Sikileyjarástand í Kópavogi.

Bæjarstjórinn í Kópavogi ber afar takmakaða virðingu fyrir lýðræði og eðlilegum vinnubrögðum. Hann stjórnar Kópavogi með einræðislegum vinnubrögðum og við sem horfum á þetta af hliðalínunni öfundum bæjarbúa lítt að þessum aðferðum.

Þegar hann svo er gagnrýndur eða einhver hefur eitthvað út á hann að setja belgist hann út eins og hani á haug og drynur á móti.

Mér finnst hann nokkuð laginn við að þagga niður í fjölmiðlum og sleppur oftast vel frá viðtölum eða spurningum. Hann notað svolítið Davíðsaðferðina...gerir lítið úr þeim sem hann gagnrýna.

Ég held samt að hann verði ekki lengur í þessu hlutverki þarna.... ég trúi ekki að bæjarbúar vilji að bænum þeirra sé stjórnað með Sikileyjaraðferðum þar sem stóri feiti guðfaðirinn ræður öllu.... hugsunum, gjörðum og samvisku fólksins.


mbl.is Gagnrýna mannaráðningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil nú benda þér á að undir hans stjórn hefur Kópavogur orðið að eftirsóttu stöðum með tilliti til búsetu. Gunnar er maður sem kemur hlutum í verk og er ekki að draga lappirnar út og suður eins og afar margir gera. Það eru vissulega alltaf dragbítar eins og þú sem finnst halla á lýðræðið og draga niður þá sem vilja koma hlutum í verk. Sjáðu íþróttaaðstöðuna sem Kópavogsbúar hafa. Þarna eru verk Gunnars sem tala, þökk sé hans áræði.

HLERINN (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skítt með með lýðræðið... komum hlutnum í verk hafa margir sagt í mannkynssögunni. Hlerinn útskrifaður úr skóla Gunnars Inga. 

Kópavogur var löngu farinn að þróast svona áður en Gunnar mætti þarna til leiks. Hafnarfjörður, Garðabær, Reykjanesbær og fleiri nóta þess að vera í skjóli höfðuðborgarinnar og suðvesturhornsins sem hefur notið ávaxtanna að áratuga stefnuleysi stjórnvalda í málefnum landsbyggðarinnar...Hefur ekkert með Gunnar Inga Birgisson og gera þó svo þú trúir því að hann sé guð almáttugur .... ágæti Hleri

Jón Ingi Cæsarsson, 26.7.2008 kl. 18:53

3 identicon

Ágæti Jón Ingi. Ég hef aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn og þekki Gunnar Birgisson akkúrat ekki neitt. Ég hef hins vegar búið hér í Kópavogi frá 1981 og hef fylgst með þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað frá því ég fluttist hingað. Þar á Gunnar stærstan þátt, það vita allir. Ég er ekki svo blindur að ég geti ekki viðurkennt þegar vel er gert. Jú vissulega hefur Gunnar oft staðið í stappi við hina og þessa og þurft að horfa á mörg sjónarmið. Það er lýðræði. En að lokum tekur hann ákvarðanir sem í langflestum hafa reynst réttar. Engin er fullkomin, ekki hann frekar en aðrir, en hann tekur ákvarðanir og stendur við þær. Hann er dugnaðar forkur og það er það sem heillar mig.

HLERINN (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er búinn að búa í Kópavogi síðan 1965. Ég minnist fyrir daga Gunnars bæjar sem var í örum vesti Smárahverfi m.a. en fyrst og fremst bæjar þar sem að fólk gekk fyrir framkvæmdum. M.a. var bærinn nefndu "Félagsmálabærinn" Því lögð var áhersla á fólkið.

Nú í dag einkennist bæjar bragurinn af stríði bæjayfirvalda við fólk sem ekki sættir sig við 20 til 40 hæða byggingar við hliðina á sér. Og umferðaumbætur ekki betur hugsaðar en svo að göturnar lenda inn í stofu hjá fólki eins og í Lundi. Bendi líka á að ekki munar miklu á Kópavogi og Hafnarfirði varðandi fólksfjölgun.

Framboð af lóðum er ekki mælikvarði á hversu gott er að búa í bæjarfélagi.  Kópavogur græðir á því að hafa verið miðsvæðis en nú eru byggingarlönd hans komin ansi langt frá miðju enda eftirspurnin farið minnkandi. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.7.2008 kl. 20:28

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

síðasti staðurinn sem ég mundi leita mér húsnæðis í er kópavogur..

Óskar Þorkelsson, 26.7.2008 kl. 20:47

6 identicon

Er þetta ekki einkennilegur andskoti með okkur íslendinga. Þegar auglýst er vælum við yfir því þegar fólk er ráðið að það hafi verið búið að ákveða hver fengi stöðuna. Þegar fólk sem hefur staðið sig vel í störfum er er ráðið beint er vælt yfir því að staðan hafi ekki verið auglýst. Þarna voru Gunnar og Ómar búnir að sjá fólk sem sýndi góða hæfileika, vel mentað og voru auk þess konur. Nei, menn væla og væla. Í fótbolta snýst málið um að skora mörk. Gunnar er maður sem vill skora mörk og hann virðist markaskorari af guð náð. Vissulega kemur fyrir að Gunnar skítur framhjá, en hann skorar mun oftar en hann brennir af. Við Kópavogsbúar viljum miklu frekar hafa góðan markaskorara, jafnvel þótt hann skjóti stundum framhjá.

HLERINN (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:55

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hleri..... í fótbolta fá menn gula spjaldið fyrir að brjóta reglur og svo annað og rautt ef þeir endurtaka leikinn.... ef Gunnar væri í fótbolta væri löngu búið að reka hann útaf með rautt... jafnvel þó hann væri markaskorari....

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2008 kl. 10:35

8 identicon

Þar skjátlast þér Jón Ingi. Það er í kosningum sem spjöldin eru gefinn. Þar er Gunnar yfirleitt kosinn maður leiksins!!

HLERINN (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 10:42

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér skjátlast ekki... ég var að tala um fótbolta og þar gilda reglur sem refsa samstundis... þess vegna er þetta ekki sambærilegt  ég reikna með að næstu kosningar verði Gunnari erfiðar... hann hefur sýnt margt sem fólki líkar illa.... ég tala nú ekki um fái hann gula spjaldið fyrir brot á stjórnsýslureglum sem margt bendir til að hann fái frá ráðuneyti sveitarstjórnamála á næstunni.

Og mundu Hleri... Gunnar er nýlega orðinn bæjarstjóri... séntilmaðurinn Sigurður Geirdal hélt honum á floti því hann kunni að koma vel fram og haga sér eins og séntilmaður

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2008 kl. 11:00

10 identicon

Jú, jú ég viðurkenn vel að Gunnar fer stundum fram úr sér. En er það ekki svo með framtaksama menn. Það sem ég er hinsvegar að segja er að kostir Gunnars eru mun fleiri en gallar. Gaman að ræða þessi mál við þig Jón Ingi og þínar skoðanir eiga fullan rétt á sér. Allir þurfa aðhald, en við verðum að vera menn til að hrósa þegar vel er gert. Ert þú ekki bara svolítið öfundsjúkur yfir velgengi okkar Kópavogsbúa? Gangi þér allt í haginn.

HLERINN (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 11:20

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekkert sem við Akureyringar þurfum að öfunda ykkur Kópavogsbúa af..... satt að segja

Hér er bullandi uppgangur, náttúrufegurð, gott veður, dásamlegir bæjarbúar og gestir og frábær meirihluti ...

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2008 kl. 12:32

12 identicon

Þeir hafa nú löngum verið fallegir fuglarnir á Akureyri, eiginlega miklu fallegri en annarstaðar á landinu. Við þekkjum það landsmenn og nennum ekki að vera að pirra okkur á því. Góðar stundir.

HLERINN (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 14:33

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Jón

Það er afar erfitt að gagnrýna störf Gunnars, hann er mjög traustur og mikill heiðursmaður sem lætur verkin tala.
Ég hef búið hér í Kópavogi í rúm 10.ár og hér er gott að búa.

Því miður verð ég að viðurkenna að ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrygðum með oddvita sf hér í Kópavogi sem er að mínu mat mjög þröngsýn, neikvæð og virðist hafa tekið upp stefnu vg að vera bara á móti og  með enga framtíðarsýn.

Sigurður Geirdal var gríðarlega vinsæll og á stóran þátt í því að Kópavogur er það sem hann er í dag.

Var á Akureyri um daginn, bærinn er mjög fallegur og allaf gott að vera þar.

Óðinn Þórisson, 27.7.2008 kl. 21:19

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er ekkert sérstaklega litað hjá þér Óðinn eða þannig.... enda ertu afar hlutlaus í stjórnmálum...

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband