinn" ?

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2008 kl. 23:38

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jupp :)

Óskar Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 08:31

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Fúaspýtukarlinn" asskoti gott nafn á hann - ætli einhverjum hafi þá dottið í hug að fúaverja hann?

Páll Jóhannesson, 28.7.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818196

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband