Björn Bjarnason hefur kímnigáfu.

Ég komst að því í gær að Björn Bjarnason...dómsmálaráðherra...endurtek, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kímnigáfu. Hann var í útvarpi í gær og lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Evrópuumræður....þetta sýnir svo ekki verður um villst að Björn hefur kímnigáfu...eiginlega gálgahúmor og það kemur á óvart.

Að Sjálfstæðisflokkurinn leiði Evrópuumræður og hefði gert er í besta fallið fyndið. Auðvitað veit öll þjóðin að Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið flokka harðast gegn því að Evrópumál væru rædd og fræg eru ummæli Davíðs Oddssonar hér áður þegar hann var spurður. "Þetta mál er ekki á dagskrá"

Við sem þekkjum til vitum að ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum eru komnir í mikinn vanda með þessi mál innan flokksins og uppi er hörð krafa viðskiptalífs um að þessi mál verði til lykta leidd og hér verði hafnar aðildarviðræður með það sem markmið að ganga þar inn og taka upp Evru.

Björn Bjarnason er svolítið að ávísa á skammtímaminni kjósenda með þessum ummælum og þau segja manni að flokkurinn sé um það bil að skipta um stefnu í þessu máli.

Staðan nú er að Samfylkingin er ein flokka með þetta á stefuskrá sinni en ef Sjálfstæðisflokkurinn er að bætast í liðið er það gott mál. Ef Björn Bjarnson vill trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði þessa umræðu má hann það alveg.... en allir hinir vita betur.


mbl.is Kafað og kortlagt fyrir Evrópuumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Björn Bjarnason hefur ekki húmor - hann er týndur. Það eina í Evrópu umræðunni sem forusta í ,,Sjálfstæðis"flokksins leiðir er að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að drepa niður alla umræðu og þeim tekst það bara býsna vel.

Páll Jóhannesson, 17.7.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he er þetta ekki frekar veruleikafirring hjá BB ?

Óskar Þorkelsson, 17.7.2008 kl. 17:18

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að landsmenn verði bara að bíða eftir næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins og sjá hvaða ályktun kemur frá honum.

Óðinn Þórisson, 17.7.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ekki dettur nokkrum manni í hug að halda að eitthvað nýtt gerist á landsfundi.... það yrði nú saga til næsta bæjar, come one annars fyndin pæling

Páll Jóhannesson, 17.7.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er líklegast að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skipta um skoðun eins og 1991 þegar Jón Baldvin lét Davíð fallast á EES. Davíð hafði þá verið andæðingur þess að gera þann samning lengi en gaf eftir fyrir völdin.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2008 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband