Palli var einn í heiminum.

Það er búið að vera mikið blíðviðri á Akureyri í dag. Ég fór í langan göngutúr um bæinn og fór nokkuð víða. Það var verulega heitt og einhvernvegin fannst mér sjálfsagt að hverfin iðuðu af lífi og gleði og hlátrasköll fylltu loftið. Þannig var það á Eyrinni í gamla daga.... þegar veður var gott voru allstaðar leikir, börn léku sér og fullorðna fólkið gekk um og naut veðurblíðunnar.

En viti menn.... þegar ég var búinn að ganga í nokkurn tíma fór ég að veita því athygli hvað allt var rólegt og hljótt. Aðeins heyrðist ómur frá umferðinni á stóru tengibrautunum og einstaka bíll ók hjá.

Þá fór ég að fylgjast með þeim svæðum sem ég átti leið hjá.... ég fór um stóru fjölbýlishúsahverfin í Glerárhverfi og það var sama hvert litið var... á leiksvæði við heimahús, leiksvæði á á opnum svæðum bæjarins og á sparkvöllum.... hvergi var barn eða ungling að sjá..hvað þá fullorðna.

Þetta var mjög undarleg tilfinning, hvar var allt fólkið? Af hverju var engin að leik á opnum svæðum og leiksvæðum ? Hvar voru öll börnin ? Hvar voru allir unglingarnir hvað þá fullorðna fólkið. Mér leið sannarlega eins og Palla sem var einn í heiminum ?

Er fólk virkilega hætt að nota svæði sem þessi til samvista og leikja ? Það er af sem áður var þegar hverfin iðuðu af lífi, þó svo minna væri af skipulögðum leiksvæðum og sparkvöllum en var í þá daga þegar slíkt þekktist varla.

Ef til vill hefur útivist á eigin vegum tapað í samkeppninni við fjölmiðla, tölvur og annað sem nútíminn telur öll lífsins gæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Nei, misskipt eftir hverfum Jón. Tildæmis er alltaf líf í innbænum, sól, rigning, bylur, froststilla. Alltaf ljómar innbærin af lífi. Svo er svo stutt í ísbúðina þar.

Þetta var allavega alltaf svona þegar ég bjó þar. 

S. Lúther Gestsson, 26.7.2008 kl. 18:26

2 identicon

Bý við hliðina á Síðuskóla og þar er skemmtilegt  og líflegt alla daga, jafnt sumar sem vetur.  Börn og unglingar í fótbolta, körfubolta eða bara á róló.  Og alltaf er nú Akureyri falleg, fór í langan göngutúr núna í kvöldblíðunni og naut þess að ganga um hlíða og síðuhverfin og meðfram Gleránni.  Mætti reyndar setja upp ljósastaura við göngustíginn þar, betra að hafa þá þegar rökkva tekur.     

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818223

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband